Fræðslumolar um hreyfinguFræðsluskjóðan

Æfingar við hálsríg

Við stirðleika í hálsi eftir langan akstur eða mikla setu fyrir framan tölvuna, ætti að gera æfingar til að mýkja hálsvöðvana.

  1. Leggið aðra höndina yfir öxl hinnar hliðarinnar. Hallið höfðinu í átt frá hendinni til að teygja á hálsvöðvunum. Gerið beggja megin.
  2. Leggið hönd við hnakkagrófina og ýtið höfðinu varlega fram til að teygja á aftanverðum hálsvöðvum og hálsliðum.
  3. Leggið hönd á hnakkann og ýtið höfðinu niður til að ná fullri teygju frá hálsvöðvum og niður í herðablöðin.

Gerið þetta rólega og með varúð og hættið strax ef að verkur kemur.

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir

Previous post

Konur eru góðir samningamenn þar til kemur að því að semja fyrir sig sjálfar

Next post

Rétt líkamsstaða

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *