SalötUppskriftir

Ávaxtasalat

  • 2 lífræn epli, skroin í teninga
  • ½ dl gojiber, lögð í bleyti í 30 mín
  • 3 msk furuhnetur, lagðar í bleyti í 30 mín
  • 1 msk kakónibs
  • 1 msk rifið lífrænt appelsínuhýði
  • 5 cm engiferrót, rifin

Þrífið eplin og skerið í teninga og setjið í skál.

Leggið gojiberin í bleyti í 30 mínútur, hellið af þeim vatninu og setjið berin út í skálina.

Leggið furuhneturnar í bleyti í 30 mín, hellið vatninu af og setjið hneturnar út í skálina.

Stráið kakónibsinu yfir.

Rífið hýðið af appelsínunum og setjið útí, endið á að rífa engiferrótina og kreista safann úr henni yfir salatið.

Blandið og berið fram.

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Marinerað salat með tamari fræjum

Next post

Rauðrófusalat m/fræjum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *