Á heimilinuUmhverfiðUmhverfisvernd

Banna hefðbundnar ljósaperur

Í Morgunblaðinu 17. mars síðastliðinn var frétt um að leiðtogar innan Evrópusambandsins eru að skoða, hvort banna eigi hefðbundnar ljósaperur, til að vinna gegn gróðurhúsaáhrifum.

Ástæðan fyrir þessari umræðu er sú að hefðbundnar ljósaperur vannýta orkuna allverulega. Þessar venjulegu ljósaperur, sem við eigum að venjast, breyta aðeins um 20 prósentum rafmagnsins sem þær fá, í ljós á meðan sparperur nýta um 80 prósent rafmagnsins.

Í Þýskalandi einu saman mætti draga úr koltvísýringslosun um 6,5 milljón tonn á hverju ári, með því einu að taka upp sparperur í stað þeirra hefðbundnu.

Í Ástralíu og Kaliforníuríki í Bandaríkjunum, hefur nú þegar verið ákveðið að banna þessar hefðbundnu ljósaperur og mun bannið taka gildi innan fárra ára.

Þessar umhverfisvænu ljósaperur eða sparperurnar, eru dýrari en þær hefðbundnu, en þær eru sagðar borga sig upp á innan við ári með minni orkunotkun og þar fyrir utan endast þær um tíu sinnum lengur en hefðbundnu perurnar.

Ein kílóvattstund rafmagns dugar sparperu til að lýsa í 111 klukkustundir á meðan hefðbundin ljósapera lýsir aðeins í 25 klukkustundir.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir, greinin birtist fyrst á vefnum í apríl 2007

Previous post

Minnkun skóga

Next post

Nanótækni

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *