HómópatíaMeðferðir

Blóðnasir og Hómópatía

Nefið er einn af þeim stöðum líkamans sem að hefur hvað mest af þunnum viðkvæmum æðum. Vegna staðsetningar nefsins þá er algengt að fólk fái áverka sem að valda blæðingu úr nefinu.  Einnig er algengt að blóðnasir komi oftar í þurru lofti og yfir vetrarmánuðina þegar loftið er hvað þurrast.  Þetta er hvimleitt vandamál þó að þetta sé yfirleitt ekki hættulegt.

Það sem að einnig getur valdið blóðnösum er t.d. ef að viðkomandi snýtir sér kröftuglega, fær aðskotahlut í nefið eða er að plokka í nasirnar.  Einnig ef að tekin eru blóðþynningarlyf og ef að bólgur eða sýkingar eru til staðar í nefi eða ennis- og kinnholum.

Best er að viðkomandi sitji og halli sér fram, haldi munninum opnum til að auðvelda sér að spýta út blóði, frekar en að kyngja því.  Athugið vel hvort að aðskotahlutur sitji í nefi hans og fjarlægið, ef svo er.

Haldið þétt um nef viðkomandi milli þumals og vísifingurs.  Haldið í 5 mínútur.  Endurtakið ef að nauðsyn krefur þar til að blæðing stoppar.  Setjið kaldan bakstur yfir nef og kinnar.

Fjöldi remedía, sem að getur hjálpað til vegna blæðinga úr nefi, er mikill, hér að neðan er nokkuð góður listi.  Berið saman einkenni og veljið vel, en tekið skal fram að ávallt er heillavænlegast að leita sér aðstoðar hjá reyndum hómópata, til að auka líkur á að rétt remedía sé valin:

Aconitum napellus

Viðkomandi er kvíðinn og eirðarlaus, með mikil þyngsli í höfði.  Oft ungt fólk, oft útblásið.

Agaricu muscarius

Blóðnasir hjá eldra fólki,  oft frekar niðurdregnir einstaklingar, blæðir úr nefi þegar snýta sér eftir að vakna.  Blæðir mikið og stoppar seint.  Mikill, fúll útskilnaður úr nefi.

Aloe socotrina

Blóðnasir um leið og vaknar – ekki kominn frammúr.  Nef rautt í köldu lofti.

Ambra grisea

Miklar blóðnasir snemma á morgnana.  Þurrt blóð safnast fyrir í nefinu.  Oft grannir, veiklulegir einstaklingar.  Blóðnasir koma með tíðarblæðingum.

Antimonium crudum

Blóðnasir á hverjum morgni þegar andlit er þvegið, eftir kvöldmat, eftir síendurtekinn hnerra, sérstaklega ef að mikið blóðlitað slím kemur úr nefi eftir að blæðing hefur stöðvast.  Blóðnasir með þurru nefkvefi, sérstaklega á nóttunni.

Argentum matallicum

Mjög miklar blæðingar þegar viðkomandi snýtir sér eða eftir kvöldmat, með kitli og skríðandi tilfinningu í nefi.

Arnica montana

Blóðnasir sem byrja sem kitlandi tilfinning, verða miklar eftir alla áreynslu, eftir að þvo andlitið og í veikindum.  Skærrautt, þunnt blóð, blandað með lirfum og martilfinningu.

Arsenicum album

Blóðnasir eftir miklar tilfinningasveiflur, oft fylgja uppköst, eirðarleysi og uppnám.

Belladonna

Blóðnasir hjá littlum börnum á nóttunni,  höfuðverkur fylgir.  Blóð lekur stanslaust, oft úr báðum nösum, annaðhvort ef eru enn í rúminu eða um leið og vakna.

Borax veneta

Blóðasir á morgnana og sláttarhöfuðverkur á kvöldin.  Höfuðverkur versnar eftir blóðnasir.

Bromium

Blóðnasir, léttir af brjóst- og augnaeinkennum fylgir.  Nefið er aumt og nasavængirnir bólgnir.

Bufo rana

Blóðnasir sem að koma af stað yfirliðstilfinningu, en um leið, léttir á höfuðverki.

Cactus grandiflorus

Blóðnasir sem að fylgja með hjartavandamálum.

Calcarea carbonica

Miklar blóðnasir, sem að koma oft, meira frá hægri nös, með stífluðu nefi, sérstaklega á morgnana.  Oft börn með kirtlavandamál, blæðir oft án nokkurrar ástæðu.

Carbo animalis

Blóðnasir á hverjum morgni, byrjar sem höfuðverkur og svimi.

Carbo vegetabilis

Blóðnasir sem að koma oft og standa lengi, sérstaklega á morgnana og f.h., eða ef verið er að rembast.  Mikill fölleiki í andliti á meðan og á eftir blæðingu.  Blóð þunnt og svart, verra á nóttunni hjá eldra fólki, verra við minnstu hreyfingu.  Oft fylgir verkur á brjóstsvæði.

China officinalis

Blóðnasir sem að koma gjarnan á milli 6 og 7 á morgnana, byrja aftur og aftur og veldur því að viðkomandi verður veikburða og blóðlítill sökum blóðmissis.  Með suði í eyrum, fölleika og yfirliðstilfinningu.

Copaiva officianlis

Blóðnasir eftir áverka, skyndilegar og miklar blæðingar hjá ungum drengjum.

Crocus sativus

Útskilnaður frá annarri nösinni er mjög seigur, þykkur.  Svart blóð.  Kaldur sviti á enni.  Oft konur sem að eru með miklar og langar tíðarblæðingar.  Blóðnasir hjá stórum en viðkvæmum börnum sem að eru föl og hafa súrt bragð í munni.

Dulcamara

Heitt, skærrautt blóð, fylgir þrýstingi fyrir ofan nefið, verra eftir að verða blaut.  Þrýstingurinn heldur áfram eftir að blæðingin hefur stoppað.

Ferrum matallicum

Miklar og endurteknar blæðingar, nefið oftast fullt af blóðkögglum, sérstaklega hjá blóðlitlu fólki.  Andlit fölt, sem að roðnar auðveldlega.  Viðkomandi oftast kalt, jafnvel eftir að kominn er uppí rúm.  Horaður og veikburða eftir síendurteknar blóðnasir.  Blóðnasir oft hjá börnum, ljósrautt blóð sem að storknar auðveldlega.

Graphites

Blóðnasir koma eftir að andlit hitnar mikið vegna mikils blóðstreymis til höfuðs.  Edurtekur sig oft, á kvöldin, á nóttunni og á morgnanna.  Rennandi nefkvef, sérstaklega hjá konum sem að hafa of litlar tíðarblæðingar sem að koma seint.  Blóðlitaður slímugur útskilnaður frá nefi.

Hydrastis canadensis

Blóðnasir frá vinstri nös, með brennandi tilfinningu, kláði fylgir.

Indigo tinctoria

Blóðnasir, hægri nös blæður oftar, oft fylgir versnandi sjón, krampatilfinning á hjartasvæði og aukinn hjartsláttur.  Mikill pirringur og kitl við rót nefsins. Þurr hósti fylgir.

Ipecacuanha

Miklar blóðnasir með skærrauðu blóði, mjög mikill kláði fylgir í nasavængjunum.  Ógleði fylgir, sérstaklega ef að viðkomandi er með hita.  Andlit fölt, uppblásið og bláir baugar um augum.

Kalium bichromicum

Blóðnasir með þurru nefkvefi, byrjar sem þrýsitingur á nefrótina, þykkt dökkrautt blóð, pirrandi kitl hátt uppí í nefholunum.

Kreosotum

Blóðnasir með þunnu skærrauðu blóði frá báðum nösum á morgnana, eða þykku svörtu blóði sem lyktar fúlt.

Ledum palustre

Blóðnasir sem að standa lengi yfir, særindi í efri parti nefsins, mikill sviði.  Ljóst blóð.

Lycopadium clavatum

Miklar blóðnasir, þarf oft að snýta blóði úr nösum, útskilnaður eins og blóðkögglar.

Magnesium carbonicum

Blæðir úr hægri nös á morgnana, nef bólgið á kvöldin, verst á nóttunni milli 3 og 5, mikill hnerri fylgir og kláði í hægri nös.

Mercuris solubilis

Blóðnasir koma eftir þrýsting á höfuðið, eftir hósta og í svefni.  Blóð storknar í nefinu og hangir niður eins og grýlukerti, oft fylgja bólgnir eitlar og sár munnur.

Moschus

Blóðnasir, andlit fölt og yfirliðstilfinning.  Önnur kinnin heit, en ekki rauð, hin rauð og ekki heit.

Natrium muriaticum

Blóðnasir sem að koma ef viðkomandi beygir sig fram og þegar hóstar á nóttunni.  Þarf oft að snýta blóðköggla úr nefi.

Natrium sulphuricum

Blóðnasir ef að tíðarblæðingar stoppa og byrja aftur, sérstaklega snemma á morgnana, Blóðnasir fyrir tíðarblæðingar, skærrautt blóð, þegar sitja og á nóttunni.

Nitricum axidum

Miklar blóðnasir, gómar bólgnir og blæða auðveldlega, dökku blóði.  Verra í vatni og við að þvo sér, verra að nóttu og á morgnana, tilfinning um flís í nefinu, ef komið er við.  Súr vatnskenndur útskilnaður frá nefi.

Nux moschata

Blóðnasir með svörtu blóði, Mjög viðkvæmur fyrir lykt.

Phosphorus

Blóðnasir sem að koma ef verið er að rembast, snemma morguns, oft háar stúlkur á kynþroskaskeiði.  Milkar blæðingar frá nefinu, fylgir oft mikill sviti og blóðlitaður útskilnaður frá nefi.

Pulsatilla pratensis

Blóðnasir sem koma eftir niðurbældar tíðarblæðingar.  Blóðið stundum þunnt og stundum í kögglum, mismikið, verra við að fara inní heitt herbergi.  Blóðnasir með þurru nefkvefi hjá blóðlitlum konum sem hafa óreglulegar tíðarblæðingar.

Rhus toxicodendron

Blóðnasir sem að koma oft, en oftast bara, ef verið er að beygja sig fram, við rembing, á nóttunni eða á morgnana.  Blóðið storknar fljótt og er ljóst á lit.

Sepia officinalis

Blóðnasir á meðgöngu eða í fæðingu.  Einnig ef að tíðarblæðingar hafa ekki komið í einhvern tíma, sérstaklega eftir áverka á nefið, eða endurtekna snertingu við nefið.  Skærrautt blóð sem að bæði kemur og fer skyndilega, á morgnana og yfir daginn.

Silicea terra

Miklar blóðnasir, dropar úr nefinu ef að viðkomandi beygir sig fram, ef kroppar í nefið, við kvöldverðarborðið, mjög miklar dökkrauðar blæðingar frá hægri nös, losar um höfuðverk.

Stramonium

Svartar blæðingar frá nefinu.  Fylgir heitur sviti og almennt betri líðan.  Mjög dökkir blóðkögglar.

Sulphur

Blóðnasir sem að byrja um kl. 15. með svima og sárindum ef að nef er snert.  Blóðnasir sem að byrja rétt fyrir og rétt eftir tíðarblæðingar.  Blóðkögglar koma alltaf ef að viðkomandi snýtir sér.  Mjög gjarn á að fá blóðnasir.

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Ungbarnamagakrampar

Next post

Gigt, hvað er hægt að gera?

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *