MataræðiÝmis ráð

Borðum hægt og minnkum mittismálið

Rannsókn sem var gerð við University of Rhode Island, sýndi fram á gamlan sannleika um hollustu þess að borða rólega og tyggja matinn sinn vel. Það getur jafnvel leitt til þyngdartaps, þar sem að þeir sem að borða hægt finna frekar fyrir magafylli og borða því minna magn, en þeir sem að flýta sér við að borða.

Kenningar um þetta voru settar fram árið 1972, en þetta er fyrsta vísindalega rannsóknin sem að gerð hefur verið til að sanna réttmæti þeirra kenninga, þó svo að almenn vitneskja, um þessar kenningar, hafi verið til staðar allan þennan tíma.

Þrjátíu konum var skipt upp í tvo hópa. Annar hópurinn var beðinn um að borða hratt, án þess að taka sér pásu, pasta með tómötum og grænmetissósu, með Parmesan osti yfir. Meðaltal hitaeiningafjölda á 9 mínútum var 646 á þennan hóp.

Hinn hópurinn fékk sama mat, en var beðinn um að leggja frá sér gaffalinn og tyggja vel, áður en að þeir settu uppí sig annan bita. Meðaltal hitaeiningafjölda hjá þessum hópi var 579 á 29 mínútum. Seinni hópurinn sagðist einnig, enn vera saddur klukkutíma eftir máltíðina.

Þessar niðurstöður benda óyggjandi á að tilfinning um magafylli og það að viðkomandi sé orðin södd, þurfi tíma til að koma fram. Einnig að konurnar sem að borðuðu hægt, innibyrgðu færri hitaeiningar og fundu sterkar fyrir því að þær væru orðnar saddar og að þær væru enn saddar klukkustund síðar. Hér sjást vel kostir þess að borða hægt.

Það að borða hægt, sérstaklega við þrjár stærstu máltíðir dagsins, getur orðið til þess að fólk innibyrgði uppundir 210 færri hitaeiningar á dag. Hér er auðveld og góð leið til að sem minnst af steikunum sitji eftir á mjöðmum okkar og maga eftir hátíðarnar.
Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir, greinin birtist fyrst 14. desember 2006

Previous post

Sykur og gosdrykkir

Next post

Hunang til lækninga

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *