MataræðiÝmis ráð

Dísætt morgunkorn

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir, birtist fyrst á vef Heilsubankans 10. nóvember 2008

Neytendasamtökin greindu frá sláandi niðurstöðum rannsókna um sykurinnihald morgunkorns sem ætlað er börnum.

Niðurstöðurnar sýndu fram á að flestar gerðir morgunkorns ætlað börnum innihélt alltof mikinn sykur og í mörgum gerðum var hlutfallslega meira af sykri en er í kexi og kökum.

Með tilliti til heilsufarssjónarmiða er þumalfingursreglan yfirleitt sú að 100 gr. af morgunkorni eigi ekki að innihalda meira en 10 gr. af sykri.

Niðurstöður könnunarinnar sýndu að meðalhlutfall sykurs í sýnunum sem tekin voru úr 13 gerðum morgunkorns ætluðum börnum, var 34,7 gr af sykri í hverjum 100 gr. af morgunkorni. Flestar gerðirnar voru því að þriðja hluta til sykur. Það mætti því flokka þessi morgunkorn frekar sem sælgæti en matvæli.

Í auglýsingum í Svíþjóð stóð um nýja sykurminni gerð af Frosties frá Kellogg´s: “Nú með 33% minna af sykri”. Rannsóknin sýndi að sykurinnihald vörunnar var eftir sem áður 25,2%

Í ljósi þessarar rannsóknar könnuðu Neytendasamtökin innihald sykurs og fitu í nokkrum algengum morgunkornstegundum hér á landi og birti ég töflu þeirra hér fyrir neðan. Niðurstöðurnar eru unnar eftir upplýsingum á umbúðum í verslunum.

Mogunkorn á Íslandi

Vörutegund / Sykur í 100 gr. / Fita í 100 gr. / Framleiðandi

All-Bran /17,0 / 3,5 / Kellogg´s, UK

Cheerios / 4,5 /  6,6 / GM. BNA

Coco Pops / 34,0 /  3,0 / Kellogg´s UK

Cocoa Puffs / 40,5 / 4,6 / GM. BNA

Corn Flakes / 8,0 / 0,9 / Kellogg´s UK

Guldkorn / 35,0/  1,6 / H.M. Foods, UK

Honey Nut Cheerios / 33,9 / 4,9 / GM. BNA

Lucky Charms /40,7 / 4,0 /  GM. BNA

Rice Krispies / 10,0 / 1,0 / Kellogg´s UK

Solgryn / 1,0 / 7,0 / OTA, Danmörk

Special K / 17,0 1,5 / Kellogg´s UK

Weetabix / 4,4 2,0Weetabix, UK

Weetaflakes 12,5 1,3 Weetabix, UK

Weetos 23,5 / 4,9 / Weetabix, UK

 

 

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Móðir náttúra

Next post

Í staðin fyrir sunnudagssteikina

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *