Greinar um hreyfinguHreyfing

Endorfín – vímuefni líkamans

Endorfín er taugaboðefni sem framleitt er í heiladingli og verður til við stífa líkamsþjálfun, þegar við komumst í uppnám og við fullnægingu. Þegar efnið losnar frá heiladinglinum fer það út í blóðrásina og berst til mænunnar og heilans. Það hefur sársaukaslævandi áhrif og veldur vellíðan. Endorfín virkar eins og náttúrulegar “verkjatöflur” og nafngift efnisins vísar til svipaðra áhrifa þess og morfíns.

Stundum er talað um að íþróttafólk komist í vímu, “runners high” vegna endorfíns. Það gerist eftir að strembin líkamsþjálfun hefur verið stunduð í að minnsta kosti hálftíma og þjálfunin er það stíf að hún veldur erfiðleikum við öndun, fólk verður andstutt.

Nokkrar þeirra íþrótta sem algengt er að valdi slíkri endorfín “vímu” eru hlaup, sund, gönguskíði, róður, hjólreiðar, lyftingar, þolfimi og boltaíþróttir ásamt fleirum.

Líkur eru á að skortur á endorfíni í sumum einstaklingum valdi arfgengum tilhneigingum til misnotkunar áfengis og vímuefna. Í slíkum tilfellum upplifa einstaklingarnir meiri sælutilfinningu en aðrir við geðtengda lyfjanotkun.

Það er margt sem er óljóst við endorfín, t.d. hefur vísindamönnum ekki tekist að framkalla endorfínframleiðslu á tilraunastofu, sem gerir rannsóknirnar erfiðari. Einhverjir aðhyllast að hin svokallaða endorfín víma orsakist ekki af endorfíni heldur öðrum efnaskiptum sem verða undir álagi. Hins vegar eru fjölmargar rannsóknir sem styðja áhrif endorfínsins á líkamann og tengsl þess við líkamsþjálfun.

Heimildir af Vísindavefnum og Wikipedia

Previous post

Hjólreiðar

Next post

Gönguskíði

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *