MataræðiÝmis ráð

Er fiskur hollur eða ekki?

Mikið er til af misvísandi upplýsingum um fisk.  Við erum uppalin við þær upplýsingar að fiskur sé hollur og góður fyrir okkur, sérstaklega fyrir hjartað og heilann, nú er okkur aftur á móti sagt að fiskur innihaldi hættulega mikið magn af kvikasilfri og öðrum eiturefnum og sé því alls ekki svo hollur.  Hverju eigum við að trúa?  Skoðum báðar hliðar.

Það sem að mælir með fiskneyslu

Nýleg rannsókn gerð af Harvard gefur í skyn að ávinningurinn af því að borða fisk sé mun meiri, en hættan af því að borða hann.  Í sömu rannsókn kemur fram að, það að borða fisk tvisvar í viku, stóreykur almennt góða heilsu og dregur úr áhættu af dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma um þriðjung.

Einnig hafa nýlegar niðurstöður sýnt fram á, að börn mæðra sem að borðuðu fisk á meðgöngunni, greindust með hærri greindarvísitölu og væru oft hæfari í félagslegum samskiptum.  Í könnun sem að var gerð, fyrr á þessu ári, á 9.000 mæðrum, kom fram að þær sem að ekki höfðu fengið nægjanlegt magn af Omega-3 fitusýrum á meðgöngunni, áttu frekar börn með skerta samhæfingarhæfni handa og augna.  Börn þeirra mæðra sem að fengu lítið af fitusýrum, voru með 6 stiga lægri greindarvísitölu en meðaltal þeirra sem áttu mæður sem að borðuðu mikið af þeim. 

Þessar sömu kannanir sýndu einnig fram á, að ef borðaður er feitur fiskur á meðgöngu, geti það komið í veg fyrir fyrirburafæðingu.  Vísindamenn í Danmörku rannsökuðu meira en 8.000 þungaðar konur,  þær voru spurðar hve oft þær borðuðu fisk á meðgöngunni.  Niðurstöðurnar voru þær að aðeins 1.9% þeirra kvenna sem að borðuðu fisk, allavega einu sinni í viku, áttu börn sín fyrir tímann, á meðan að 7.1% þeirra sem að aldrei borðuðu fisk eignuðust fyrirbura.

Mælt er með að við borðum fisk að minnsta kosti tvisvar í viku, bæði feitan fisk og einnig skelfisk.  Skelfiskur inniheldur mikið magn af próteinum, mikið af vítamínum og steinefnum t.d. seleni og járni.  Því hefur verið haldið fram, að ef fiskur er borðaður á meðgöngu og á meðan brjóstagjöf stendur, hjálpi það taugakerfi barnsins að þroskast.

Rannsóknir gerðar á Ítalíu, tengdu fiskneyslu við mikla fækkun hjartasjúkdóma.  Rannsóknarsetrið Consortia Mario Negriod Sod í Santa Maria Embargo, fann út, í úrtaki af 11.000 einstaklingum sem að lifðu af hjartaáfall, að 1 gramm af Omega-3 í daglegri neyslu túnfisks eða silungs, dró úr líkunum á öðru áfalli, um 42%.

Fiskneysla getur haft gríðarlega jákvæð áhrif á heilsuna, meðal annars getur hún haft jákvæð áhrif á þunglyndi, gigt, sykursýki, ADHD og bólótta húð.

Það sem að mælir á móti fiskneyslu

Þrátt fyrir gagnsemina af fiskneyslu sem að talað er um hér að ofan, eru líka til staðreyndir um að fiskneysla sé slæm fyrir heilsuna.

Yvonne Bishop-Weston, næringarfræðingur hjá Foods For Life, segist mæla með fæði sem er ríkt af Omega-3 fitusýrum, en telur að núorðið sé fiskurinn í sjónum orðinn uppfullur af miklum eiturefnum.  Ef að mikið sé borðað af svo menguðum fiski, gæti það hugsanlega skaðað heilsu okkar meira en gert henni gott.

Mengun sjávar er orðið alheimsvandamál.  Sumar fisktegundir eru nú bannaðar í EU vegna eiturefnahlutfalls sem að mælst hefur í þeim tegundum.  Einnig eru ár í mörgum löndum orðnar svo mengaðar, að fundist hafa dæmi um að fiskar skipti um kyn, úrkynjunin er slík vegna mengunarinnar.  Nýleg könnun sem gerð var, komst að því að þriðjungur karlfiska í þessum ám voru farnir að mynda kvenæxlunarlíffæri og voru jafnvel farnir að framleiða egg. 

Eldisfiskur er einnig mengaður.  Eldiskerin eru menguð með efnum til að drepa niður fiskilýs,  fiskurinn er sprautaður með sýklalyfjum og litarefnum svo að hann líti betur út í fiskborðinu. 

Hvernig er hægt að mæla með fiskneyslu þegar að ástandið er slíkt.  Hægt er að fá prótein og Omega-3 fitusýrur úr mörgum öðrum matvælum en fiski.  Hörfræolía er gríðarlega auðug af Omega-3 fitusýrum og próteinin fáum við t.d. úr baunum og tófú.

Fiskur eða ekki fiskur?

Á Íslandi erum við ennþá svo heppin að mengunin er ekki jafnmikil og víða annars staðar í heiminum.  Eins erum við heppin að auðvelt er nálgast nýjan og ferskan fisk.  Grillaður lax og silungur er algjört lostæti. Silungurinn er staðbundinn og ætti hann því að vera nokkuð hreinn. Laxinn fer hins vegar víða og er hann feitur sem eykur hættuna á að hann sé mengaður af þungmálmum. Einnig þarf að hafa í huga að sjaldgæft er orðið að fá ferskan lax og silung í fiskborðum, þar er oftast um eldisfisk að ræða.

Verum dugleg að spyrja um uppruna matvæla og fylgjast með fréttum og rannsóknum, þannig getum við tekið upplýsta ákvörðun og valið fyrir okkur sjálf.

Previous post

Enga fitufælni takk!

Next post

Hvar á að byrja?

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *