Heilsa

Geta geislar sólarinnar hjálpað gegn astma?

Sólskin getur dregið úr astma, samkvæmt áströlskum rannsóknum. Hópur rannsakenda könnuðu áhrif útfjólublárra geisla á einkenni bólgu í lungum og öndunarvegi.

Rannsóknirnar voru gerðar á músum, sem voru fyrst smitaðar með ofnæmisvökum sem að valda astmaeinkennum. Kom í ljós að astmaeinkennin minnkuðu áberandi mikið ef þær voru í útfjólubláum geislum í 15-30 mínútur.

Geislarnir hvöttu líkama músanna til framleiðslu á frumum sem að hægt var að flytja í aðrar mýs, áður en að þær mýs voru smitaðar af ofnæmisvökunum, sem að síðan komu í veg fyrir að þær mýs sýndu astmaeinkenni.

Rannsakendurnir komust að þeirri niðurstöðu að sólskin á kroppinn og geislar sólarinnar, hafi jákvæð áhrif á ónæmiskerfið og ætla sér að rannsaka þessar niðurstöður enn frekar og eru bjartsýnir og vongóðir.

Stærsti eiginleiki sólargeislanna er sá að þeir hvetja líkamann til að framleiða D-vítamín. Við eigum nú ekki alltaf kost á því að vera í sólinni á hverjum degi, ekki á Íslandi. Því þurfum við að passa verulega uppá að fá D-vítamín úr fæðunni, að taka Þorskalýsi (omega3 fitusýrur), sem er mjög ríkt af D-vítamíni og nota hvert tækifæri til að leyfa sólinni að skína á bert hörund í einhvern tíma. Auðvitað er best að fara út í göngu eða leik í sólskininu, en að standa við opinn glugga og leyfa sólinni að skína á andlit og helst í augun líka, gerir mikið gagn.

Njótum hvers geisla sem að tækifærin gefa.

Previous post

Gersveppaóþol og/eða breytingaskeið

Next post

Getur maturinn sem að við borðum, hjálpað okkur að halda góðri sjón?

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *