FæðuóþolMataræðiUppskriftir

Glútenlaust kókoshveiti

Kókoshveiti er unnið úr fersku kókoshnetukjöti, sem hefur verið þurrkað og malað í hveiti, það lítur út á mjög svipaðan hátt og venjulegt hveiti. Kókoshveiti inniheldur 14% af kókosolíu og 58% trefjar, en hin 28% samanstanda af vatni, próteinum og kolvetnum.

Kókoshveiti er tilvalið til notkunar í allan bakstur. Það er glútenlaust og því góður kostur fyrir þá sem að hafa glútenóþol og viðkvæmni gegn hveiti og öðru mjöli. Mjög fáir hafa óþol gegn kókoshnetum og því ættu flestir að geta notað kókoshveitið.

Fæða getur innihaldið tvenns lags kolvetni, meltanleg og ómeltanleg. Meltanleg kolvetni samanstanda af sterkju og sykri og innihalda því hitaeiningar. Ómeltanleg kolvetni eru trefjar sem að innihalda engar hitaeiningar. Kókoshnetukjöt samanstendur að langmestum hluta af þessum ómeltanlegu kolvetnum, ásamt vatni og góðri kókosolíu.

Hægt er að skipta út öllu mjöli í öllum bakstri fyrir kókoshveiti. Aftur á móti, er ekki hægt að skipta út að jöfnu hlutfalli, nema að bæta eggjum út í uppskriftina á móti. Miða skal við að setja 1 egg í stað hverra 30 gramma sem notuð eru af kókoshveiti, þar sem kókoshveitið er glútenlaust og eggin koma í stað þess.

Kókoshveitið má nota í brauð, kökur og eftirrétti, nota sem þykkingarefni í sósur og grauta og allt það sem mjöl er notað í.

Hér fylgir uppskrift af súkkulaðiköku.

Kókoshveitisúkkulaðikaka

½ bolli af ferskri kókosolíu
¼ bolli af kakódufti (t.d. Dagoba)
¼ bolli af kókosmjólk
9 egg
1 ½ bolli Steviva sætuefni
¾ teskeið Himalayasalt
1 teskeið vanilluduft
¾ bolli síað kókoshveiti
¾ teskeið sódaduft

Bræðið kókosolíuna á lágum hita (eða látið standa í skál í potti fylltum með heitu vatni). Bætið kakóduftinu og kókosmjólkinni í og hrærið vel. Takið af hitanum og geymið.

Blandið saman eggjum, sætuefni, saltinu og vanilluduftinu. Og hrærið svo kakóblöndunni í.

Blandið kókoshveitinu og sódaduftinu saman og þeytið útí fyrri blönduna, þar til orðið alveg laust við kekki.

Smyrjið bökunarform með kókosolíu, hellið öllu í og bakið við 175° hita í 35 mínútur, eða þar til að gaffall kemur hreinn út, eftir að hafa verið stungið í kökuna miðja.

Kælið kökuna aðeins og berið fram með ferskum berjum og rjóma eða ís. Eins má setja á hana það krem sem hverjum og einum þóknast.

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir

Previous post

Mjólkuróþol

Next post

Glútenóþol

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *