ÁleggBrauðUppskriftir

Grænmetisvefjur

Þetta er góð leið til að koma fullt af grænmeti í nestiboxið hjá börnunum

Þið veljið 1 af eftirfarandi:

Síðan veljið þið 3-4 atriði af eftirfarandi til að fylla með:

  • spínat eða annað kál
  • rifnar gulrætur
  • niðurskorni paprikur
  • alfalfa spírur eða aðrar spírur
  • agúrkusneiðar
  • tómatbátar
  • radísubitar
  • brokkolíblóm
  • fínt saxaður rauðlaukur
  • avókasósneiðar

Setjið eins mikið af grænmeti og ykkar langar í taco eða tortillu eða salat og rúllið upp, setjið annað hvort ólífuolíu eða sósu á og setjið í nestisboxið

Sollu sósa á vefjur:

  • 1 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2klst
  • ½ dl vatn
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1 tsk agavesýróp*
  • 2 msk lífræn tómatsósa*
  • 1 tsk lífrænt sinnep*
  • 1 tsk tamarisósa*

Allt sett í blandara og blandað vel saman, geymist í viku í ísskáp. Það er hægt að nota abmjólk eða hreina jógúrt í þessa sósu og þá sleppið þið kasjúhnetum, vatni, sítrónusafa og agave.

*Fæst lífrænt frá himneskri hollustu

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Grænt pestó

Next post

Sykurlaus bláberjasulta

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *