MataræðiÝmis ráð

Hnetur og meiri hnetur

Hnetur og möndlur eru mjög hollar og mikilvægar í mataræði okkar allra, þó fyrir utan þá sem að eiga við hnetuofnæmi að stríða. Reyna ætti að gera það að vana að borða handfylli af hnetum á hverjum degi. Mjög mikið er af góðum fitusýrum í hnetunum, sem að eru svo mikilvægar líkama okkar, fyrir utan það hvað þær eru bragðgóðar og henta vel í marga rétti.

Notið hneturnar, annars vegar heilar og hins vegar malaðar. Til að mala hneturnar er gott að nota kvörn, eins og notuð er við að mala kaffibaunir.

Stráið heilum eða möluðum hnetum yfir bæði heita og kalda morgungrauta.

Setjið hnetu- eða möndluflögur út á hreint jógúrt.

Dreifið hnetum í salatið, heilum, möluðum, hráum eða þurrsteiktum.

Í stað brauðteninga má nota hnetur í salöt og súpur.

Pasta með hnetubitum er engu líkt.

Möndluspænir gerir gæfumuninn fyrir marga rétti, allt frá kjúklingaréttum til deserta.

Setjið hnetur og möndlur í brauðdeigið, skonsudeigið og allt það sem að þið eruð að baka.

Gufusoðið grænmeti bragðast vel með hnetu- og möndlubitum.

Allir ofnréttir s.s. grænmetisréttir, lasagna, kjúklinga- og fiskiréttir, bragðast mjög vel með hnetum og möndlum.

Til að þurrsteikja hneturnar skal annars vegar hita vel þurra pönnu og leyfa svo hnetunum að dansa á pönnunni þar til að þær byrja aðeins að gyllast, taka þær þá stax af, til að þær ofhitni ekki og góðu fitusýrurnar skemmist. Eins er hægt að hita bakarofninn vel og setja svo hneturnar inn í 5-10 mínútur, eða þar til þær fara að gyllast.

Previous post

Grænmeti

Next post

Hvað er transfita og afhverju er hún slæm fyrir okkur?

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *