HráfæðiUppskriftir

Hveitigras

Gerir 1 stórann bakka af hveitigrasi og um 250 ml af hveitigras safa

  • 1 ¼ bolli lífrænt heilt hveitikorn eða byggkorn

Setjið hveitikornið í bleyti yfir nótt.

Þar næst setjið þið kornið í krukku og lokið gatinu á krukkunni með tjullefni og teygju.

Snúið krukkunni á haus svo allt vatnið leki af korninu.

Skolið tvisvar á dag.

Þegar spírurnar sem koma út úr hveitikorninu eru orðnar jafnlangar og kornið sjálft eru þær tilbúnar til notkunar (tekur um 2 sólarhringa).

Setjið mold í gróðurbakka, fyllið 2/3 hluta bakkans.

Vökvið moldina og stráið spíruðu korninu frekar þétt yfir moldina.

Setjið annan bakka oná eða svartan plastpoka sem búið er að klippa loftgöt á (við það að setja svartan plastpoka yfir spírurnar erum við að plata þær, þær halda að þetta sé mold og byrja strax að skjóta rótum og vaxa).

Best er að geyma bakkana í myrkri.

Eftir um 3 daga fjarlægjum við pokann og setjum bakkann á bjartan og sólríkan stað eða undir gróðurljós.

Það þarf að passa að vökva grasið daglega.

Þegar grasið er orðið um 12-15 cm hátt er það tilbúið til notkunar.

Passið alltaf að drekka nýressað gras, næringin byrjar strax að dvína eftir 20 mín.

Þið getið keypt hveitigrasapressur í Pipar og salt eða hjá Hafberg í Lambhaga.

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Kornsafi

Next post

Fylltir tómatar

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *