Á heimilinuHeimiliðHreinsiefni / Þriftips

Ilmefni á heimilum

Reykelsi geta verið hættuleg, þau leysa út krabbameinsvaldandi efni út í andrúmsloftið þar sem að þau fá að brenna. Þessi efni eru polycyclic aromatic hydrocarbons (PAH).

Mikið er um að notuð séu reykelsi við hugleiðslu og trúarlegar athafnir og eins hafa þau verið vinsæl inn á heimilum og víðar sem ilmgjafi.

Mismikill ilmur og reykur koma frá hinum margvíslegu gerðum af reykelsum sem til eru á markaðnum og gæði þeirra eru af öllum gerðum. Ef gæðin eru slæm og þau reykja miklum dökkum reyk, þá getur mengunin frá þeim inn á heimilið verið verri en mengun frá mikilli umferðargötu.

Mælingar voru gerðar inn í hofi í Taiwan og var magn krabbameinsvaldandi efna (PAH) mjög mikið þar inni eða um 19 sinnum hærra inni í hofinu en fyrir utan það. Einnig mældist þarna inni hærra magn af skaðlegum efnum en á nálægum fjölförnum gatnamótum.

Þar sem að þessar mælingar voru gerðar í illa loftræstu hofi, þar sem að reykelsi eru brennd mjög reglulega, er ólíklegt að sama mengun verði inn á heimilum þar sem að reykelsi eru brennd mun óreglulegar.

En til að vera viss um að fylla ekki loftið í hýbýlum af þessum skaðlegu efnum skal varast að brenna upp reykelsi og ilmkerti á heimilunum. Einnig þarf að varast hin ýmsu lyktarbætandi efni sem eru í boði til að bæta lykt innandyra. Öll leysa þau út í andrúmsloftið efni sem að fara illa í öndunarveginn og geta verið skaðleg heilsunni.

Mikilvægt er að opna vel glugga og lofta vel út og sérstaklega á veturna þegar að við eyðum um það bil 80% af okkar tíma innandyra.

 

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir

Previous post

Vatn og sápa

Next post

Umhverfisvænar vörur

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *