JólKökur og eftirréttirUppskriftir

Jólakakan hennar Sollu

Ég fann þessa uppskrift hjá henni Sollu inni á vef Himneskrar hollustu – fullt af góðum uppskriftum, kíkið þar við

  • 200 g döðlur*, lagðar í bleyti í 15 mín til að mýkja þær
  • 2 dl agave*
  • 1 dl kókosolía*, látið renna smá heitt vatn á krukkuna til að mýkja hana
  • 3-4 egg 
  • 150 g spelt* (t.d. fínt & gróft til helminga)
  • 75 g kókosmjöl*
  • 2-3 msk kakóduft*
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft*
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk allrahanda
  • ½ tsk malaðar kardimommur
  • ½ tsk vanilluduft*
  • ½ tsk himalaya eða sjávarsalt
  • 1 dl rúsínur*
  • 100 g döðlur, smátt saxaðar*
  • 50 g möndlur, gróft saxaðar*
  • 50 g heslihnetur, gróft saxaðar*
  • 50 g sesamfræ*
  • 50 g sólblómafræ*
  • 1 msk rifið appelsínuhýði
  • 1 msk rifið mandarínuhýði

þetta er alveg ótrúlega fljótleg & auðveld kaka – ekki láta langan hráefnalista hræða ykkur

setjið 200g döðlur + agave + kókosolíu í matvinnsluvél & maukið, ef þið notið egg bætið þá einu & einu útí 
blandið restinni af uppskriftinni saman í skál & blandið svo agaveblöndunni varlega saman við með sleif
setið í smurt form & bakið við 180 C í um 1 klst (kannski smá meira allt eftir því hve hátt í formið kakan fer)

*Fæst lífrænt frá Himneskri hollustu

Previous post

Heit epli með kanil og salthnetum

Next post

Gómsæt súpa um jól úr sætum kartöflum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *