JólKökur og eftirréttirMataræðiUppskriftir

Jólakonfekt

Það er engin ástæða að sleppa konfektinu þó við séum með breyttar áherslur í mataræði. Hægt er að búa til ljúffengt konfekt án viðbætts sykurs.

Einfalt er að útbúa gómsætt konfekt úr þurrkuðum ávöxtum og hnetum. Nota má til viðbótar kókosmjöl, hreint kakóduft eða karób, bragðefni eins og appelsínu- eða sítrónusafa, einnig gott að rífa svolítinn börk útí og svo má hjúpa molana með karobi eða 70% súkkulaði.

Að lokum er hægt að velta molunum upp úr kókosmjöli, söxuðum hnetum eða möndlum eða jafnvel kakódufti.

Möguleg hráefni:

  • Döðlur, Fíkjur, Aprikósur, Sveskjur, Rúsínur
  • Cashewhnetur, Heslihnetur, Valhnetur, Möndlur
  • Kókosmjöl, Kókosolía, Appelsína, Sítróna, Agave sýróp
  • Karóbduft, Karóbsúkkulaði, 70% súkkulaði
  • Vanilluduft, Kardimommuduft, Kanill, Engifer

Nú er bara að velja saman hráefni og prófa sig áfram.

Blandið hráefnunum saman í matvinnsluvél og mótið litla bita, kúlur eða lengjur og dýfið í brætt Karób eða súkkulaði og veltið svo upp úr hnetum, kókos eða kakódufti til dæmis.

Fann þessa flottu uppskrift af jólakonfekti á frábæru síðunni hennar Sigrúnar – CafeSigrun – Uppskriftin er glútein- og mjólkurlaus. 

Innihald

  • 100 gr. cashewhnetur, malaðar
  • 100 gr. cashewhnetur, malaðar
  • 15 gr. möndlur, malaðar
  • 50 gr. kókosmjöl
  • 250 gr. gráfíkjur, snúið litla stubbinn á endanum af, saxið fíkjurnar gróft
  • 80 gr. döðlur, saxaðar gróft
  • 50 gr. puffed rice (sprengd hrísgrjón) eða hrískökur
  • 3 – 5 msk. hreinn appelsínusafi
  • 4 msk. agavesíróp
  • 3 msk. kakó
  • 2 msk. kakónibbur (cacao nibs), má sleppa
  • 100 gr. dökkt súkkulaði, lífrænt framleitt með hrásykri (eða carob)

Aðferð

  1. Setjið möndlur, puffed rice eða hrískökur, cashewhnetur, möndlur og kókos í matvinnsluvél. Malið í um 15 sekúndur eða þangað til hneturnar eru fínt saxaðar (en ekki maukaðar).
  2. Bætið kakói útí og malið aðeins áfram. Setjið í stóra skál.
  3. Saxið döðlur og gráfíkjur gróft. Setjið í matvinnsluvélina ásamt rúsínum og appelsínusafa. Blandið í 1 mínútu eða þangað til nokkuð vel maukað.
  4. Bætið agavesírópi útí og meiri appelsínusafa ef illa gengur að mauka ávextina.
  5. Maukið döðlur, gráfíkjur og rúsínur með smá appelsínusafa þangað til allt er orðið að mauki. Setjið í stóru skálina.
  6. Bætið kakónibbunum útí stóru skálina og hrærið öllu vel saman. Gott er að nota hrærivél og deigkrók. Ef þið eigið ekki svoleiðis er gott að nota plasthanska og hnoða deiginu vel saman. Áferðin á deigingu á að vera nokkuð þétt, alls ekki blaut. Ef þið klípið blönduna á milli vísifingurs og þumalfingurs ætti deigið að haldast saman.
  7. Gott er að láta deigið bíða aðeins í kæli, betra er að móta konfektið þannig.
  8. Mótið litlar kúlur (um 14 gr. eða eins og stór vínber).
  9. Gott er að slétta botninn á hverri kúlu, hún stendur betur á diskinum þannig.
  10. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði: Hitið vatn í potti (bara botnfylli) á vægum hita. Setjið skál ofaní sem situr á brúnum pottsins og brjótið súkkulaðið ofaní. Fylgist með því og hrærið öðru hvoru þangað til nánast bráðnað, takið þá af hitanum. Gætið þess að súkkulaðið ofhitni ekki og að ekki fari vatnsdropi ofaní súkkulaðiskálina.
  11. Notið kokteilpinna eða tannstöngla til að stinga í flata svæðið á konfektinu. Dýfið toppi konfektsins ofaní súkkulaðið. Veltið upp úr kókosmjöli, söxuðum möndlum, kakói, kakónibbum eða einhverju öðru ef þið viljið.
  12. Setjið konfektið í ísskáp í svolitla stund til að súkkulaðið storkni.
  13. Hægt er að frysta molana en þeir geymast í margar vikur í lokuðu íláti í ísskáp.

Gott að hafa í huga

  • Gott er að setja rifinn börk af einni appelsínu i hluta deigsins og það passar sérlega vel með dökku appelsínusúkkulaði (frá Green & Blask´s eða Rapunzel).
  • Til tilbreytingar er gott að setja 1/2 tsk. engifer og 1/2 tsk. kanil í deigið.
  • Hægt er að velta konfektinu upp úr kókosmjöli, sesamfræjum, möluðum möndlum, carobdufti, kakói, kakónibbum, hökkuðum möndlum, heslihnetum, o.s.frv.
  • nota má þurrkaðar aprikósur (þessar brúnu, lífrænt ræktuðu) á móti döðlunum.
  • Nota má carob í stað súkkulaðis og kakós. Carob hentar þeim sem eru viðkvæmir fyrir örvandi efnum kakósins og hentar því börnum vel. Carob fæst í heilsubúðum og heilsuhillum matvöruverslana. það fæst bæði sem duft (eins og kakó) og í plötum (eins og súkkulaði).
  • Athugið að dökkt súkkulaði inniheldur yfirleitt mjólk, lesið ávallt innihaldslýsingu ef þið eruð með óþol/ofnæmi. hægt er að nota mjólkurlaust súkkulaði í staðinn.
  • Saxa má súkkulaðið og nota inn í konfektið í staðinn fyir að bræða það.
  • Nota má hreint hlynsíróp í stað agavesíróps.
  • Puffed rice fæst stundum í heilsubúðum en einnig má nota puffed spelt eða hrískökur í staðinn. Athugið að spelti inniheldur glútein.
  • Ef þurrkuðu ávextirnir eru mjög þurrir er gott að saxa ávextina og láta þá liggja í appelsínusafa í um 30 mínútur.
Previous post

Hnetudásemd Sollu

Next post

Möndlu- og kókoskonfekt

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *