MataræðiÝmis ráð

Minni matur – lengra líf

Vísindamenn í Harvard háskóla hafa komist að því að ef tilraunadýr fá 30 – 40 % færri kaloríur þá geti líf þeirra lengst um 50 – 60 %.

Þegar þeir skoðuðu hverju þetta sætti komust þeir að því að þegar að líkaminn fékk ekki næga fæðu virkjaði það gen sem kallast Sirtuins. Þetta er nokkurs konar streitu viðbragð sem kemur af stað ferli í líkamanum sem miðar að því að gera við frumur og fjölga þeim.

Einnig komust þeir að því að annað gen virkjaðist einnig við minnkun á losun insulíns, sem kallast DAF-2 og við það myndaðist aukið mótvægi gegn alvarlegum sjúkdómum eins og krabbameini og hjartasjúkdómum.

Ekki hefur enn verið sannað að þetta samband eigi við um fólk en líkur eru á að þetta sé eins hjá mannfólkinu.

Í framhaldi af þessum uppgötvunum hafa vísindamennirnir fundið út að það er til efni sem kemur þessu viðbragði af stað, þ.e. að virkja genið Sirtuins, án þess að það komi til minnkun á fæðuinntöku. Þetta efni kallast Resveratrol og er meðal annars að finna í rauðvíni.

En það er ekki ástæða til að leggjast í ómælda rauðvínsdrykkju þar sem þetta efni finnst í húð vínberja og steinum þeirra. Hægt er að taka inn GSE (Grape Seed Extract) sem unnið er úr vínberjasteinum. Einnig er Resveratrol að finna í hindberjum og jarðhnetum.

 

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Chilli gegn alvarlegum sjúkdómum eins og krabbameini

Next post

Ég fitna sama hvað ég borða !

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *