UmhverfiðUmhverfisvernd

Minnkandi notkun á pappír

Að minnka notkun pappírs er mikilvægt atriði þegar kemur að umhverfisvernd. Sífellt fleiri fyrirtæki bjóða nú pappírslaus viðskipti og var frétt á dögunum um að flugfarseðlar á pappír, heyrðu nú brátt sögunni til.

Alþjóðasamtök flugfélaga hafa unnið markvisst að þessu undanfarin ár og stefnt er að því að þann 1. júní á næsta ári, noti öll flugfélög innan samtakanna, eingöngu rafræna seðla.

Meðal þess sem við almenningur getum gert til að leggja okkar lóð á vogaskálarnar er til dæmis að afþakka heimsendingu greiðsluseðla og endurnýta pappír sem fellur til á heimilinu.

Börnin geta til dæmis fullnýtt stílabækur. Algengt er að börnin klári ekki stílabækurnar sínar á einum skólavetri og er um að gera að nýta þær áfram á næsta vetri. Ég hef orðið vör við að kennarar hvetja til þessa, í auknu mæli.

Það er um að gera að geyma prentpappír, sem eingöngu hefur verið nýttur öðru megin og annað hvort nota hann sem teiknipappír fyrir börnin eða rífa arkirnar niður og nota sem minnisblöð.

Svo er að muna að skila pappírnum í endurvinnslu þegar hann hefur verið fullnýttur.

 

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir , greinin birtist fyrst á vefnum í september 2007

Previous post

Lífræn ræktun og flutningur

Next post

Útimarkaðir

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *