UmhverfiðUmhverfisvernd

Minnkun skóga

Samkvæmt frétt í Bændablaðinu er sífelld minnkun á skógum á jörðinni.

Hlutverk skóga er gríðarlega mikilvægt og mikilvægast er hlutverk upprunalegra skógsvæða.

Skógar varðveita líffræðilegan fjölbreytileika, þeir koma í veg fyrir jarðvegseyðingu og mynda hringrás fyrir næringarefnin sem líf á jörðinni þarfnast. Einnig hafa þeir áhrif á vatnsmiðlun og ekki síst taka þeir mikið til sín af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og draga þannig úr gróðurhúsaáhrifum.

Á 8 þúsund árum hefur jörðin tapað nálægt því helmingi skóga sinna og þar af er langmesta minnkunin síðustu þrjá áratugi. Plantaður skógur fer vaxandi en hann nemur þó enn aðeins þremur prósentum af heildarskógum á jörðinni.

Það tekur nýja skóga langan tíma að verða færir um að taka upp koltvísýring í samræmi við gamla og upprunalega skóga. Rannsókn í Bandaríkjunum, þar sem mikið skógarhögg hefur verið stundað, sýndi að 70 árum eftir plöntun var koltvísýringsnám skógarins aðeins helmingur þess sem það var hjá óhreyfðum skógi.

Við skógarhögg losnar hins vegar koltvísýringur út í andrúmsloftið og veldur minnkun skóga um 25% af losun koltvísýrings á jörðinni.

Samkvæmt Kyoto bókuninni geta iðnríki sem leggja fram fé til nýrra skóga í þróunarlöndunum, talið það sér til tekna þegar kolefnisbókhald þeirra er gert upp. Hins vegar er ekki metið í kolefnisbókhaldinu verndun núverandi skóga, sem væri þó gríðarlega mikilvægt til að vinna gegn gróðurhúsaáhrifum og til að vinna gegn minnkun þessara upprunalegu skógsvæða.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Pilla gegn gróðurhúsaáhrifum jórturdýra

Next post

Banna hefðbundnar ljósaperur

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *