SalötUppskriftir

Paprikusalat

  • 1 gul paprika, steinhreinsuð og skorin í báta
  • 100 g klettasalat*
  • 100g fínt skorið rauðkál
  • ½ agúrka
  • 2 gulrætur
  • 5 radísur
  • 2 sellerístilkar
  • 2 vorlaukar
  • 1 lítið brokkolíhöfuð
  • 1 avókadó
  • 1 dl hálfsólþurrkaðir kirsuberjatómatar frá LaSelva smá olía frá tómötunum
  • ½ búnt ferskur kóríander

Grænmetið er þrifið og skorið í passlega stóra munnbita, sett í skál, ferskt krydd klippt yfir og síðan er gott að hella olíunni af sólþurrkuðu tómötunum yfir. (Það er kaldpressuð olía á LaSelva vörunum)

*fæst lífrænt frá himneskri hollustu

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Rauðrófusalat m/fræjum

Next post

Blómkálssalat í kasjúmajonesi

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *