Kökur og eftirréttirUppskriftir

Rúsínu og vanillu “ostakaka” (tofukaka) – Glúteinlaus

Hér kemur flott uppskrift frá henni Ingu

  • 50 gr. kornflex (mais eða bókhveitiflögur)
  • 50 gr. cashew hnetur
  • 11/2 msk. kaldpressuð ólífuolía
  • 200 gr. stíft tofu
  • 2-3 msk. hunang eða sýróp (t.d. agave)
  • 2 tsk. vanilluduft
  • rifinn börkur af einni appelsínu (lífrænni)
  • 4 egg
  • 50 gr. hrísgrjónamjöl
  • 1 tsk. vínsteinslyftiduft
  • 50 gr. rúsínur (má líka nota döðlur)

 

Hitið ofninn í 180°C.

Smyrjið að innan lausbotna kökuform (springform).

Skellið kornflögunum og hnetunum í matvinnsluvél og blandið þangað til orðið nokkuð fínt hakkað.

Blandið þá olíunni saman við.

Setjið blönduna í formið og pressið henni niður í botninn með fingrunum.

Setjið inn í ofninn og bakið í 5-6 mín.

Skiljið eggin.

Setjið tofu, hunang (sýróp), vanillu, appelsínubörk og eggjarauður í matvinnsluvél og blandið þar til mjúkt.

Blandan sett í skál og hrísgrjónamjöli, lyftiduti og rúsínum blandað mjúklega saman við.

Eggjahvíturnar fara í aðra skál og eru pískaðar þar til stífar.

Blandist varlega saman við tofublönduna.

Skellið ofan á bakaðan botninn.

Inn í ofn og bakað í 35 mín.

Eftir u.þ.b. 20-25 mín er gott að setja álpappír yfir svo kakan brúnist ekki um of.

Opnið formið og lofið kökunni að kólna á botninum.

Athugið að botn kökunnar getur verið laus í sér.

Dásamleg með smá rjóma, sojarjóma eða ís.
Uppskrift: Inga Kristjánsdóttir – Næringarþerapisti D.E.T.

Previous post

Glúteinlausar Muffins

Next post

Banana pítsa m/súkkulaði

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *