Á heimilinuHeimiliðHeimilisbíllinn

Skaðleg efni í nýjum bifreiðum

Það er ekki bara mengunin frá bifreiðunum sem getur verið skaðleg heilsu okkar, heldur eru alls kyns efni inni í bílunum sem geta haft slæm áhrif á heilsu okkar.

Bandarísk rannsókn sýndi að í mörgum bílategundum er að finna efni eins og bróm, blý og kvikasilfur, í hlutum eins og mælaborði, gírstöng og í stýri.

Þeir sem kaupa sér nýjan eða nýlegan bíl ættu að lofta vel út og þrífa bílinn vel að innan. Einnig er eigendum nýrra bíla ráðlagt að leggja þeim í skugga, þar sem hitinn frá sólinni leysir slæmu efnin úr læðingi. Það getur verið að gerast í allt að þrjú ár eftir framleiðslu bílsins.

Bílarnir sem komu verst út úr rannsókninni voru Kia Sorento, Mazda 3, Toyota RAV4, Toyota Yaris og Subaru Forester.

Þeir sem komu best út voru BMW X3, Honda CRV, Suzuki Grand Vitara, Suzuki Liana og Volvo S40.

(Blaðið greindi frá)

 

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir, greinin birtist fyrst á vefnum í september 2007

Previous post

Skaðleg efni í plasti

Next post

Loftbóludekk

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *