SalötUppskriftir

Spínat og hnúðkálssalat

  • 100 g spínat*
  • ½ – 1 hnúðkál, afhýtt og skorið í þunna litla bita

Dressing

  • 2 lífrænar gulrætur, rifnar eða smátt skornar
  • 1-2 sellerístilkar, smátt skornir
  • ½ – 1 dl kókosvatn (frá dr.Martin)
  • 2 msk lime/sítrónusafi
  • 1-2 msk ferskur engifer, smátt saxaður
  • 1-2 msk fínt rifin piparrót
  • ½ tsk himalayasalt
  • 1 msk lífræn kaldpressuð ólífu- eða kókosolía

Setjið spínatið og hnúðkálið í skál.
Setjið allt innihald dressingarinnar í blandara nema olíuna, bætið henni útí síðast og látið ganga í smá stund. Olían bindur dressinguna saman svo hún skilur sig síður.
*fæst lífrænt frá himneskri hollustu

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Blómkálssalat í kasjúmajonesi

Next post

Kjúklingasumarsalat

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *