JurtirMataræði

Stevía

Hin stórmerkilega jurt stevía, er upprunalega ættuð frá Suður Ameríku, nánar tiltekið frá Paraguay. Hún vex þar vilt, sem og í fleiri löndum álfunnar.

Þar hefur hún verið notuð öldum saman til að gera biturt te sætt og bragðbæta ýmis jurtalyf. Eins voru laufin tuggin vegna hins dásamlega náttúrulega sætubragðs.

Það var svo upp úr 1900 að menn fóru að tala um að það gæti verið sniðugt að rækta steviu og hún gæti orðið mikil söluvara. Sykuriðnaðurinn uppgötvaði líka hve stevía gæti verið sniðug, mönnum til lítillar gleði og spurning hversu mikil áhrif það hefur haft á útbreiðslu jurtarinnar.

Japanir hafa verið framarlega í notkun stevíu og hafa notað hana mikið í sykurlausa vöru, þar sem þeir hertu mikið löggjöf um notkun á gervisætuefnum upp úr 1960. Stevía hefur því verið notuð í sama tilgangi þar og gervisykur annarstaðar, í drykki, sælgæti ís og fleira.

Stevía er allt að 300 sinnum sætari en hvítur sykur. Hún hefur ekki áhrif á blóðsykur og nærir ekki bakteríur eða ger. Þess vegna hentar hún vel fyrir þá sem þjást af sýkingum í meltingarvegi sem og fyrir sykursjúka.

Hún getur jafnvel stuðlað að betra blóðsykursjafnvægi (Sjá hér) með því að auka insúlínnæmi frumna líkamans og jafnvel talin geta haft góð áhrif á of háan blóðþrýsting. Einnig er talað um að Stevía geti haft bólgueyðandi áhrif.

Aukaverkanir af notkun stevíu eru fátíðar, en þó eru til þeir einstaklingar sem hafa fundið fyrir ógleði og óþægindum í meltingarvegi af of mikilli notkun.

Einhver umræða hefur verið í gangi varðandi stevíu og krabbamein en rannsóknir sem gerðar hafa verið hafa eingöngu bent á jákvæða þætti í þeim efnum. Þ.e.a.s. að stevía geti jafnvel haft krabbameinshamlandi áhrif. Þó þarf fleiri og betri rannsóknir til að styðja við það.

Stevía hentar einstaklega vel í allskonar bakstur og matargerð. Einnig er hún frábær í heita drykki, eins og te, kaffi og kakó, sem og í allskonar kalda hristinga og grænar bombur.

Það þarf að varast að nota of mikið af jurtinni þar sem hún er s

vo dásamlega sæt og hér á fullyrðingin „minna er betra“ svo sannarlega vel við. 2-3 dropar af fljótandi steviu, eða 1/16 úr teskeið af stevíudufti samsvara 1 teskeið af sykri og 6-9 dropar eða ¼ teskeið samsvara einni matskeið.

Stevía er nú loksins fáanleg á Íslandi og fæst í heilsuvöruverslunum. Einnig eru fræ stevíuplöntunnar fáanleg og því möguleiki á að rækta upp sína eigin jurt.

Höfundur: Inga Kristjánsdóttir

 

Previous post

There is no more story.

Next post

Chia fræ - litlir risar!

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *