Frekari meðferðirMeðferðir

Lithimnugreining

Lithimnugreining er eins og nafnið gefur til kynna greiningartæki en ekki meðferð sem slík. Lithimna augans er skoðuð og út frá henni má sjá hvaða líffæri eða líkamskerfi eru í ójafnvægi. Lithimnan er það svæði augans sem liggur utan um augasteininn. Lithimnugreining getur sagt til um hvaða líffæri eða líkamskerfi eru viðkvæmust fyrir …

READ MORE →
Frekari meðferðirMeðferðir

Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð

Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð er mjög milt meðferðarform. Notaður er mjög léttur þrýstingur eða tog á líkamann og fer meðferðin í flestum tilvikum fram með þeim hætti að þiggjandi meðferðarinnar liggur fullklæddur á bekk. Meðferðin er fólgin í því að nota ákveðna tækni og létta snertingu til að losa um spennu í bandvef …

READ MORE →
Frekari meðferðirMeðferðir

EFT (Emotional Freedom Technique)

EFT er tækni sem hjálpar fólki við að takast á við erfiðar tilfinningar. Hún hefur einnig gagnast vel í að takast á við sjúkdóma og verki þar sem oft eru tilfinningar sem liggja til grundvallar veikindum okkar. Þessi tækni vinnur með orkubrautir líkamans og svipar þannig til nálastungna og þrýstipunktanudds. …

READ MORE →
Frekari meðferðirMeðferðir

Bowentækni

Bowentækni er mjög létt meðferðarform sem hefur það að markmiði að virkja lækningarmátt okkar eigin líkama. Bowen tæknir beitir mjög léttri snertingu og oftast er hægt að beita tækninni í gegnum þunn föt. Meðferðaraðilinn notar röð mjúkra rúllandi hreyfinga, sem framkvæmdar eru með þumlum og fingrum, yfir ákveðna staði á …

READ MORE →
Frekari meðferðirMeðferðir

Alexandertækni

Alexandertækni er meðferðarform sem hefur það að markmiði að vinna með líkamsbeitingu. Þar er unnið með að gera okkur meðvituð um líkamsstöðu okkar og röng líkamsbeiting er leiðrétt. Með rangri líkamsstöðu og hreyfingum myndum við spennu í líkamanum sem veldur okkur alls kyns vandamálum. Alexandertækni gengur út á að finna þessa …

READ MORE →
IlmolíumeðferðMeðferðir

Ilmkjarnaolíur

Heilbrigður líkami og hugur er ómetanleg gjöf. Líkaminn er þannig úr garði gerður að hann er þess umkominn að vernda og endurheimta heilbrigði ef honum er gefið tækifæri til þess. Ilmkjarnaolíur geta gert mikið gagn til að viðhalda heilbrigði.  Ilmolíur hafa fylgt manninum í gegnum aldirnar til yndisauka og til …

READ MORE →
BlómadroparáðgjöfMeðferðir

FES blómadropar

Loksins á Íslandi – Flower Essence Services Nýlega hóf Heilsustofan Nýjaland ehf. innflutning á FES blómadropum og líkamsolíum. Flower Essence Services er mjög virt fyrirtæki og þekkt fyrir gæði og framúrskarandi árangur á alþjóðavísu í yfir 25 ár. Í dag eru FES vörunar notaðar í yfir 50 löndum, af hundrað þúsund sérfræðingum í heilbrigðisstéttinni. Blómadroparnir eru gerðir …

READ MORE →
HómópatíaMeðferðir

Hvað felst í hómópatía?

Hómópatía er mjög mild og áhrifarík lækningaaðferð, oft kölluð smáskammtalækningar.  Þetta er heildræn aðferð sem miðar að því að örva lífskraft einstaklingsins til að hjálpa líkamanum til að lækna sig sjálfur. Í hómópatíu er litið á hvern einstakling sem eina heild, líkama, huga og tilfinningar og er jafnvægi á þessum …

READ MORE →
HómópatíaMeðferðir

Breytingaskeið kvenna og hómópatía

Breytingaskeið kvenna veldur oft miklum andlegum, tilfinningalegum og líkamlegum óþægindum.  Þetta skeið lífsins sýnir óumflýjanleg merki þess að konan sé að eldast.  Það eitt getur verið erfitt fyrir marga konuna.  Oft kemur þetta skeið einnig á svipuðum tíma og börnin eru að flytjast að heiman og er lífsmynstrið því að …

READ MORE →
HómópatíaMeðferðir

Smáskammta – meðhöndlun, að lækna líkt með líku

Grein eftir Bylgju Matthíasdóttur Hvað er hómópatía? Hómópatía er heildræn aðferð til að ná jafnvægi á tilfinningum, líkama og huga. Þegar einstaklingur veikist er það ekki partur af honum sem veikist, heldur er litið svo á að einstaklingurinn sé allur í ójafnvægi og þess vegna þarf að meðhöndla veikindin sem …

READ MORE →