MataræðiÝmis ráð

Varist að grilla pylsur við opinn eld

Lengi hefur verið vitað að grillun og steiking getur myndað skaðleg efnasambönd í mat.

Bændablaðið segir frá könnun sem framkvæmd var af norskri vísindanefnd um matvælaöryggi. Nefndin skoðaði hvort samband væri á milli mikillar neyslu á grillmat og krabbameins.

Niðurstaðan var sú að samhengi fannst ef neyslan á grillmat var mikil, eða sem nam neyslu á grillmat í fleiri en 30 skipti á sumri.

Alvarlegast var að grilla pylsur yfir opnum eldi þar sem mest myndaðist af krabbameinsvaldandi efnum í þeim. Betra er að grilla þær á hlóðum.

Einnig er bent á að grilla frekar matinn í álpappír til að draga úr myndun þessara skaðlegu efna.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir 

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Neysluvenjur barnanna okkar

Next post

Vanmeta sykurneyslu

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *