|
||||||||||
|
||||||||||
Skólar og námskeið
Meðferðaraðili
Meðferðir
Meðferðar- og þjónustuaðilar
|
Heilsubankinn er vefur um allt er viðkemur heilsu okkar og lífsháttum. Honum er ætlað að stuðla að aukinni meðvitund um holla lífshætti og um leið er honum ætlað að vera hvatning fyrir fólk til að taka aukna ábyrgð á eigin lífi og heilsu. Vefurinn er rekinn sem fréttamiðill, auk þess sem hann er gagnabanki yfir aðila sem bjóða þjónustu er fellur að áherslum Heilsubankans. Við hvetjum þig til að skrá þig á póstlista Heilsubankans (hér) og sendum við þér þá fréttabréfið okkar í tölvupósti ca. tvisvar sinnum í mánuði. Þar koma fram punktar yfir það helsta sem hefur birst á síðum Heilsubankans, auk tilboða sem eru í boði fyrir handhafa Heilsukortsins. Við bjóðum þig velkomin(n) inn á vefinn og hlökkum til að sjá þig hér sem oftast.
Þorbjörg Hafsteinsdóttir
Næringarþerapisti DET - Hjúkrunarfræðingur
Þorbjörg er menntaður næringarþerapisti D.E.T. frá Institut for Optimal Ernæring í Danmörku. Hún er einnig hjúkrunarfræðingur frá Næstved Sygeplejeskole. Þorbjörg hefur 17 ára reynslu af einstaklingsmiðaðri næringarmeðferð. Þorbjörg starfar bæði á Íslandi og í Danmörku. Hún kennir næringar- og heilsufræði við Hover Sundhedshöskole í Danmörku og hún er meðlimur í Institute For Functional Medicine í Bandaríkjunum.Þorbjörg hannaði svokallaðar 10 grunnreglur og gerði m.a. sjónvarpsþættina "Heil og sæl" sem byggðu á þeim. Þorbjörg hefur einnig verið pistlahöfundur hjá Vikunni þar sem hún skrifaði heilsu- og næringartengda pistla.
Facebooksíða Þorbjargar: https://www.facebook.com/TorbjorgHafsteins Yfirlit yfir komandi námskeið og fyrirlestra: http://www.thorbjorg.dk/is/fyrirlestrar_nmskei Upplýsingar um einkatíma og ráðgjöf: http://www.thorbjorg.dk/is/nringarerapa_og_markjlfun
Næringarþerapía er meðferð þar sem leitast er við að finna orsökina fyrir ójafnvægi í líkamanum; finna það sem hefur farið úrskeiðis og laga það; hreinsa það út sem ekki á að vera til staðar og setja það inn sem vantar. Til dæmis fjarlægja óboðna gesti í meltingarvegi og taka út mat sem veldur of miklu blóðsykursálagi eða óþoli. Setja í staðinn mat sem hæfir einstaklingnum og bætir líðan hans - og bætiefni tímabundið sé þess þörf.
Til þess að ná góðum og tilætluðum árangri má reikna með þremur skiptum á mánaðarfresti. Ef að baki liggja langvarandi einkenni og ójafnvægi getur batinn tekið lengri tíma. Fyrsti tíminn tekur ávallt 1 klukkustund og endurkomur eru frá 1/2 til 1 klukkustund. Góð útkoma og árangur fer eftir samvinnu þerapistans og skjólstæðingsins en einnig eftir því hversu tilbúin/n þú ert, sjálfsaga þínum og ákveðni.
Þjónusta í boði: Einkatímar - Fyrirlestrar - Námskeið Einnig býður Þorbjörg upp á aðstoð og ráðleggingar varðandi hollara fæðuval í mötuneytum fyrirtækja og stofnana.
Nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi heimasíðum: www.10grunnreglur.com www.sundhedsrevolutionen.dk www.heilsuhusid.is
Handhafar Heilsukortsins fá 10% afslátt af öllum fyrirlestrum og námskeiðum Þorbjargar |
HeilsubankinnSkrá mig á póstlista Sendu vinum þínum ábendingu
Vandamál og úrræði
|
||||||||
| ||||||||||
Skráning á þjónustu- og meðferðarsíður
© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur áskilinn |