Heilsubankinn Mešferšir
ForsķšaMataręšiHreyfingHeimilišUmhverfišMešferšir
 
Mešferšarašili
Inga Kristjįnsdóttir
Nęringaržerapisti D.E.T. / Einkažjįlfari F.I.A.
Póstnśmer: 108
Inga Kristjįnsdóttir
 
Mešferšar- og žjónustuašilar

Heilsubankinn er vefur um allt er viškemur heilsu okkar og lķfshįttum. Honum er ętlaš aš stušla aš aukinni mešvitund um holla lķfshętti og um leiš er honum ętlaš aš vera hvatning fyrir fólk til aš taka aukna įbyrgš į eigin lķfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamišill, auk žess sem hann er gagnabanki yfir ašila sem bjóša žjónustu er fellur aš įherslum Heilsubankans.

Viš hvetjum žig til aš skrį žig į póstlista Heilsubankans (hér) og sendum viš žér žį fréttabréfiš okkar ķ tölvupósti ca. tvisvar sinnum ķ mįnuši. Žar koma fram punktar yfir žaš helsta sem hefur birst į sķšum Heilsubankans, auk tilboša sem eru ķ boši fyrir handhafa Heilsukortsins.

Viš bjóšum žig velkomin(n) inn į vefinn og hlökkum til aš sjį žig hér sem oftast.

BMI stušullinn

Nú eftir hátíðarnar eru margir að huga að líkamsþyngd sinni. Gott er að reikna út BMI stuðul sinn og sjá í hversu góðum málum við erum.

BMI stuðullinn stendur fyrir Body Mass Index sem þýðir líkamsþyngdarstuðull. Þessi stuðull mælir þyngd í hlutfalli við hæð og er hann gott viðmið um heildarfitumagn líkamans.

Hafa þarf í huga að vöðvar eru þyngri en fita og getur því stuðullinn ofmetið fitumagn þeirra sem hafa mikinn vöðvamassa og á sama hátt getur hann vanmetið fitumagn þeirra sem hafa sérstaklega lítinn vöðvamassa, eins og t.d. sjúklingar og eldra fólk.

BMI stuðullinn er reiknaður út með því að deila þyngd einstaklings með hæð hans í öðru veldi.

Lesa meira...
 
Hreinsum og endurnżjum lķkamann į nżju įri!

Grein eftir Þorbjörgu Hafsteinsdóttur næringarþerapista

Detox eða hreinsun er góð aðferð til að byrja á nýjum og hollari lífsstíl eða til að viðhalda góðum lífsstíl sem er að virka fyrir þig.

Detoxaðu lífið!

Ég lofaði á dögunum að kynna ykkur fyrir 10 grunnreglum í hollu mataræði sem ykkur gefst tækifæri til að notfæra ykkur sem innblástur í hollari lífsstíl. Við tökum á þeim á nýju ári. En áður en það gerist skulum við afeitra líkamann.

Til mín leitar m.a. fólk í næringarþerapíu sem einmitt er að leita að varanlegum leiðum til betri heilsu og vellíðunar í gegnum betra mataræði. Ósjaldan mæli ég með að hefja nýja lífsstílinn á detox eða hreinsunarkúr og þannig ekki bara gera líkamann betur undirbúinn til að vinna úr og með nýju mataræði en einnig til að marka tímamót og nýja byrjun sem er sterkt mótiverandi og hvetjandi verkfæri.

Lesa meira...
 
Rafsegulsviš og eitruš efnasambönd ķ barnaherbergjum

Mörg börn hafa örugglega fengið nýjar leikjatölvur í jólapakkanum eða einhver af hinum fjölmörgu raftækjum sem eru í boði inn í barnaherbergið.

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu um daginn sem unnin var upp úr frétt frá Politiken er sagt frá að börn séu viðkvæmari fyrir eitruðum efnasamböndum en fullorðinir og eru áhrif þessara efna verst vegna uppgufunar þeirra úr raftækjum ýmis konar sem finnast gjarnan í barnaherbergjum. Má þar helst nefna halogenljós, tölvur, sjónvörp og leikjatölvur.

Það sem verra er, er að hlutfallslega er oft mest af þessum tækjum í barnaherbergjum og á móti kemur að barnaherbergin eru oft lítil.

Lesa meira...
 
Greiningum į brjóstakrabbameini fękkar ķ kjölfar minnkandi notkunar hormóna

Í framhaldi af snarminnkandi notkun kvenna á hormónum á breytingaskeiðinu hefur tíðni á nýgreindum tilfellum af brjóstakrabbameini minnkað og það í fyrsta skipti síðan árið 1945.

Samkvæmt New York Times fækkaði greiningum á brjóstakrabbameini í Bandaríkjunum um 15% frá því í ágúst 2002 fram í desember 2003. Er þetta í fyrsta skipti frá árinu 1945 þar sem kúrfan fer niður á við. Hingað til hefur orðið árleg aukning í greiningum.

Fram til ársins 2002 tóku yfir 30% amerískra kvenna inn hormón sem komnar voru yfir fimmtugt. Í júlí 2002 komu fram niðurstöður úr rannsókn á einu vinsælasta hormónalyfinu, en þær sýndu að auknar líkur væru á að konur fengju brjóstakrabbamein ef þær tækju inn hormónin auk þess sem þær voru í aukinni áhættu á að fá hjartasjúkdóma.

Innan sex mánaða hafði sala á hormónalyfjum dregist saman um helming.

Lesa meira...
 
Slęmar afleišingar streitu og nęringaržerapķa

Grein eftir Þorbjörgu Hafsteinsdóttur næringarþerapista

Til mín leitaði kona um daginn eftir aðstoð. Við höfðum samvinnu fyrir um tveim árum síðan þegar hún átti við alvarleg veikindi að stríða með síendurteknar sýkingar í öndunarfærum, meltingar- og kynfærum.

Ónæmiskerfi þessarar konu, sem við skulum kalla Láru, var það veikt að svo að segja allar bakteríur og veirur  sem voru í umferð á þeim tíma, áttu greiðan aðgang inn í hennar líkama þar sem forvarnir voru vægast sagt of veikar til að sporna við nokkurri innrás.

Hún var sett á marga sýklalyfjakúra sem því miður höfðu ekki  tilætlaðan árangur en þvert á móti  veikti mótstöðu Láru enn meira. Krónískar sveppasýkingar í kynfærum bættust við allar hinar sýkingarnar.

Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 Nęsta > Endir >>

Śrslit 109 - 117 af 149
Til baka
 
Greinar Pistill dagsins Vištöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og įbendingar Vandamįl og śrręši
Skrįning į žjónustu- og mešferšarsķšur

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur įskilinn