Heilsubankinn Mešferšir
ForsķšaMataręšiHreyfingHeimilišUmhverfišMešferšir
 
Mešferšarašili
Jślķa Magnśsdóttir
Heilsumarkžjįlfi, lķfsstķlsžjįlfi, heilsužjįlfi
Póstnśmer: 110
Jślķa Magnśsdóttir
 
Mešferšar- og žjónustuašilar

Heilsubankinn er vefur um allt er viškemur heilsu okkar og lķfshįttum. Honum er ętlaš aš stušla aš aukinni mešvitund um holla lķfshętti og um leiš er honum ętlaš aš vera hvatning fyrir fólk til aš taka aukna įbyrgš į eigin lķfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamišill, auk žess sem hann er gagnabanki yfir ašila sem bjóša žjónustu er fellur aš įherslum Heilsubankans.

Viš hvetjum žig til aš skrį žig į póstlista Heilsubankans (hér) og sendum viš žér žį fréttabréfiš okkar ķ tölvupósti ca. tvisvar sinnum ķ mįnuši. Žar koma fram punktar yfir žaš helsta sem hefur birst į sķšum Heilsubankans, auk tilboša sem eru ķ boši fyrir handhafa Heilsukortsins.

Viš bjóšum žig velkomin(n) inn į vefinn og hlökkum til aš sjį žig hér sem oftast.

Einkenni meš augum hómópatķunnar

Grein eftir Bylgju Matthíasdóttur 

Hómópatar líta svo á að einkenni séu tjáningarform líkamans. Það er mikill munur á hvernig læknavísindin og hómópatían horfa á einkenni.

Læknavísindin líta svo á að ef þú ert með einkenni þá þurfi að sjúkdómsgreina það sem fyrst og athuga hvort þú sért komin með sjúkdóm. Einkennin eru ekki hluti af okkur heldur eru þau utanaðkomandi, óvinur. Veikindi leggja okkur í einelti, bíða eftir að koma höggi á okkur. Við erum varnarlaus fórnarlömb. Þetta þýðir að einkenni tilheyra sjúkdómum. 

Hómópatía lítur aftur á móti á að einkenni, hvort sem þau eru líkamleg eða andleg, séu viðbragð líkamans og ástæðurnar fyrir þessu viðbragði geta verið margþættar. Frá þessu sjónarhorni þá tilheyra einkennin manneskjunum sjálfum en ekki einhverjum ákveðnum sjúkdómi. Þó svo að fólk sýni svipuð viðbrögð, þýðir það ekki að veikindin séu utanaðkomandi óvinur sem setjist að í fólki. Tilgangur hómópatíu er að örva og hjálpa hinni eðlilegu svörun líkamans. Líkaminn er stórkostlegur, hann er sífellt að endurnýja sig. Það er aðeins þegar hann stoppar og veit ekki hvað hann á að gera sem hann fer að sýna einkenni. Einkennin eru til að sýna okkur að eitthvað hafi farið úrskeiðis og sé í ójafnvægi. 

Lesa meira...
 
Brjóstagjöf meš ašstoš hómópatķu

Grein eftir Bylgju Matthíasdóttur - Seinni hluti

Í pistlinum í dag mun ég halda áfram þar sem frá var horfið úr fyrri hlutanum.

Það skal lögð á það áhersla að neðangreint er lagt fram sem tillögur til að sýna fram á hvernig er hægt að nálgast hómópatíu.

SÁR OG SPRUNGUR Á GEIRVÖRTUM

Gætið ykkur á kremum, sápum og þvottaefnum sem geta valdið ofnæmi.

Berið Calendulu- eða Rescue Remedíu-krem á svæðið. Leyfið lofti og sól að leika um geirvörturnar eins mikið og hægt er. Geirvörtur sem eru aumar, sprungnar og mjög viðkvæmar, verða fljótt sárar ef ekkert er að gert. 

Chamomilla - Þessi remedía hentar vel ef geirvörtur eru bólgnar og afar viðkvæmar. 

Sepia - á við ef sprungur á geirvörtum eru djúpar og sárar og geta verið þvert yfir geirvörtuna.

Lesa meira...
 
Brjóstagjöf meš ašstoš hómópatķu - fyrri hluti

 Grein eftir Bylgju Matthíasdóttur - Fyrri hluti

Brjóstagjöf er almennt mjög gefandi og nærandi reynsla þegar allt gengur vel, en getur einnig valdið miklum vonbrigðum, skapraunum og örvæntingu ef við upplifum erfiðleika við að koma reglu á brjóstagjöfina.

Það geta legið margar ástæður að baki þess að erfiðleikar koma upp við brjóstagjöf. Þær geta verið vegna erfiðrar fæðingar, tilfinningalegra vandamála eins og fæðingarþunglyndis, vanlíðunar eða kvíða. Einnig geta komið upp vandamál vegna líkamlegra kvilla, eins og sprungnar geirvörtur, magakrampar og svo framvegis. Hómópatía getur hjálpað í þessum tilfellum, ásamt fleiri góðum aðferðum. Til dæmis getur verið gott að nudda brjóstið létt og leggja á það heita og kalda bakstra. Það er um að gera að gæta þess að fá næga hvíld og gefa sér góðan tíma í brjóstagjöfina. Svo er mikilvægt að drekka mikið af vatni og láta brjóstin tæmast vel þegar verið er að mjólka eða gefa.

Ef eftirfarandi ráð og remedíur leysa ekki vandamálið á skömmum tíma, þá hvet ég þig til að leita frekari aðstoðar.

Lesa meira...
 
Inntaka į remedķum hómópatķunnar
Grein eftir Bylgju Matthíasdóttur  Það eru mismunandi leiðir til að taka inn hómópataremedíur en þumalputtareglan er að: Ef einhver fær kúlu á höfuðið (slasast) og er svo heppinn að hafa Arniku á sér þá má taka Arniku inn á 10-30 mín fresti í 2-6 skipti. Láta svo líða lengri tíma á milli. Þær aðstæður sem kalla á að taka remedíur ört inn er þegar viðkomandi fær bráðaeinkenni t.d. við háum hita, slysi, slæmum höfuðverk o.s.frv. Gott er að taka inn 3-4 remedíur af einni og sömu remedíunni yfir daginn, með jöfnu millibili í 2-3 daga, þegar einhver finnur að hann er að fá flensu, kvef, höfuðverk, bakverk eða eitthvað annað sem er ekki bráðaástand. Þegar einhver er að taka inn remedíu að staðaldri vegna langvarandi ástands þá koma oft upp kvillar sem kalla á aðrar remedíur. Þá er gott að sleppa að taka inn remedíuna sem er fyrir langvarandi kvillanum og fara frekar í remedíu sem á við nýja kvillann. Taka á inn remedíur á eftir inntöku lyfja en ekki fyrir. Taka á inn remedíu 5 -10 mín. eftir mat. Til þess að remedían virki sem best þarf hún að koma við slímhúð. Setjið hana undir tunguna og látið hana bráðna þar.
Lesa meira...
 
Smįskammta-mešhöndlun, aš lękna lķkt meš lķku
Grein eftir Bylgju Matthíasdóttur

Hvað er hómópatía?

Hómópatía er heildræn aðferð til að ná jafnvægi á tilfinningum, líkama og huga. Þegar einstaklingur veikist er það ekki partur af honum sem veikist, heldur er litið svo á að einstaklingurinn sé allur í ójafnvægi og þess vegna þarf að meðhöndla veikindin sem slík.

Hómópatía byggir á þeim grundvallarlögmálum að unnt sé að "lækna líkt með líku". Læknirinn Samuel Hahnemann sem var uppi á síðustu árum 18. aldar, fann upp aðferð til að vinna remedíur, en svo eru þau meðul kölluð sem hómópatar notast við.

Remedíur eru búnar til úr efnum úr steinaríkinu, jurtaríkinu og dýraríkinu. Efnin eru mikið útþynnt sem gerir hómópatíu skaðlausa og ekki ávanabindandi.

Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 Nęsta > Endir >>

Śrslit 118 - 126 af 149
Til baka
 
Greinar Pistill dagsins Vištöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og įbendingar Vandamįl og śrręši
Skrįning į žjónustu- og mešferšarsķšur

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur įskilinn