Heilsubankinn Mešferšir
ForsķšaMataręšiHreyfingHeimilišUmhverfišMešferšir
 
Mešferšarašili
Inga Kristjįnsdóttir
Nęringaržerapisti D.E.T. / Einkažjįlfari F.I.A.
Póstnśmer: 108
Inga Kristjįnsdóttir
 
Mešferšar- og žjónustuašilar

Heilsubankinn er vefur um allt er viškemur heilsu okkar og lķfshįttum. Honum er ętlaš aš stušla aš aukinni mešvitund um holla lķfshętti og um leiš er honum ętlaš aš vera hvatning fyrir fólk til aš taka aukna įbyrgš į eigin lķfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamišill, auk žess sem hann er gagnabanki yfir ašila sem bjóša žjónustu er fellur aš įherslum Heilsubankans.

Viš hvetjum žig til aš skrį žig į póstlista Heilsubankans (hér) og sendum viš žér žį fréttabréfiš okkar ķ tölvupósti ca. tvisvar sinnum ķ mįnuši. Žar koma fram punktar yfir žaš helsta sem hefur birst į sķšum Heilsubankans, auk tilboša sem eru ķ boši fyrir handhafa Heilsukortsins.

Viš bjóšum žig velkomin(n) inn į vefinn og hlökkum til aš sjį žig hér sem oftast.

Boršum liti

Bættu við dökklitum berjum í mataræði þitt.  Nýleg rannsókn hefur leitt það í ljós, að sérlega mikið magn andoxunarefna sé í dökklitum berjum.  Því auki neysla þeirra varnir líkamans til muna.

Öll ber og aðrir litríkir ávextir og grænmeti eru sneysafull af andoxunarefnum.  Þessi efni eru mjög virk og hjálpa líkamanum duglega að verjast gegn umhverfisáhrifum og gegn öldrun.  Þessi sömu efni fyrirfinnast til dæmis í grænu tei, ólífuolíu og dökku súkkulaði.  Þau hjálpa frumunum að halda fullri virkni.

Þessi rannsókn kemur fram í Journal of the Science of Food and Agriculture og svarar einn aðstandandi hennar skemmtilega spurningunni  "Hvernig getur maður nýtt sér gagnsemi þessarra niðurstaðna í baráttu okkar gegn einkennum öldrunar?".  Svarið er einfalt.  "Borðaðu liti!"  Bættu við þitt reglulega fæði til dæmis, bláberjum, krækiberjum, jarðarberjum, trönuberjum, bláum vínberjum og granateplum.  Því meira sem að maturinn þinn á disknum líkist regnboganum, því betra. 

Lesa meira...
 
Augun

Oft er sagt að augun séu gluggar sálarinnar, en þau segja líka til um almennt ástand lífæranna.

Blóðhlaupin augu geta verið afleiðing augnþreytu, almennt mikillar þreytu og óhóflegs magns af alkóhóli.  Litlu blóðæðarnar á yfirborði augans geta stíflast og bólgnað upp.  Einnig geta blóðhlaupin augu bent til skorts á B2 og B6 vítamínum og of litlu próteini í fæðunni.

Til að þetta lagist þarf að passa uppá að fá nægan svefn, draga úr alkóhóldrykkju og eyða minni tíma við tölvuna og sjónvarpið.  Taka B vítamín, mjólkurþystil og auka próteinmagn í fæðunni.

Dökkir baugar koma oftast fram við ónógan svefn, en geta þó verið arfgengir.  Einnig geta þeir vísað til meltingarfæravandamáls,  sérstaklega ristils- og lifrarvandamála.  Einnig gæti verið um fæðuóþol eða mikið harðlífi að ræða.

Pokar undir augunum myndast oft ef að mikið er borðað af salti, einnig ef svefn er ónógur, vegna reykinga og vegna fæðuóþols.  Hjá eldra fólki geta þeir bent til vanhæfs skjaldkirtils eða nýrnavandamála.

Þurr augu og náttblinda getur stafað af A-vítamínskorti.

Draga skal úr saltneyslu, sofa nóg og borða hollt fæði.

 
Svefn er mikilvęgur

Í apríl, fyrr á þessu ári kom út skýrsla frá Institute of Medicine.  Sú skýrsla staðfesti samhengi á milli of lítils svefns og aukinnar áhættu á, of háum blóðþrýstingi, sykursýki, offitu, þynglyndi, hjartaáfalli og heilablóðfalli.  Einnig að samhengi er á milli ónægjanlegs svefns og lélegs ónæmiskerfis.

Svefn hefur áhrif, bæði á bælingu og á aukna framleiðslu hormóna í undirstúku heilans.  Það er svæði heilans, sem gefur líkamanum merki um að aðlaga t.d. hitastig líkamans, blóðþrýsting, seytun vegna meltingar og starfsemi ónæmiskerfisins.  Ónægur svefn dregur líka úr framleiðslu brissins á insúlíni, en það hjálpar meltingunni við niðurbrot á glúkósa.

Niðurstöður rannsókna sem gerðar voru árið 1999, brutu blað í sögu svefnrannsókna.  Þar kom í ljós að heilbrigðir sjálfboðaliðar sem sváfu aðeins í 4 tíma á hverri nóttu, sýndu byrjunareinkenni á sykursýki, eftir aðeins 6 daga.  Svefninn gefur líka hjartanu tækifæri á að hægja á sér.  Því voru þeir sem að sváfu minna en 6 tíma á nóttu,  í 66 prósenta meiri áhættu á að vera með of háan blóðþrýsting.

Lesa meira...
 
Breytingaskeiš kvenna og hómópatķa

Breytingaskeið kvenna veldur oft miklum andlegum, tilfinningalegum og líkamlegum óþægindum.  Þetta skeið lífsins sýnir óumflýjanleg merki þess að konan sé að eldast.  Það eitt getur verið erfitt fyrir marga konuna.  Oft kemur þetta skeið einnig á svipuðum tíma og börnin eru að flytjast að heiman og er lífsmynstrið því að breytast samfara því. Sumar konur upplifa mikinn söknuð þegar að barnið hennar flytur frá henni.  Oft líður henni sem að hún sé alein og yfirgefin.  Hún finnur fyrir höfnun, finnst að hún sitji eftir og hennar hlutverki sé lokið. 

Einkennin eru misjöfn eftir einstaklingum.  Sumar konur upplifa miklar breytingar bæði andlega og líkamlega, aðrar eingöngu líkamlegar og svo enn aðrar eingöngu andlegar. Skapbreytingar eru algengar og oft miklar skapsveiflur og jafnvel þunglyndi.  Hitakóf og kaldur sviti, oft til skiptis, óreglulegur tíðahringur, stundum stutt á milli blæðinga og stundum langt á milli. Allt eru þetta algeng einkenni sem að geta komið á þessu tímabili.  Auk þessa verða konur oft á tíðum fyrir miklum svefntruflunum.

Lesa meira...
 
Neglur

Það tekur neglur fingranna u.þ.b. 4 mánuði að vaxa og táneglur allavega 6 mánuði.  Ef að neglurnar vaxa hægar og verða mislitar, gæti verið um naglasveppasýkingu að ræða eða lélega næringarupptöku líkamans.

Neglur með hvítum blettum geta bent til skorts á sinki og eða kalki í líkamanum.

Ef roði er á húð í kringum naglaböndin, getur það bent til að Omega-3 og 6 fitusýrur vanti í líkamann.

Ef að neglur klofna og brotna, getur verið að skortur sé á A vítamíni, kalki, silicu og fleiri steinefnum.  Einnig gæti verið próteinskortur og sýrustig gæti verið í ójafnvægi.

Ef neglur eru rúnaðar og/eða langhrufóttar getur það bent til járnskorts.

Almennt ætti að borða 6-8 skammta af ávöxtum og grænmeti á dag, til að neglurnar fái nægjanleg vítamín og steinefni.  Einnig er ráðlegt að borða bæði hnetur og fræ, þar sem að þær eru ríkar af fitusýrum, sinki og próteini.

 
<< Byrja < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 Nęsta > Endir >>

Śrslit 127 - 135 af 149
Til baka
 
Greinar Pistill dagsins Vištöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og įbendingar Vandamįl og śrręši
Skrįning į žjónustu- og mešferšarsķšur

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur įskilinn