Heilsubankinn Mešferšir
ForsķšaMataręšiHreyfingHeimilišUmhverfišMešferšir
 
Mešferšarašili
Ruth Jensdóttir
Meistari ķ Heilsunuddi og gręšari, Ilmkjarnaolķužerapisti, Svęšanuddari, Ungbarnanudd, Höfušbeina- og spjaldhryggjarmešferš
Póstnśmer: 110
Ruth Jensdóttir
 
Mešferšar- og žjónustuašilar

Heilsubankinn er vefur um allt er viškemur heilsu okkar og lķfshįttum. Honum er ętlaš aš stušla aš aukinni mešvitund um holla lķfshętti og um leiš er honum ętlaš aš vera hvatning fyrir fólk til aš taka aukna įbyrgš į eigin lķfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamišill, auk žess sem hann er gagnabanki yfir ašila sem bjóša žjónustu er fellur aš įherslum Heilsubankans.

Viš hvetjum žig til aš skrį žig į póstlista Heilsubankans (hér) og sendum viš žér žį fréttabréfiš okkar ķ tölvupósti ca. tvisvar sinnum ķ mįnuši. Žar koma fram punktar yfir žaš helsta sem hefur birst į sķšum Heilsubankans, auk tilboša sem eru ķ boši fyrir handhafa Heilsukortsins.

Viš bjóšum žig velkomin(n) inn į vefinn og hlökkum til aš sjį žig hér sem oftast.

Hrufóttar neglur

Skoðaðu vandlega neglurnar bæði á fingrum og tám - þær segja mikið um almenna heilsu þína.  Allar breytingar á útliti eða áferð naglanna, geta bent til skorts á vítamínum eða steinefnum.  Hrufóttar neglur geta t.d. bent til skorts á sinki.  Sink er mjög nauðsynlegt fyrir ýmsa starfsemi líkamans, meðal annars hæfni hans til að græða sár og halda húðinni heilbrigðri.  Hvítir blettir á nöglunum, eru aftur á móti taldir benda til ónægjanlegs kalkmagns í líkamanum.  En kalkið er nauðsynlegt fyrir heilbrigð bein og tennur.

Lesa meira...
 
Hreinlęti

Hóflegt hreinlæti skiptir miklu máli til að halda sýklunum utan líkamans

Þvoið hendurnar!

Fjöldi sýkla á fingurgómum tvöfaldast eftir klósettferð.  Ótrúlegt en satt, þá er það staðreynd að allt að helmingur karlmanna og fjórðungur kvenna, sleppa því að þvo sér um hendurnar eftir að hafa farið á klósettið.  Sem betur fer sturta allflestir niður á eftir sér, en skilja þá eftir, á "sturta-niður" takkanum, nýja sýkla. Þar á, geta sýklar og vírusar lifað í allt að tvær vikur. Það segir okkur að þegar að við sturtum niður þá bætum við í sýklasafn okkar fingra. Væri ekki ráð að muna eftir handþvottinum og losna við eitthvað af þessum sýklum í stað þess að bæta við safnið.

Lesa meira...
 
Heilsužrepin 7

Ķ fyrri grein okkar "Hvaš er góš heilsa - afhverju veršum viš veik?" endušum viš į aš spyrja "Hvaš gerist ef aš viš hlustum ekki?" Hér veltum viš žessari spurningu enn frekar fyrir okkur og leitumst viš, į einfaldan hįtt, aš śtskżra hvernig lķkaminn getur brugšist viš.

Mannslķkaminn er kraftaverk, hann kann aš heila sig sjįlfur og er fljótur aš bregšast viš, sérstaklega į mešan aš viš erum yngri aš įrum og lķkamsstarfsemin ķ fullu fjöri.
Eins segir hann til um, žegar aš honum er misbošiš į einhvern hįtt. Žaš gerir hann meš žvķ aš sżna einkenni, t.d. hita, slķmmyndun, magaóžęgindi o.fl. Einkennin geta veriš missterk og misalvarleg og žvķ naušsynlegt aš gera sér grein fyrir, aš žau eru aš segja okkur aš staldra viš og skoša hvaš veldur ójafnvęginu. Erum viš veik? Hve langt erum viš leidd? og Hvernig endurheimtum viš góša heilsu? Hver og einn žarf aš meta žessar spurningar og bregšast viš, til aš koma sér aftur ķ jafnvęgi og gefa lķkamanum tękifęri til aš halda sér eins ofarlega og kostur er, ķ heilsužrepunum 7.

Lesa meira...
 
Ilmkjarnaolķur

Heilbrigður líkami og hugur er ómetanleg gjöf. Líkaminn er þannig úr garði gerður að hann er þess umkominn að vernda og endurheimta heilbrigði ef honum er gefið tækifæri til þess. Ilmkjarnaolíur geta gert mikið gagn til að viðhalda heilbrigði.  Ilmolíur hafa fylgt manninum í gegnum aldirnar til yndisauka og til að bæta andlega og líkamlega heilsu. Ilmlækningar eru meðal elstu lækningaaðferða sem til eru og fundist hefur myndletur allt frá því um 4500 f. Kr. sem staðfestir að Forn-Egyptar notuðu ilmkjarnaolíur til lækninga. Grikkir notuðu kraft úr jurtunum í ilmböð, ilmnudd og til græðslu sára.  Litið hefur verið á ilmkjarnaolíur sem " lyfjaskáp náttúrunnar" og þær notaðar til varnar gegn andlegu og líkamlegu ójafnvægi, ýmist sem ilmur til innöndunar eða sem seyði í nuddolíur og böð.  Ilmkjarnaolíumeðferð er góð leið til að njóta þess besta sem sjálf náttúran hefur upp á að bjóða. Segja má að með henni sé komið beint að kjarna málsins hvað varðar náttúrulega aðferð til að efla bæði andlega og líkamalega heilsu. Allar ilmkjarnaolíur eru sótthreinsandi, sumar þeirra vinna gegn veirum, bakteríum og sveppum. 

Olían fæst við eimingu á þeim hlutum jurtarinnar er innihalda efnin sem sóst er eftir, t.d. trjám, berki, berjum, fræjum, blöðum, rótum og ávöxtum. Snemma á þessari öld var orðið "ilmþerapía"(aromathérapie) myndað af frönskum snyrtivöruefnafræðingi, prófessor Gottefossé , sem fyrstur manna gerði sér fulla grein fyrir lækningaeiginleikum ilmkjarnaolía. Hann segir frá því hvernig hann hafi af tilviljun, eftir að hafa brennt sig illa á hendinni, hafi stungið henni niður í lavenderolíu og undrast hversu fljótt sársaukinn hvarf og húðin greri án þess að blöðrur mynduðust. Síðar þróuðu dr. Jean Valnet og Marguerite Maury meðferðina og hafa aflað henni viðurkenningar sem læknislist.   Nútíma rannsóknir hafa staðfest lækningaeiginleika kjarnaolíu, og nú í dag eru stundaðar vísindalegar rannsóknir á efnum sem ilmkjarna-olíurnar innihalda, og eru þessar rannsóknir stundaðar  t. d. í Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og  víða annar staðar.

Auðvelt er að stunda ilm-meðferð í heimahúsum. Olíu til sjálfshjálpar má anda að sér, nota í bað, og einnig má nota hana sem nuddolíu á húð. Til innöndunar eru olíurnar sérstaklega áhrifaríkar, látnir eru einn til tveir dropar af tiltekinni olíu í skál með rjúkandi heitu vatni. Handklæði er breitt yfir höfuðið og skálina og eimnum andað að sér í u.þ.b. 10 mín. Til notkunar í bað eru látnir 4 - 6 dropar af tiltekinni ilmkjarnaolíu í eina teskeið með rjóma eða hunangi sem síðan er blandað í baðið til að ilmkjarnaolían blandist baðvatninu vel en sitji ekki bara ofaná. Til að nudda á húð, er mjög gott að húðin sé heit og rök þegar olíunni er nuddað á hana. Þegar blönduð er nuddolía eru hlutföllin 50 ml af grunnolíu + 15 dropar af ilmkjarnaolíum. Grunnolíur eru t.d. möndluolía, jarðhnetuolía eða vínberjaolía( grapeseed oil) og síðan eru valdar einhverjar 3- 4 teg. af ilmkjarnaolíum, en aldrei skal setja fleiri en 15 dropa í 50ml grunnolíu. Margar mismunandi blöndur af ilmkjarnaolíum má nota, t.d. rosemary 5 dropa, eucalyptus 4 dropa og lavender 6 dropa í 50 ml af möndluolíu. Þessi blanda er fyrir vöðva og er einnig verkjastillandi.

Ilmkjarnaolíur eru flokkaðar í þrjá flokka, hátóna(top notes), miðtóna(middle notes) og lágtóna(base notes). Hátóna olíur hafa: örvandi og uppliftandi áhrif. Miðtóna olíur hafa: áhrif á flest líkamskerfi, og koma á jafnvægi á líkamann. Lágtóna olíur hafa: slakandi og róandi áhrif.  Olíur er fáanlegar í sumum apótekum og heilsuverslunum. Sérstakrar varúðar skal gætt við kaup á olíum því þær þurfa að vera úr hreinum jurtum og því verður að kaupa þær hjá viðurkenndum söluaðila. Mestu máli skiptir að nota hreinar olíur - gerviefni gefa engan árangur. Ilmkjarnaolíur eru greindar sem líf ( biotic-profile), en gerviefni eru á móti lífi ( anti-biotic/anti-life). Hreinar ilmkjarnaolíur er hægt að nota beint á lifandi vefi án eða með mjög litlum aukaverkunum. Í sumum tilvikum getur mannslíkaminn aðlagast notkun gerviefna, en krefst þá alltaf stærri og stærri skammta. Þetta gerist ekki með notkun ilmkjarnaolía. Sama magn heldur áfram að styrkja og byggja upp lifandi vefi og vinna gegn sýklum.

Ilmkjarnaolíur eru notaðar sem bragðefni í matvælaframleiðslu (peppermint og  eucalyptus í   sælgætisframleiðslu), í lyfjaframleiðslu (tannkrem, hóstasaft, munnskol o.s.frv.) og til ilmvatnsframleiðslu. Margar þessar olíur eru dýrar þar sem óhemjumagn af jurtum þarf til að framleiða jafnvel lítinn skammt af kjarnaolíu, t.d. til að búa til einn dropa að rosaolíu þarf 80 rósaknúpa. En til sjálfshjálpar þarf olían ekki að vera dýr, þar sem hún  er mjög virk og lítið magn dregur langt.

 

Hér að neðan veiti ég grunn upplýsingar um tíu ilmkjarnaolíur, og megi sú vitneskja verða lesendum gott innlegg til aukinnar vellíðunar og ánægju.

Lavender ( Lavandula angustifolia) Lofnarblóm

Er miðtóna, plöntuhluti; blómið.

Blandast vel með öllum olíum.

Lavender er almennt notuð með í flest allar blöndur vegna þess hve góður jafnvægisstillir hún er.

Lavender er góð gegn; bruna, sólbruna, þurrkablettum, exemi og unglingabólum. Hún er róandi, og virkar gegn kvíða, þunglyndi, svefnleysi, hormónaójafnvægi, mígreni, höfuðverkjum og meltingartruflunum, s.s. niðurgangi.

_______________________________

Rosemary ( Rosmarinus off.ct,cineol) Rosmarín

Er miðtóna, plöntuhluti; blómtoppur og laufblöð.

Blandast vel með lavender og peppermint.

Rosemary er notuð við hverskonar vöðvabólgvandamálum,hún örvar blóðrás, er vatnslosandi, og vinnur gegn appelsínuhúð(cellulitis), bjúg, liðverkjum, gigt, er bólgueyðandi, höfuðverkjum og minnisleysi.  Eykur einbeitingu, er gegn þunglyndi, lágum blóðþrýstingi og meltingartruflunum hvers konar, s.s. harðlífi, vindgangi og niðurgangi.

_______________________________

Peppermint (Mentha piperita) Piparminnta

Er miðtóna. Plöntuhluti; blómatoppur og laufblöð.

Blandast vel með rosemary og lemon.

Peppermint er oft kölluð höfuðhreinsir. Hún er notuð þegar flensa er að búa um sig og þá til innöndunar. Fólk sem er með lágan blóðþrýsting ætti ekki að nota peppermint, því hún lækkar blóðþrýsting. Hún er því góð fyrir þá sem hafa háan blóðþrýsting. Peppermint er mikið notuð til að deyfa t.d.vöðvaverki, við höfuðverkjum og mígreni. Einnig er hún notuð við gall- og lifrarvandamálum, gigt og æðahnútum.

_______________________________

Juniper (Juniperus communis) Einir

Er miðtóna. Plöntuhluti; berin sem juniper kjarrið gefur af sér.

Blandast vel með lavender, sandalwood.

Juniper er hreinsandi ( hjálpar til við hreinsun eiturefna úr líkamanum), notuð gegn unglingabólum , kýlum, exemi og appelsínuhúð(cellulitis), er vatnslosandi, styrkir taugakerfið og léttir á kvíða og streitu. Sandalwood og Juniper saman er góð blanda við exemi og þurrki á húð.

 

_______________________________

Sandalwood (Santalum album) Sandalviður

Er lágtóna. Plöntuhluti; stofninn,olían er inni í trénu.

Blandast vel með lavender, rosemary.

Sandalwood er mikil jafnvægisjurt, notuð við þunglyndi, taugaspennu, streitu, svefnleysi,húðþurrki, psoriasis, magakrampa, niðurgangi, ógleði og hormóna-ójafnvægi. Sandalwood er mjög hreinsandi. Og hún er einnig notuð til slökunar og við íhugun.

_______________________________

Ylang Ylang (Cananga odorata var.genuina)

Er lágtóna. Plöntuhluti;  blómið.

Blandast vel með lavender, rose, sandalwood.

Ylang ylang er mikið notuð í ilmvötn. Þessi olía er mjög gagnleg við háum blóðþrýstingi, þunglyndi, spennu, svefnleysi, getuleysi og  tíðarvandamálum.

______________________________

Rose (Rose damascena) Rós

Er lágtóna. Plöntuhluti; krónublöðin.

Blandast vel með öllum olíum.

Þessi olía er mjög dýr en það þarf mjög lítið af henni og þessa olíu má nota á kornabörn. Rose er mjög góð fyrir húðina og einnig fyrir sálina. Sagt er að Roseolía opni hjartað. Ef fólk á erfitt með að tjá sig er gott að setja Rose á efri vör til að auðvelda samskipti.  Er notuð við lélegri blóðrás, harðlífi, lifrarvandamálum, magabólgu  vegna streytu, þunglyndi, svefnleysi, taugaspennu, höfuðverkjum, kvíða, húðvandamálum, sérstaklega þurrki  og viðkvæmri húð og einnig er hún kynörvandi. 

­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­_______________________________

Lemon (Citrus limon) Sítróna.   

Er hátóna. Plöntuhluti; börkurinn

Blandast vel með lavender, pepparmint, rose.

Lemon er hressandi og endurnærandi olía. Er notuð við lélegri blóðrás, styrkir sogæðakerfið, örvar meltinguna, sótthreinsandi, heldur hrukkum í skefjun, við streytu höfuðverk, hún er vatnslosandi, hún gagnast við skordýrabiti og  eykur einbeitingu.

_______________________________

Eucalyptus ( Eucalyptus globulus) blágúmmítré

Er hátóna. Plönthluti; laufblöðin.

Blandast vel með lavender, tea tree, rosemary.

Eucalyptus er sótthreinsandi og bakteríudrepandi, hefur kælandi áhrif á sumrin, en verjandi áhrif á veturna, hún er  einnig notuð við bruna, herpes, skordýrabiti, gigt, lús, vöðvabólgu, blöðrubólgu, flensu, lágum blóðþrýstingi og hún er vatnslosandi. Þessi olía er hitalækkandi.

_____________________________

Tea Tree (Melaleuca alternifolia)

Er hátóna. Plöntuhluti; laufblöðin.

Blandast vel með Eucalyptus, lemon.

Tea tree olían er sú besta við hvers konar sýkingum s.s ígerð, fótasvepp, bakteríusýkingu og blöðrubólgu. Einnig er hún notuð við áblæstri(herpes), skordýrabiti, unglingabólum, sólbruna og  hrúðri á húð.

_______________________________

 

Öryggisatriði:

Hver og ein ilmkjarnaolía er kratfmikið náttúruafl. Aðgát skal höfð við notkun þeirra.

 

Hafa ber eftirfarandi í huga:

Þegar um þungun er að ræða eru nokkrar olíur sem ekki má nota. Þær eru: Aniseed, Basil, Camfor, Clove, Hyssop, Cinnnamon, Lemongrass, Nutmeg, Organum, Parsly seed, Sage, Savory, Tharragon, Thyme, Clary sage og Juniper. Clary sage og Juniper má nota eftir 4 mán. meðgöngu. 

1. Ef þú ert þunguð, flogaveik(ur), þjáist af of háum blóðþrýstingi eða einhverjum öðrum sjúkdómi, vinsamlegast ráðfærðu þig við lækni eða ilmþerapista áður en þú notar ilmkjarnaolíur.

2.  Ilmkjarnaolíur eru ekki til notkunar innvortis. Forðastu einnig að þær komist í snertingu við augun.

3.  Settu aldrei óþynntar ilmkjarnaolíur (nema Lavender og Tea Tree) á húðina, því þær geta valdið ertingu eða ofnæmi.

4. Geymdu þær þar sem börn og húsdýr ná ekki til.

5. Geymdu þær fjarri hita og ljósi, í dökkum glösum og notaðu þær innan eins árs frá opnun. Athugið að Cítrusilmkjarnaolíur þarf að nota innan sex mán. frá opnun umbúða.

6.  Eitt ber að hafa í huga. Þetta eru sterk jurtaefni  sem eru unnin úr kjarna plöntunnar og segja má að við séum með sál plöntunnar í flösku. Hafið skammtana ekki of sterka.

 

Samskiptum líkama, huga og sálar er þannig farið, að jákvæð afstaða eins hefur áhrif á annað, þannig að ef tekst að halda hugarfarinu jákvæðu með bjartsýni, þá er líklegra að halda megi heilbrigði og sálarstyrk.

Það er löngu kominn tími til að svifta hulunni af ilmkjarnaolíum. Og geta þeir sem áhugasamir eru  auðveldlega notað þær, notið áhrifa þeirra og uppskorið ánægju og vellíðan sem er undirstaða heilbrigðis.

 

Ég lýk þesari grein með að vitna í Dr.Marguerite Maury.

 

" En mesta furðu vekja áhrif ilmsins á andlegt

 og sálrænt ástand einstaklingsins.

Skynjunin skýrist og verður næmari,

og tilfinning vaknar um að sjón sé orðin

næmari og dómgreind því hreinni."

 

Sigrún Sól Sólmundsdóttir,
Svæða og viðbragðsfræðingur og
Aromatherapisti frá Lífsskólanum, nú Aromatherapyskóli Íslands.
Kennarar voru Selma Júlíusdóttir, Dr. Erwin Haringer og
Margréti Demleitner.

Heimildir:

Practical aromatherapy eftir Shirley Price,

The Illustrated encyclopedia of essential oils, eftir Juliu Lawless,

Nátturulæknir heimilanna, aðalritstjóri Dr. Andrew Stanwey.

 
Svęša- og višbragšsmešferš

Svæða -og viðbragðsmeðferð, öðru nafni svæðanudd, er ævagömul handiðn og er sögð eiga rætur sínar að rekja til margra fornra menningarsamfélaga, þar á meðal Egypta, Kínverja, Indverja, Grikkja og Indjána Norður Ameríku.

Á veggmyndum frá 2.300 f.Kr., sem fundust í grafhýsi egypska læknisins Ankhmahars í Sakkara, má sjá tvo lækna nudda fætur og hendur tveggja "sjúklinga". Forn Kínverjar og Egyptar þróuðu svo þessa þrýstipunkta-aðferð og töldu hana vera gagnlega sjúkrameðferð. Þeir komust að því að fætur eru næmasti líkamsparturinn og hefur að geyma mikil orkugefandi svæði.

Ef farið er aðeins í sögu nútíma svæðameðferðar, þá verður ekki hjá því komist að nefna fyrstan  bandaríska háls-, nef-, og eyrnalæknirinn, Dr. William Fitzgerald, sem endurvakti svæðameðferð hér á vesturlöndum snemma á síðustu öld. Hann lagði grunnlínur að svæðameðferð eins og við þekkjum hana í dag. Hann hélt því fram að til væru tíu orkusvæði sem greindust um líkamann frá hvirfli til ylja. Dr. Fitzgerald komst að þeirri niðurstöðu að beinn þrýstingur á svæði fóta og handa gat haft bæði deyfandi og örvandi áhrif annarstaðar í líkamanum.  Hann studdist við gömlu fræðin og þróðaði nýja svæðameðferðartækni, hélt fyrirlestra, kenndi og prófaði sig áfram á fjölda manns og gaf út bókina Zone-therapy með þessum nýju aðferðum.

Það voru ekki margir læknar sem sýndu þessu "nýja" meðferðarformi áhuga. En það var þó einn, Dr. Joseph Riley og sjúkraþjálfari hans, Eunice Ingham (1879-1974) en hún ætti með réttu að vera nefnd móðir nútíma svæðameðferðar.  Það var árangur hennar, óþreytandi rannsóknir og vinnusemi sem hafa gert svæðameðferð að því sem hún er í dag. Það var Eunice Ingham sem vann það vandasama verk að kortleggja svæði fóta og handa. Hún þróðaði til þess sérstaka nuddtækni sem hefur verið nefnd eftir henni, Ingham aðferðin.  Allt frá 1930 fram til 1974 vann hún sleitulaust að  rannsóknum um svæðameðferð. Hún gaf út bækurnar "Frásagnir fóta I og II " sem Örn og Örlygur þýddu og gáfu út árið 1976 og 1977.

 

Árið 1973 var svæðameðferðastofnun opnuð sem ber nafnið The International Institute of Reflexology til að útbreiða aðferðina sem var eins og áður sagði kölluð Ingham-aðferðin. Frá þeim tíma hefur svæðameðferðin orðið sú náttúrulækningaaðferð sem breiðst hefur hvað hraðast út.

Til Íslands barst svæðameðferðin um 1977, þegar til landsins  kom maður að nafni Harald Thiis og hélt fyrsta námskeiðið í svæðameðferð. Var strax mikil áhugi á þessu nýja meðferðarformi og um vorið 1978 voru stofnuð samtökin "Svæðameðferð og heilsuvernd". Eru þau samtök forveri þeirra félaga sem eru starfrækt hér á landi í dag. Þau félög sem eru starfrækt í dag eru tvö, Svæðameðferðafélag Íslands, heimasíða félagsins er http://www.smfi.is/  og Samband svæða-og viðbragðsfræðinga á Íslandi.

Eins og áður  hefur komið fram er svæða- og viðbragðsnudd aðallega notað á hendur og fætur, og byggt á þeirri kenningu að ákveðin svæði eða viðbragðspunktar hafi áhrif á tiltekin líffæri, stoðkerfi, innkirtlakerfi og alla aðra starfsemi líkamans.  Svæðameðferð er sögð " virkja lækningarmátt líkamans " og er því meðferðin bæði gagnleg til að fyrirbyggja vanheilsu og til að viðhalda góðri heilsu. Líkaminn vinnur "viðgerðarstörf" sín best í þeirri djúpu slökun sem svæðameðferð veitir.

Þegar við erum hraust erum við orkumikil, en orkulítil þegar við erum of þreytt, undir of miklu álagi eða veik. Svæðameðferð eflir orkuflæðið um líkamann, súrefnisupptakan og blóðstreymið í líkamanum verður eðlilegra, andlegt og líkamlegt atgervi eykst. Þetta meðferðarform vinnur heildrænt að jafnvægi í líkamanum. En veigamesti þáttur svæðanudds er sú vellíðan og slökun sem það veitir. Með því að draga úr spennu örvast blóðrás og taugaboð, samræmi og jafnvægi kemst á líkamsstarfsemi. Þar sem rekja má marga kvilla nútímamannsins til streitu getur meðferð þjálfaðs svæðanuddara komið að miklu gagni í flestum tilvikum.

Það má segja að þegar svæðanudd er notað eru tærnar að "tala" við meðhöndlarann, hvar sé álag og hverju þiggjandinn þurfi að breyta til að að jafnvægi komist á hjá honum.

Svæðameðferð er flókin og sérstæð vísindagrein, og hafa verið gerðar margar rannsóknir á virki hennar hjá rannsóknarsetrum víða um heim. Meðal annars á Norðurlöndunum og í Evrópu. Svæðameðferð hentar fólki á öllum aldri.

Allir þeir sem hafa fullnægjandi menntun í svæðameðferð eru í Svæðameðferðafélagi Íslands eða Sambandi svæða-og viðbragðsfræðinga á Íslandi. Og eru bæði þessi félög aðilar að Bandalagi íslenskra græðara sem eru regnhlífasamtök allra  þeirra sem stunda heildrænar meðhöndlanir.

Sigrún Sól Sólmundsdóttir
Höfundur er Svæða-og viðbragðsfræðingur.      
Hún er jafnframt formaður Svæðameðferðafélags Íslands.
 
<< Byrja < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 Nęsta > Endir >>

Śrslit 136 - 144 af 149
Til baka
 
Greinar Pistill dagsins Vištöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og įbendingar Vandamįl og śrręši
Skrįning į žjónustu- og mešferšarsķšur

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur įskilinn