Heilsubankinn Mešferšir
ForsķšaMataręšiHreyfingHeimilišUmhverfišMešferšir
 
Mešferšarašili
Harpa Gušmundsdóttir
Alexandertęknikennari
Póstnśmer: 105
Harpa Gušmundsdóttir
 
Mešferšar- og žjónustuašilar

Heilsubankinn er vefur um allt er viškemur heilsu okkar og lķfshįttum. Honum er ętlaš aš stušla aš aukinni mešvitund um holla lķfshętti og um leiš er honum ętlaš aš vera hvatning fyrir fólk til aš taka aukna įbyrgš į eigin lķfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamišill, auk žess sem hann er gagnabanki yfir ašila sem bjóša žjónustu er fellur aš įherslum Heilsubankans.

Viš hvetjum žig til aš skrį žig į póstlista Heilsubankans (hér) og sendum viš žér žį fréttabréfiš okkar ķ tölvupósti ca. tvisvar sinnum ķ mįnuši. Žar koma fram punktar yfir žaš helsta sem hefur birst į sķšum Heilsubankans, auk tilboša sem eru ķ boši fyrir handhafa Heilsukortsins.

Viš bjóšum žig velkomin(n) inn į vefinn og hlökkum til aš sjį žig hér sem oftast.

Blómadropar

Blómadropar - grein unnin upp úr viðtali við Írisi Sigurðardóttur sem birtist í Nýju lífi, árið 1999. Viðtalið tók Jónína Leósdóttir.

Ertu undir miklu álagi þessa dagana? Ertu kvíðin(n), döpur(dapur), áhyggjufull(ur), útbrunnin(n) eða í uppnámi? Þá gætu blómadropar kannski komið ró á tilfinningalíf þitt og gert þér auðveldara að takast á við vandann sem að baki liggur.

Tilurð dropanna

Segja má að breskur læknir, dr. Edward Bach (1886 - 1936) hafi ,,fundið upp" blómadropana. Hann studdist hins vegar við margra alda gömul fræði og vinnsluaðferðir sem meðal annars má sjá á teikningum frá 15. öld. Menn höfðu lengi talið að daggadropar blóma innihéldu kraft úr jurtunum - ekki síst ef sólin hefði vermt döggina í dögun. Bach safnaði þó ekki daggardropum í glös heldur tíndi blóm, lagði þau í bleyti í tæru vatni og lét ílátin standa úti í sólskini í u.þ.b. þrjár klukkustundir. Hann þróaði 38 tegundir af ,,blómakrafti" sem hann blandaði út í vínanda svo hann yrði geymsluhæfur. Kenning læknisins var sú að blómadroparnir kæmu jafnvægi á tilfinningalífið. Hann taldi að flesta sjúkdóma mætti rekja til andlegs ójafnvægis og vildi ráðast að rótum vandans. Þótt droparnir virki á tilfinningalega líðan okkar er inntaka þeirra þannig í raun og veru forvarnaraðgerð gegn líkamlegum veikindum. Til eru margar bækur með lýsingum á því hvaða dropa sé best að nota við hvaða líðan. Grunntegundirnar 38 eru enn í góðu gildi en einnig hafa ótal nýjar tegundir verið settar á markað eftir lát dr. Bachs.

Við hverju gagnast blómadropar

Enginn kemst í gegnum lífið án þess að þurfa einhvern tíma að glíma við erfiðar tilfinningar. Fyrr eða síðar stöndum við frammi fyrir aðstæðum sem setja okkur úr jafnvægi - ástvinamissi, skilnaði, ástarsorg, veikindum, prófskrekk, atvinnuleysi, strembnu námi, búferlaflutningum, fjárhagskröggum eða öðru sem kemur róti á tilfinningalífið. Við slíkar aðstæður er gott að eiga trausta fjölskyldu og trygga vini. Svo getum við líka leitað til fagfólks ef okkur gengur illa að ná okkur á strik aftur - bæði til lækna og sálfræðinga. Fólk hefur einnig notað blómadropa til að ,,jafnvægisstilla" tilfinningarnar og auka andlegan styrk sinn. Þetta gerir fólk í fyrsta lagi til að losna við vanlíðan sína hér og nú og í öðru lagi til að koma í veg fyrir að tilfinningalega álagið leiði til líkamlegra sjúkdóma.

Blómadropar (,,flower essences" eða ,,flower remedies" á ensku) eru seldir í ýmsum heilsubúðum og lyfjaverslunum. Vert er að leggja á það áherslu að blómadroparnir lækna ekki líkamlega sjúkdóma heldur virka þeir á svokallaðan orkuhjúp líkamans. Krafturinn úr dropunum er hins vegar talinn geta fyrirbyggt sjúkdóma sem rekja má til tilfinningalegs álags og langvarandi spennuástands. Með því að bæta andlegt ástand fólks er sem sagt verið að koma í veg fyrir að vanlíðanin skaði líkama þess.

Blómadroparáðgjafar útbúa mismunandi blöndur fyrir hvern og einn einstakling, allt eftir því hvað viðkomandi er að takast á við. Ef við tökum dæmi af einstaklingi sem þjáist af ótta, þá þarf að finna út hvað viðkomandi óttast. Sumir eru kannski lofthræddir eða hræddir við kóngulær en aðrir geta verið haldnir almennum kvíða sem ekki tengist sérstökum aðstæðum. Mismunandi blómadropar eru gefnir við hverju tilfelli. Að sama skapi eru til dropar sem virka vel á depurð á ýmsum stigum og einnig er hægt að hjálpa fólki að vinna bug á neikvæðni, eilífum áhyggjum af öðrum, prófskrekk og svona má lengi telja.

Til er sérstök blanda sem kallast ,,rescue remedy" eða bráðaremedía (þýð.höf.) sem mörgum finnst gott að grípa til ef þeir verða fyrir einhverskonar áfalli. Þessi blanda er frábær sem skyndihjálp þegar áfall hefur dunið yfir. Það skiptir ekki máli af hvaða toga áfallið er. Það er m.a.s. hægt að fá dropa til að vinna úr margra ára gömlum áföllum. Blómadropar geta einnig hjálpað börnum. Oft gengur sérstaklega vel að vinna með börn og blómadropa þar sem börnin eru ekki komin með jafnmiklar varnir og þeir fullorðnu. Árangurinn kemur þess vegna oft fyrr í ljós.

Notkun blómadropa

Frumkvöðullinn, dr. Edward Bach, ætlaðist til þess að fólk blandaði dropunum út í vatn og dreypti á blöndunni af og til. Þessi aðferð er í fullu gildi enn í dag en blómadroparnir gera ekki síður gagn ef þeir eru bornir á húðina. Nuddarar hafa notað blómadropa í sinni meðferð með góðum árangri. Einnig hafa droparnir verið notaðir á nálastungu- eða þrýstinuddspunkta og hefur það reynst mjög vel. Algengt er að blómadropar séu notaðir samhliða annarri meðferð.

Íris Sigurðardóttir er starfandi blómadroparáðgjafi.
 
Shiatsu

Hvað getur Shiatsu Do gert fyrir þig?

Shiatsu er græðandi aðferð sem lætur sjúklinginn komast í samband við sinn eiginn hæfileika til að græða sjálfan sig.

Shiatsu er jafnvægis- og víxlverkandi samband milli nuddarans og sjúklingsins, þar sem græðandi kraftur beggja er notaður til að jafna lífsnauðsynlegu lífsorkuna sem kölluð er Qi.

Orðið Shiatsu þýðir fingur þrýsta (Shi´ stendur fyrir fingur') -(‘atsu' merkir þrýstingur), en Shiatsu er meira en þrýstingur. Það er hagnýtt sambland af þrýstings- og eins konar togtækni. Shiatsu er kennt víða um heim og nokkrar aðferðir notaðar.  Til eru skólar sem kenna "berfættan" Shiatsu, þar sem meðal annars er gengið á baki einstaklingsins, leggjum og fótum. Enn aðrir skólar, t.d á Ítalíu, notast við sex-hluta kenninguna í greiningu og meðferð. (Six Division diagnoisis.)

Tengls Shiatsu gegnum aðrar meðferðir

Nálastungur

Uppruni Acupunture (nálastungna) og Shiatsu er í Kína en hefur verið þróað upp í nútímavesturlensk fræði. Nálastungur og Shiatsu hafa svipaðar rætur og deila undirstöðuatriðum kenninganna. Hvort sjúklingur kýs nálastungur eða Shiatsu sem meðferð fer eftir því hvað honum líkar og einnig eftir heilsu hans. Sumu fólki líkar líkamleg nálægð Shiatsu sem veitir notalega og kærleiksríka meðhöndlun. Öðrum líkar fjarlægð nálastungnanna. Margir meðferðaraðilar  nýta sér tækni beggja aðferðanna og nota hana í bráðatilfellum, t.d. við mígreni, liðagigt, frosinni öxl o.s.frv. Merkilegt er að í Japan læra allir Shiatsu með nálastungunum sem hluta af námsefninu og þjálfun. Þá er það notað sem miðill til að kenna nálastungur því það hjálpar nemendum að komast í snertingu við Qi (lífsorkuna).

Shiatsu

Til að uppgötva sögulegar rætur Shiatsu verðum við að fara aftur til fornþjóðar Kína þaðan sem grunnlögmál allra forma austurlenskra læknisfræðikenninga komu og er partur af kínveskri heimspeki.

Nudd

Það er athyglisvert að skoða hvernig læknisfræðileg beiting á nuddtækni var varðveitt á sviði þungunar og fæðingar með því að nota nálastungu sem sérhæft form samhliða kviðarholsnuddi sem var notað í læknisfræðilegum tilgangi í margar aldir. Um þessa aðferð er getið í kaflanum um Midwifery í Japan í bókinni The Women by Ploss Bartels. Anma-nudd (austurlensk nuddtækni) fór að glatast þegar það færðist til Evrópu og þess var krafist að nudd væri starf þeirra sem væru blindir og minna menntaðir en læknar. Nudd og Shiatsu deila mörgum eiginleikum: Mannlegri hlýju og samúðarfullri snertingu sem lætur líkamann slaka á og gefa eftir. 

Heilun

Yfirlagning handa á sér langa og vel skráða sögu. Það er getan til að færa öðrum lausn á einhvern hátt, "þeim viðstadda", út fyrir svigrúm vísindanna og andlega hugsun til að útskýra. Shiatsu hefur austræna læknisfræðilega kenningu um hvað það er sem við gerum, en við getum veitt víðtæka notkun á tækninni sem heilun byggist á.

Hvað þýðir orðið Tao?

Orðið er ævafornt í kínversku tungumáli. Enginn veit hvenær það var fyrst notað og í hvaða merkingu. Menn telja að það hafi verið notað löngu áður en það var fært í letur.

Í rituðu máli birtist það fyrst í bókinni eftir "Shu Ching"en Shu var uppi 2255-2205 fyrir Krist.

Á Vesturlöndum hafa menn þýtt orðið Taó á marga vegu: Það er kallað vegurinn, náttúran, hugurinn, skynsemin, sannleikurinn, hið góða og margt fleira. Hinn margsýni taóisti hefur ekkert um þessar þýðingar að segja annað en: Þetta er allt rétt og þetta er allt rangt. Ekkert af þessu nær til grunnmerkingar orðsins. Hjá Kínverjum þýðir Taó Yi; hið rétta. Tao Li merkir hið rökrétta, Jen Tao merkir góðleika og svo mætti lengi telja.

Taó er er uppsprettan sem allt kemur frá, þess vegna er Taó í öllu.

Frá Taó sem á sér ekkert nafn kom himininn og jörðin

Í bókinni "I Cing the book of Changes" er sagt að hinar tvær grundvallarandstæður alheimsins, yin og yang, séu báðar runnar frá Taó. Þannig er Taó er orsök allra breytinga, hið virka afl sem vinnur í gegnum allar þessar andstæður sem notaðar eru í austurlenskum meðferðum.

TAÓ

Taó er máttur hins fyrsta orðs

sköpunarinnar.

Taó er hið síðasta orð.

Orð sem hægt er að skilja

er ekki hið rétta orð.

Himinn og jörð komu frá því

sem er fyrir handan þess sem er.

Frá þeirri veru komu allir hlutir.

Hvað er Qi?

Qi er lífsorkan. Hugtakið qi eða lífsorkan er undirstaðan í kínverskri læknisfræði. Það er ekkert hugtak sem er sambærilegt í vestrænum fræðum. Qi er túlkað eins óefnislegt og gas og gufa og eins efnislegt og hrísgrjón. Í kínverskri læknisfræði er talað um að manneskjan sé tilkomin frá Qi himins og jarðar. Simple Questions segir: "Samruni himins og jarðar er kallaður maður," og "Classic of Difficuldies" segir: "Qi er rót mannsins."

Qi er orka sem sýnir sig samtímis á líkamlegu og andlegu plani og er sífellt að breytast í orku og efni.

Hefðbundnar kínverskar lækningar tala um fimm meginform af Qi-orku.

 • Qi (efni-orka).
 • Xue (blóð)
 • Jing (lífskjarni).
 • Shen (andi).
 • Jin Ye (líkamsvökvi).

Hin fimm efni starfa svo sjálfstætt þótt Qi sé þungamiðja þess. 

Hlutverk Qi er svo skipt niður í sjö meginþætti.

 • Hvating, rising.
 • Vermandi, varming.
 • Verjandi, protection.
 • Stjórnandi, govern.
 • Umbreytir, transform.
 • Heldur, holding.
 • Flytur, transport.

Samkvæmt kínverskum lækningum flæðir Qi í gegnum allar"hringrásir"líkamans og er sú orka sem er lífnauðsynleg og gefur öllu lifandi efni líf. Það er þetta orkuflæði sem við erum að stilla, jafna, hvetja eða letja á svo margvíslegan hátt með shiatsu, nálastungum og óhefðbundnum lækningum og er svo auðvelt að nota hvert með öðru, eins og er kennt á svo margvíslegan hátt í Shiatsu Do.

Punktar og rásir eru mjög margar í mismunandi dýptum, liggja eins og net um líkamann. Við leggjum mesta áherslu á hinar 12 hefðbundnu (classical meridian) brautir, extending-brautir og extra-brautir. Punktarnir tsubo sem eru dyrnar inn í dýpri lög eru einnig  margir. Fyrir utan þá hefðbundnu eru extra-punktar, asi-punktar, luo- og couple-punktar, xi cleft- og elimenta-punktar, sem allir þjóna sínum tilgangi og svona mætti lengi telja.

Þetta er grunnundirstaða þekkingar sem hægt er að nýta sér í sjúkdómsgreiningu og hægt er að nota í báðum fræðunum; "acupuncture" (nálastungum) og Shiatsu og hvernig hægt er að nýta þær saman. Tengingar þær sem koma úr báðum fræðunum eru margar líkar að uppruna fræðilega séð en samt ólíkar í notkun. Það á sér stað mikil virkni við að nota orkuvinnu í Shiatsu (tengingar eins og Master- og couple-punktana í extra-rásunum (extra meridian), Luo- og couple-punktana, element-punktana og Six Division-tengingarnar.)

Fyrir meðferðina er farið yfir hefðbundnar spurningar um ástand líkamans og andlega líðan, mataræði og lífsstíl.

 • Eins og í öðrum austurlenskum meðferðum byggist allt á greinagóðum upplýsingum.
 • Þreifa
 • Skoða
 • Horfa
 • Lykta
 • Hlusta

 

 • Meðferðin á sér stað á þykkri dýnu á gólfinu.
 • Viðskiptavinur klæðist léttum þægilegum klæðnaði.
 • Meðferðartími er 40 til 80 mín.
 • Áhersla er lögð á að sá sem þyggur meðferðina slaki á og vinni þannig með meðferðinni

Samantekt

Markmið mitt með þessum upplýsingum er að sýna fram á hve óendanlegir möguleikar eru með Shiatsu og nálastungum saman og öðrum óhefðbundnum aðferðum. Hægt er að leita sér leiða til stuðnings í öðrum meðferðum sem geta hjálpað sjúklingum okkar. Það er markmiðið, allt getur unnið saman. Það sem hér hefur verið nefnt er aðeins brotabrot af því. Allar þessar sjúkdómsgreiningar geta nýst í óhefðbundnum lækningum og flest geta þessi fræði unnið saman. Okkar er valið þegar við störfum með það. Það verða aldrei allir sammála um hvaða aðferðum er beitt en ef við trúum og sjáum árangur af meðferðum okkar þá er björninn unninn.

Eygló Þorgeirsdóttir
Meðferðaraðili Langholtsveg 17
www.eyglo.is 
 
Alexandertękni

Alexandertækni
- meðvitund um betri líkamsstöðu

Frederick Matthias Alexander

Alexandertækni á rætur sínar að rekja til Ástralíu þar sem leikari nokkur, Frederick Matthias Alexander (1869-1955), missti röddina í sífellu þegar hann var að vinna. Hann hafði farið víða milli lækna en enginn hafði fundið út hvað hrjáði hann.
Hann ákvað að leita sjálfur að lausn vandans, setti upp spegla í stofu sinni og byrjaði að skoða hvernig hann beitti hálsinum við leiklestur.
Alexander sá strax að mikil breyting varð á hálsvöðvum þegar hann hóf lesturinn. Hann reigði höfuðið aftur og ofan í búkinn og klemmdi þar með raddböndin. Við nánari athugun uppgötvaði hann að hann lyfti brjóskassanum, varð fattur og spenntist í mjóbaki auk þess sem hann varð stífur í fótunum og þrýsti tánum niður í gólfið. Allt þetta við einfaldan upplestur!
Þessari skoðun hélt hann áfram næstu 10 árin og rannsakaði hvernig hann beitti líkamanum við mismunandi aðstæður. Hann fann út að líkaminn virkar í raun eins og dóminó því þessi spenna, sem gerði það að verkum að hann missti röddina, hafði miklu víðtækari áhrif á líkamann í heild. Sömuleiðis spilaði andlega hliðin þarna inn í, t.d. stress, kvíði o.s.frv.

Vann fyrst með listafólki

Með þessi fræði fór hann til Englands um aldamótin og setti upp skóla. Alexander byrjaði að vinna með leikara og tónlistarfólk en þessir hópar æfa sig mjög mikið og endurtaka oft sömu hreyfingar t.d. við hljóðfærin. Þessar hreyfingar verða að vana og viðkomandi hættir að hugsa út í þær. Oft á tíðum áttar hann sig ekki á því að það eru einmitt þessar venjubundnu stellingar sem mynda óþarfa spennu og valda oft verkjum eftir smá tíma.
Rannsóknir hans vöktu mikla athygli og í framhaldinu tóku leiklistar- og tónlistarskólar fræðin inn í námið sem nauðsynlegt tæki til að læra á líkamann. Sömuleiðis nýttu þeir sér tæknina sem forvörn til að koma í veg fyrir meiðsl.
Enn þann dag í dag telja listaskólar um allan heim tæknina nauðsynlegan hluta af því námi sem þeir bjóða upp á. Hér á landi er Alexandertæknin kennd við Tónlistarskóla Reykjavíkur og var til langs tíma einnig kennd við Leiklistarskóla Íslands/Listaháskólann.
Tæknin er útbreiddust í Ástralíu, Ísrael og Englandi. Sömuleiðis eru skólar víða í Evrópu, Ástralíu og Ameríku. Í mörgum löndum hafa fagfélög verið mynduð og er hægt að kynna sér þau á heimasíðunni stat.org.uk.

Endurmenntun í líkamsbeitingu

Alexandertæknin einskorðast þó ekki bara við list heldur nýtist hún fólki úr öllum áttum. Í dag er kannski auðveldast að taka dæmi um þann sem vinnur við tölvu allan daginn en þegar við setjumst við tölvuna eru hreyfingar okkar oftast það vanabundnar að við tökum ekki eftir þeim. Í því sambandi er ekki óalgengt að eymsli komi upp í herðum, mjóbaki og hálsi auk þess sem margir kannast við svokallaða "tölvumús" í úlnlið.
Það er ekki oft sem við stöldrum við og skoðum hvernig við hreyfum okkur. Yfirleitt erum við lítið meðvituð um það hvernig við hreyfum okkur og eigum jafnvel erfitt með að orða það. Ef ég spyr: "Hvernig situr þú núna?" er líklegt svar: "Bara eins og venjulega". Að sitja í stól er orðinn svo mikill vani að við þurfum ekki að hugsa um það þegar við setjumst niður eða stöndum upp. Hið sama má segja um það þegar við stingum lykli í skrána, setjum töskuna á öxlina o.s.frv. Þar af leiðandi höfum við heldur ekki hugmynd um að í þeirri stellingu sem við "rötum í " er heilmikil yfirspenna á vöðvum.
Allar þessar pælingar eru nauðsynlegar þegar við lærum Alexandertækni en hún hefur það að markmiði að gera fólk meðvitað um líkama sinn. Til þess að það sé mögulegt er nauðsynlegt að skoða ávana þess og losa um þá og þar með um vöðvaspennu. Þetta er líkamsbeitingatækni þar sem hugurinn er nýttur til að losa um spennuna. Í raun er um að ræða endurmenntun í líkamsbeitingu sem byrjar á því að við stöldrum við og skoðum hvernig við notum líkamann í daglegu lífi. Síðan hefst endumenntunin.
Árangurinn hefur ekki einungis áhrif á líkamsstöðuna, heldur heldur alla líkamsstarfsemi sem leiðir til andlegs jafnvægis.

Frumstýring

Það mikilvægasta í byrjun er að losa um spennu í hálsi. Alexander kallar það Primary Control eða frumstýringu.
Frumstýringin gengur út á að hálsinn er hafður frjáls og höfuðið leitar upp (þó ekki með spennu) og látið vísa fram þannig að horft er beint af augum. Þá situr höfuðið rétt á hryggjarsúlunni, án þess að mynda spennu. Sömuleiðis er unnið með að lengja bakið og breikka það. Viðkomandi hugsar sér að hann noti meira pláss en ella og gefur eftir í mjóbaki og maga.
Þetta er kjarninn en bara byrjunin.

Hvernig er Alexandertæknin kennd?

Tæknin er kennd í einkatímum sem taka um 30 - 45 mín. Farið er yfir líkamsstöðu viðkomandi og unnið með frumstýringu þar sem skoðaðar eru daglegar hreyfingar, á stól, bekk, standandi, á bolta, allt eftir hvað hentar hverju sinni. Kennari leggur hendur létt á nemandann og leiðbeinir en togar ekki, hnykkir eða teygir.
Best er að vera í þægilegum fötum sem þrengja ekki að.

Hverjir læra Alexandertækni?

Eins og áður sagði þekktist tæknin fyrst og fremst í listageiranum til að byrja með en í dag er hún nýtt af mun breiðari hópi. Tæknin nýtist sem forvörn, t.d. með því að læra að beita sér rétt við námslestur, að sitja við tölvu o.s.fr. Þeir sem þjást af bak- eða hálseymslum, t.d. eftir slys eða lélega beitingu, nýta sér tæknina í aukni mæli til að létta á verkjum og breyta ávanastellingum. Íþróttafólk, sem vill bæta árangur sinn, finnur mikinn mun við að létta á óþarfa spennu og minnka þar með orkunotkun.
Þá nýtist Alexandertæknin þunguðum konum í auknu mæli, bæði fyrir og í fæðingu. Líkaminn tekur ótal breytingum á meðgöngunni - hann þyngist og jafnvægispunkturinn breytist stöðugt. Það er nauðsynlegt fyrir þungaðar konur að vera sér meðvitaðar um þetta og læra að breyta líkamsbeitingu sinni jafnóðum og þessar breytingar ganga yfir. Þá leiðir Alexandertæknin af sér bætta öndun sem nýtist ótrúlega vel í fæðingunni sjálfri.
Allir geta nýtt sér Alexandertæknina og ekki má gleyma að með líkamlegri meðvitund og vellíðan fylgir andlegi þátturinn með.

Harpa Guðmundsdóttir
Höfundur er Alexandertæknikennari frá The North London Teachers Training Course.
 
Höfušbeina- og spjaldhryggjarmešferš

Höfuðbeina- og spjaldhryggjar meðferð

Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð hefur notið mikilla vinsælda hér á landi síðustu árin. Þetta er milt og öruggt meðferðarform sem byggir á ákveðnum handbrögðum og tækni. Greint er ójafnvægi í höfuðbeina- og spjaldhryggjar kerfinu og það leiðrétt. Unnið er með og losað um spennu, samgróninga og bólgur í öllu bandvefs- og himnukerfi líkamans. Meðferðin eykur orku og vökvaflæði líkamans og fer ennig inn á að losa um bældar tilfinningar sem tengjast spennu í vefjum hans (vefræn tilfinningalosun).

Saga og þróun

Höfuðbeina- og spjaldhryggjar meðferð hefur þróast alla síðustu öld út frá vinnu og uppgötvunum þriggja lækna; A.T. Still, William Sutherland og dr. John E. Upledger.

A.T. Still (1873) var læknir (osteópati). Hann hneigðist að náttúrulækningum. Hann lagði mikla áherslu á að líkaminn er ein eining/heild, og að uppbygging hans og starfsemi eru nátengdar. Hann leit á líkamann sem kerfi með sjálflæknandi eiginleika, því minna sem við grípum inn í starfsemina þeim mun betur gengur að læknast. Hann komst einnig að þeirri niðurstöðu að lyf eru hættuleg. Í byrjun tuttugustu aldar stofnaði Still skóla í Osteophaty í Missouri í Bandaríkjunum.

Osteopatinn William Sutherland var nemandi A. T. Still. Hann er talinn vera upphafsmaður Cranial osteopathy (höfuðbeina liðfræði). Hann hafði mikinn áhuga á uppbyggingu höfuðkúpunnar. Hann lærði að uppbygging og starfsemi líkamans eru nátengdar og skoðaði uppbyggingu samskeyta (sauma) höfuðbeinanna. Hver saumur hefur sína sér eiginleika í uppbyggingunni og Sutherland sýndi fram á þýðingu þess fyrir starfsemi höfuðkúpunnar/hreyfingu. Hann uppgötvaði að höfuðbeinin eru ekki aðeins hreyfanleg, heldur að þau hreyfast taktfast í útþenslu og samdrátt, hjá eðlilegum einstaklingi. Hann kom fram með kenningar um að hægt væri að hreyfa höfuðbeinin og hafa þannig áhrif á starfsemi heilans og heilatauganna. Sutherland taldi að með því að leiðrétta afstöðu beinanna þá lagaðist starfsemi líkamans.

Dr. John E.Upledger fékk áhuga á Cranial Osteopathy eftir að hafa rekist á kröftugan slátt í mænuvökvanum þegar hann aðstoðaði við skurðaðgerð þar sem fjarlægð var kölkun við mænuhimnur í hálsi. Hann nam fræði Sutherlands og eftir mikla rannsóknarvinnu við Michican State University þróaði hann CranioSacral meðferðina sem ólíkt Cranial osteopathy gengur út frá því að beinin þjóni og fylgi bandvefnum en ekki öfugt. Niðurstaða Dr. Upledger var sú að árangursrík meðferðarvinna yrði að taka til allra þátta mannsins, jafnt líkamlega sem andlegra þátta. Maðurinn er ein heild og það ber að meðhöndla hann sem slíkan.

Höfuðbeina- og spjaldhryggjar meðferð

Höfuðbeina- og spjaldhryggjarkerfið er lífeðlisfræðilegt kerfi, sem er tiltölulega nýlega uppgötvað. Það samanstendur af heila- og mænuhimnum og heila- og mænuvökva sem umlykur, nærir og ver miðtaugakerfið. Það nær frá höfuðbeinum niður í spjaldhrygg.
Höfuðbeina- og spjaldhryggjarkerfið er hálflokað vökvakerfi. Vegna frásogs og framleiðslu á heila- og mænuvökva þá myndast taktföst hreyfing á vökvanum. Þessi taktfasta hreyfing veldur hreyfingu á heila- og mænuhimnum. Sú hreyfing kvíslast eftir himnukerfi líkamans sem er ein samhangandi heild. Þá hreyfingu er hægt að greina með snertingu hvar sem er á líkamanum. Þessi taktfasti sláttur í heila-og mænuvökvanum er u.þ.b. 6-12 slög á mínútu.

Höfuðkúpan er samsett úr mörgum beinum sem eru aðskilin við fæðingu. Þau vaxa og ná saman og mynda beinsaum sín á milli. Hin hefðbundna skýring er sú að við sjö ára aldur eru beinin orðin samsoðin heild. En í þessari meðferð er gengið út frá því að beinsaumurinn sé í raun bandvefsliðamót er bjóði upp á hreyfingu beinanna. Þetta er ekki mikil hreyfing en höfuðkúpan þenst út og dregst saman við hreyfingu heila- og mænuvökvans. Ef hins vegar einhverjar hindranir verða á hreyfingu höfuðbeinanna eða einhverstaðar í himnukerfi líkamans hindrar það flæði þessarar taktföstu hreyfingar eftir himnukerfinu. Hægt er að meta hvar hindranir liggja með því að greina taktinn á nokkrum stöðum á líkamanum.

Bandvefur

Bandvefskerfi líkamans er það kerfi sem tengir saman alla hluta hans í eina heild. Það má líta á bandvefinn sem eitt samhangandi slíður sem nær frá hvirfli til ilja. Bandvefurinn myndar himnur í heila, slíður um heila, mænu og taugar og hvíslast um æðar, vöðva, bein, líffæri og önnur byggingakerfi líkamans, þar með talið frumur og frumulíffæri. Bandvefur er uppbyggður af bæði trefjaefni (kollageni) og teygjuefni (elastíni), það gerir honum kleift að vera bæði teygjanlegur og að dragast saman aftur. Þessir eiginleikar bandvefs valda því að hann aðlagast hinum ýmsu breytingum sem eiga sér stað í líkamanum, bæði eðlilegum vexti og óeðlilegum, t.d. bólgur, æxli og skekkjur. En slíkar breytingar og skekkjur eru samt sem áður álag á bandvefinn sem er í stöðugri viðleitni til að fara í rétt horf. Teygjuþáttur bandvefsins geymir í sér "minni" um eðlilega stöðu. Höfuðbeina- og spjaldhryggjar meðferð styður við líkamann í að vinda ofan af bandvefnum, og þar sem teygjuþáttur himnukerfisins "man" réttu leiðina, er mikilvægt að meðferðaraðili láti af þörf sinni til að gera e-ð eða að stjórna og hlusti á líkama þiggjanda meðferðarinnar því hann veit best hvað þarf að gera.

Vefræn tilfinningalosun (SomatoEmotional Release®)

Vefræn tilfinningalosun (VTL) er sál-líkamleg aðferð sem notuð er til að aðstoða líkamann við að losa um vefrænar afleiðingar af áföllum og neikvæðar tilfinningar sem þeim tengjast. Hún byggir á höfuðbeina- og spjaldhryggjar vinnunni en einnig er beitt samtalstækni. Þetta meðferðarform hófst í lok áttunda áratugarins þegar Dr. John Upledger og lífeðlisfræðingurinn Dr. Zvi Karni PhD, rákust á að oft gerist það að líkaminn geymir í sér orku sem er afleiðing af slysum, meiðslum eða tilfinningalegs áfalls. Áfallið gerir það að verkum að líkaminn geymir orkuna á einhverjum stað í líkamanum og myndar það sem Dr. Upledger kallar orkumein (energy cyst). Heilbrigður líkami getur tekið inn og aðlagast slíkum orkumeinum, en þau valda því að meiri orka fer í alla starfsemina. Eftir því sem árin líða þá minnkar aðlögunargetan og fram koma einkenni sem sífellt er erfiðara að horfa framhjá eða halda niðri.

Meðferðin

Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð fer fram með þeim hætti að í flestum tilvikum liggur sá er þiggur meðferðina á bekk og er fullklæddur. Meðferðaraðilinn byrjar á að greina hreyfinguna í mænuvökvanum með því að þreifa eftir henni á nokkrum stöðum á líkamanum, og finnur þannig út hvar liggur spenna sem hindrar hreyfinguna. Meðferðin er síðan fólgin í að losa um spennu í bandvefnum og liðka til fyrir hreyfingu höfuðbeina og spjaldhryggs og þar með losa um spennu í þessu himnukerfi miðtaugakerfisins og leiðrétta skekkjur á beinum. Gegnumgangandi er markmiðið að nota mjög léttan þrýsting, innan við 5 gr. Líkami þiggjandans er alltaf sá sem ræður ferðinni, bæði hvað magn þrýstings og stefnu varðar. Ef beitt er auknum þrýstingi þá bregst líkami þiggjandans við með því að veita mótstöðu gegn innrásinni. Með léttri snertingu erum við að læðast framhjá varnarkerfi líkamans og líkaminn nær að nýta sér þennan létta þrýsting og orku til að losa um spennu eða stíflur. Þessi milda nálgun og að líkami þiggjandans ræður alltaf ferðinni, tryggir að þetta er mjög öruggt og hættulaust meðferðarform.
Algengt er að þessi meðferð taki um klukkustund í senn en það er mjög misjafnt eftir einstaklingum hve oft þarf að koma. Langflestir finna fyrir verulega bættri líðan í fyrstu 1-3 skiptunum. Mjög margir hafa gert þessa meðferð að reglubundnum þætti í sinni heilsueflingu.

Meðferðargildið

Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð er mjög mild meðferð sem þrátt fyrir lítið inngrip hefur mjög djúp áhrif. Styrkur þessa meðferðarforms er m.a. að hluti meðferðarinnar felst í að vinna frá kjarnanum (mænu) og út á við. Þessi meðferð vinnur með líkamanum í að auka eigin getu til að efla starfsemi miðtaugakerfis-ins, minnkar neikvæðar afleiðingar streitu, eflir almennt heilsufar og eykur viðnám gegn sjúkdómum.

Höfuðbeina- og spjaldhryggjar meðferð hefur m.a. reynst vel við eftirfarandi einkennum:
Mígreni
Íþróttameiðslum
Krónískum háls- og bakverkjum
Heila og mænusköðum
Örðugleikum í stjórnun hreyfinga
Streitu og streitutengdum vandamálum
Kjálka og bitvandamálum
Hryggskekkju
Síþreytu
Taugavandamálum
Námsörðugleikum
Ofvirkni
Vefjagigt
Áfallsröskun
Vandamálum í ónæmiskerfinu
Vefjavandamálum eftir skurðaðgerðir og
Vanlíðan ungbarna

Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjar meðferð hefur fengið mikinn meðbyr, góðar móttökur hjá almenningi og viðurkenningu. Byggist það á þeim góða árangri sem næst með þessu meðferðarformi.

Hvernig nýtist Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjar meðferð íþróttafólki?

Þetta meðferðarform er frábær aðferð til að fyrirbyggja meiðsli og einnig ein besta aðferð til að hvetja og styðja við sjálfsheilunarferli líkamans. Mjög jákvætt er að fara reglulega í þessa meðferð til að hjálpa líkamanum að losa um spennu og vandamál sem safnast upp í daglega lífinu og ekki síst við erfiða íþróttaiðkun. Meðferðin kemur í veg fyrir að spenna safnist upp og minnkar þannig líkur á meiðslum, einnig eru ákveðnir þættir í meðferðinni sem lækka spennu í ósjálfráða taugakerfinu (sympatíska kerfinu) sem ekki bara eykur líkamlega slökun heldur slakar einnig á andlegri spennu og kvíða t.d. fyrir keppni eða próf. Við meiðsli er algengt að um skaða á himnukerfi líkamans sé að ræða. T.d. tognanir, snúningar, bólgur, rof eða blæðingar í hinum ýmsu himnum líkamans, s.s. vöðvahimnum, sinum, liðböndum, liðpokum o.s.frv. Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjar meðferð gengur út á að vinna með skaða í himnukerfi líkamans. Himnan er uppbyggð m.a. af trefjum og teygjuefni. Teygjuþátturinn (elastín) í himnunni gerir það að verkum að himnan leifir ákveðið tog og trefjarnar (collagen) gefa henni styrk þannig að himnan skaðast ekki þrátt fyrir t.d. eðlilegan vöxt eða jafnvel óeðlilgan (bólgur og æxli). En eins og íþróttamenn vita þá er oft um álag og ofnotkun að ræða sem gerir það að verkum að himnan gefur sig. Með ákveðnum handbrögðum þá gengur þetta meðferðarform út á að hjálpa himnunni að vinda ofan af snúningi og tognunum, minnka bólgur og losa um afleiðingar af höggi ef um slíkt er að ræða. Auk þess býr þetta meðferðarform yfir þeim kosti að geta losað um gömul meiðsl. Oft valda gömul meiðsl, (samgróningar, spenna, langvinnar bólgur eða önnur vandamál) afleiddum vandamálum annars staðar í líkama, þó gamla vandamálið sé án einkenna getur það þannig verið að valda óskýrðum verkjum, stirðleika eða vanstarfsemi annars staðar í líkamanum. Þetta er vegna þess að himnukerfi líkamans er ein heild frá hvirfli til ilja, og frá frumu til húðar. Þannig að þegar spenna myndast á einum stað þá myndast frá henni tog sem getur verið að valda afleiddu einkennunum. Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjar meðferð býr yfir greiningaraðferðum sem gera meðferðaraðilanum kleift að finna rót vandans. Þannig er ekki aðeins einnkennið meðhöndlað heldur er orsökin leituð uppi og meðhöndluð.
Með því að fara reglulega í höfuðbeina- og spjaldhryggjar meðferð er þannig hægt að koma í veg fyrir að gamlir skaðar taki sig upp, losa um gamla skaða sem hugsanlega eru að valda einhverjum vandamálum, losa um kvíða og andlega spennu og auka liðleika himnukerfisins sem lágmarkar hættu á sköðum.

Dr. John E. Upledger stofnaði Upledger Institute (UI) í Bandaríkjunum árið 1985. Hlutverk UI er að stunda rannsóknir, bjóða upp á meðferðir sérfræðinga og kenna höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð og önnur meðferðarform sem tengjast henni. Höfuðstöðvar UI eru í borginni West Palm Beach í Flórida í Bandaríkjunum. Nám í Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjar meðferð fer fram hér á landi og einnig eru reglulega kynningarnámskeið víða um land.

Erla Ólafsdóttir sjúkraþjálfari

 
Starfsleyfi ķ nįlastungum

Ég rakst á grein í Morgunblaðinu, 9. október, þar sem Ríkharður Mar Jósafatsson skrifaði um baráttu Nálastungufélags Íslands fyrir að fá löggildingu á starfsgrein sína.

Þar stendur m.a. að heilbrigðisráðherra sé hlynntur nálastungum og hafi lýst áhuga á að skoða samstarf á milli íslenskra og kínverskra heilbrigðisyfirvalda. Á sama tíma fá félagar í Nálastungufélagi Íslands ekki starfsleyfi á Íslandi.

Ég sló á þráðinn til hans og spurði hann nánar út í þessa baráttu.

Lesa meira...
 
Meira...
<< Byrja < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 Nęsta > Endir >>

Śrslit 145 - 149 af 149
Til baka
 
Greinar Pistill dagsins Vištöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og įbendingar Vandamįl og śrręši
Skrįning į žjónustu- og mešferšarsķšur

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur įskilinn