Frekari meðferðirMeðferðir

Shiatsu

Shiatsu er svokallað þrýstipunktanudd. Þar er byggt á svipaðri hugmyndafræði og í nálastungum. Unnið er með orkubrautir sem liggja um líkamann og er verið að leitast við að koma orkuflæðinu í jafnvægi. En ólíkt nálastungunum þá er í stað nála notast við þrýsting fingra, handa og jafnvel fóta á orkubrautirnar.

Shiatsu er heildræn meðferð og hjálpar hún við að leysa lækningarmátt líkamans úr læðingi.

Meðferðin fer oftast fram á dýnu á gólfinu þar sem einstaklingurinn liggur eða situr. Klæðast þarf léttum klæðnaði sem þrengir hvergi að.

Shiatsumeðferðin losar um djúpa spennu, dregur úr verkjum, minnkar áhrif streitu og eykur lífskraft og vellíðan. Meðferðin getur staðið ein og sér og einnig getur hún nýst sem hluti af annarri meðferð.

Hvað getur Shiatsu Do gert fyrir þig?

Shiatsu er græðandi aðferð sem lætur sjúklinginn komast í samband við sinn eiginn hæfileika til að græða sjálfan sig.

Shiatsu er jafnvægis- og víxlverkandi samband milli nuddarans og sjúklingsins, þar sem græðandi kraftur beggja er notaður til að jafna lífsnauðsynlegu lífsorkuna sem kölluð er Qi.

Orðið Shiatsu þýðir fingur þrýsta (Shi´ stendur fyrir fingur’) -(‘atsu’ merkir þrýstingur), en Shiatsu er meira en þrýstingur. Það er hagnýtt sambland af þrýstings- og eins konar togtækni. Shiatsu er kennt víða um heim og nokkrar aðferðir notaðar.  Til eru skólar sem kenna “berfættan” Shiatsu, þar sem meðal annars er gengið á baki einstaklingsins, leggjum og fótum. Enn aðrir skólar, t.d á Ítalíu, notast við sex-hluta kenninguna í greiningu og meðferð. (Six Division diagnoisis.)

Tengls Shiatsu gegnum aðrar meðferðir

Nálastungur

Uppruni Acupunture (nálastungna) og Shiatsu er í Kína en hefur verið þróað upp í nútímavesturlensk fræði. Nálastungur og Shiatsu hafa svipaðar rætur og deila undirstöðuatriðum kenninganna. Hvort sjúklingur kýs nálastungur eða Shiatsu sem meðferð fer eftir því hvað honum líkar og einnig eftir heilsu hans. Sumu fólki líkar líkamleg nálægð Shiatsu sem veitir notalega og kærleiksríka meðhöndlun. Öðrum líkar fjarlægð nálastungnanna. Margir meðferðaraðilar  nýta sér tækni beggja aðferðanna og nota hana í bráðatilfellum, t.d. við mígreni, liðagigt, frosinni öxl o.s.frv. Merkilegt er að í Japan læra allir Shiatsu með nálastungunum sem hluta af námsefninu og þjálfun. Þá er það notað sem miðill til að kenna nálastungur því það hjálpar nemendum að komast í snertingu við Qi (lífsorkuna).

Shiatsu

Til að uppgötva sögulegar rætur Shiatsu verðum við að fara aftur til fornþjóðar Kína þaðan sem grunnlögmál allra forma austurlenskra læknisfræðikenninga komu og er partur af kínveskri heimspeki.

Nudd

Það er athyglisvert að skoða hvernig læknisfræðileg beiting á nuddtækni var varðveitt á sviði þungunar og fæðingar með því að nota nálastungu sem sérhæft form samhliða kviðarholsnuddi sem var notað í læknisfræðilegum tilgangi í margar aldir. Um þessa aðferð er getið í kaflanum um Midwifery í Japan í bókinni The Women by Ploss Bartels. Anma-nudd (austurlensk nuddtækni) fór að glatast þegar það færðist til Evrópu og þess var krafist að nudd væri starf þeirra sem væru blindir og minna menntaðir en læknar. Nudd og Shiatsu deila mörgum eiginleikum: Mannlegri hlýju og samúðarfullri snertingu sem lætur líkamann slaka á og gefa eftir. 

Heilun

Yfirlagning handa á sér langa og vel skráða sögu. Það er getan til að færa öðrum lausn á einhvern hátt, “þeim viðstadda”, út fyrir svigrúm vísindanna og andlega hugsun til að útskýra. Shiatsu hefur austræna læknisfræðilega kenningu um hvað það er sem við gerum, en við getum veitt víðtæka notkun á tækninni sem heilun byggist á.

Hvað þýðir orðið Tao?

Orðið er ævafornt í kínversku tungumáli. Enginn veit hvenær það var fyrst notað og í hvaða merkingu. Menn telja að það hafi verið notað löngu áður en það var fært í letur.

Í rituðu máli birtist það fyrst í bókinni eftir “Shu Ching”en Shu var uppi 2255-2205 fyrir Krist.

Á Vesturlöndum hafa menn þýtt orðið Taó á marga vegu: Það er kallað vegurinn, náttúran, hugurinn, skynsemin, sannleikurinn, hið góða og margt fleira. Hinn margsýni taóisti hefur ekkert um þessar þýðingar að segja annað en: Þetta er allt rétt og þetta er allt rangt. Ekkert af þessu nær til grunnmerkingar orðsins. Hjá Kínverjum þýðir Taó Yi; hið rétta. Tao Li merkir hið rökrétta, Jen Tao merkir góðleika og svo mætti lengi telja.

Taó er er uppsprettan sem allt kemur frá, þess vegna er Taó í öllu.

Frá Taó sem á sér ekkert nafn kom himininn og jörðin

Í bókinni “I Cing the book of Changes” er sagt að hinar tvær grundvallarandstæður alheimsins, yin og yang, séu báðar runnar frá Taó. Þannig er Taó er orsök allra breytinga, hið virka afl sem vinnur í gegnum allar þessar andstæður sem notaðar eru í austurlenskum meðferðum.

TAÓ

Taó er máttur hins fyrsta orðs

sköpunarinnar.

Taó er hið síðasta orð.

Orð sem hægt er að skilja

er ekki hið rétta orð.

Himinn og jörð komu frá því

sem er fyrir handan þess sem er.

Frá þeirri veru komu allir hlutir.

Hvað er Qi?

Qi er lífsorkan. Hugtakið qi eða lífsorkan er undirstaðan í kínverskri læknisfræði. Það er ekkert hugtak sem er sambærilegt í vestrænum fræðum. Qi er túlkað eins óefnislegt og gas og gufa og eins efnislegt og hrísgrjón. Í kínverskri læknisfræði er talað um að manneskjan sé tilkomin frá Qi himins og jarðar. Simple Questions segir: “Samruni himins og jarðar er kallaður maður,” og “Classic of Difficuldies” segir: “Qi er rót mannsins.”

Qi er orka sem sýnir sig samtímis á líkamlegu og andlegu plani og er sífellt að breytast í orku og efni.

Hefðbundnar kínverskar lækningar tala um fimm meginform af Qi-orku.

  • Qi (efni-orka).
  • Xue (blóð)
  • Jing (lífskjarni).
  • Shen (andi).
  • Jin Ye (líkamsvökvi).

Hin fimm efni starfa svo sjálfstætt þótt Qi sé þungamiðja þess. 

Hlutverk Qi er svo skipt niður í sjö meginþætti.

  • Hvating, rising.
  • Vermandi, varming.
  • Verjandi, protection.
  • Stjórnandi, govern.
  • Umbreytir, transform.
  • Heldur, holding.
  • Flytur, transport.

Samkvæmt kínverskum lækningum flæðir Qi í gegnum allar”hringrásir”líkamans og er sú orka sem er lífnauðsynleg og gefur öllu lifandi efni líf. Það er þetta orkuflæði sem við erum að stilla, jafna, hvetja eða letja á svo margvíslegan hátt með shiatsu, nálastungum og óhefðbundnum lækningum og er svo auðvelt að nota hvert með öðru, eins og er kennt á svo margvíslegan hátt í Shiatsu Do.

Punktar og rásir eru mjög margar í mismunandi dýptum, liggja eins og net um líkamann. Við leggjum mesta áherslu á hinar 12 hefðbundnu (classical meridian) brautir, extending-brautir og extra-brautir. Punktarnir tsubo sem eru dyrnar inn í dýpri lög eru einnig  margir. Fyrir utan þá hefðbundnu eru extra-punktar, asi-punktar, luo- og couple-punktar, xi cleft- og elimenta-punktar, sem allir þjóna sínum tilgangi og svona mætti lengi telja.

Þetta er grunnundirstaða þekkingar sem hægt er að nýta sér í sjúkdómsgreiningu og hægt er að nota í báðum fræðunum; “acupuncture” (nálastungum) og Shiatsu og hvernig hægt er að nýta þær saman. Tengingar þær sem koma úr báðum fræðunum eru margar líkar að uppruna fræðilega séð en samt ólíkar í notkun. Það á sér stað mikil virkni við að nota orkuvinnu í Shiatsu (tengingar eins og Master- og couple-punktana í extra-rásunum (extra meridian), Luo- og couple-punktana, element-punktana og Six Division-tengingarnar.)

Fyrir meðferðina er farið yfir hefðbundnar spurningar um ástand líkamans og andlega líðan, mataræði og lífsstíl.

  • Eins og í öðrum austurlenskum meðferðum byggist allt á greinagóðum upplýsingum.
  • Þreifa
  • Skoða
  • Horfa
  • Lykta
  • Hlusta
  • Meðferðin á sér stað á þykkri dýnu á gólfinu.
  • Viðskiptavinur klæðist léttum þægilegum klæðnaði.
  • Meðferðartími er 40 til 80 mín.
  • Áhersla er lögð á að sá sem þyggur meðferðina slaki á og vinni þannig með meðferðinni

Samantekt

Markmið mitt með þessum upplýsingum er að sýna fram á hve óendanlegir möguleikar eru með Shiatsu og nálastungum saman og öðrum óhefðbundnum aðferðum. Hægt er að leita sér leiða til stuðnings í öðrum meðferðum sem geta hjálpað sjúklingum okkar. Það er markmiðið, allt getur unnið saman. Það sem hér hefur verið nefnt er aðeins brotabrot af því. Allar þessar sjúkdómsgreiningar geta nýst í óhefðbundnum lækningum og flest geta þessi fræði unnið saman. Okkar er valið þegar við störfum með það. Það verða aldrei allir sammála um hvaða aðferðum er beitt en ef við trúum og sjáum árangur af meðferðum okkar þá er björninn unninn.

Eygló Þorgeirsdóttir

Meðferðaraðili

Previous post

Osteópatía

Next post

Sjúkraþjálfun

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *