Heilsubankinn Mešferšir
ForsķšaMataręšiHreyfingHeimilišUmhverfišMešferšir
 
Mešferšarašili
Inga Kristjįnsdóttir
Nęringaržerapisti D.E.T. / Einkažjįlfari F.I.A.
Póstnśmer: 108
Inga Kristjįnsdóttir
 
Mešferšar- og žjónustuašilar

Heilsubankinn er vefur um allt er viškemur heilsu okkar og lķfshįttum. Honum er ętlaš aš stušla aš aukinni mešvitund um holla lķfshętti og um leiš er honum ętlaš aš vera hvatning fyrir fólk til aš taka aukna įbyrgš į eigin lķfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamišill, auk žess sem hann er gagnabanki yfir ašila sem bjóša žjónustu er fellur aš įherslum Heilsubankans.

Viš hvetjum žig til aš skrį žig į póstlista Heilsubankans (hér) og sendum viš žér žį fréttabréfiš okkar ķ tölvupósti ca. tvisvar sinnum ķ mįnuši. Žar koma fram punktar yfir žaš helsta sem hefur birst į sķšum Heilsubankans, auk tilboša sem eru ķ boši fyrir handhafa Heilsukortsins.

Viš bjóšum žig velkomin(n) inn į vefinn og hlökkum til aš sjį žig hér sem oftast.

Sjśkranudd

Sjúkranudd er löggild heilbrigðisstarfsgrein sem kennd er á háskólastigi. Námið tekur 2 til 3 ár og er viðurkennt af heilbrigðisráðuneytinu. Eingöngu er hægt að stunda námið erlendis, þ.e. í Kanada, Þýskalandi og Finnlandi. Það nuddnám sem fer fram á Íslandi í dag eða öðrum löndum en að ofan eru talin, er því ekki viðurkennt sem sjúkranuddnám.

Nám í sjúkranuddi byggist á bóklegri kennslu þ.e. líffærafræði, lífeðlisfræði, sjúkdómafræði, taugalífeðlisfræði og hreyfingarfræði. Verklegi þátturinn byggist á kennslu í skoðun og mati á líkamlegu ástandi sjúklings, viðeigandi nuddaðferðum og æfingum.

Meðferðin er byggð á meinafræðinni og niðurstöðum skoðana sem hentar hverju tilfelli fyrir sig. Einnig er lögð áhersla á notkun vatns og hita. Endurhæfingaræfingar eru kenndar til þjálfunar, t.d. eftir áverka eða við líkamsskekkju.

Sænskt nudd er grunnurinn í sjúkranuddi en sjúkranuddarar beita ýmsum öðrum aðferðum samhliða því, svo sem:

 • Bandvefsnuddi
 • Triggerpunktameðferð
 • Heitum og köldum bökstrum
 • Vatnsmeðferð, vaxmeðferð (parafin)
 • Hreyfingarfræði
 • Bjúgmeðferð
 • Teygjum og styrkjandi æfingum
 • Fræðslu og mörgu fleiru

Hvers vegna sjúkranudd?

 • Sjúkranudd er góður kostur til að lina verki og óþægindi í mjúkvefjum líkamans og spennu tengdri hverdags- og atvinnulífi
 • Sjúkranudd getur komið í veg fyrir vítahring verkja sem stafa af misbeitingu og álagseinkenni vegna streitu, meiðsla, sjúkdóma, íþróttaiðkunar eða áverka
 • Sjúkranuddarar skoða manninn í heild sinni með tilliti til eðlilegrar líkamsstarfsemi
 • Sjúkranuddarar gefa einnig leiðbeiningar um rétta líkamsbeitingu og styrktaræfingar

Sérhæfing sjúkranuddara

er á ýmsum sviðum m.a. í bjúgmeðferð, íþróttameiðslum, sjúkranuddi í vatni, ungbarna-, meðgöngu- og fæðingarnuddi svo eitthvað sé nefnt. Einnig bjóða sumir upp á salt meðferð (salt glow) sem er sérlega góð fyrir blóðrás og hreinsun úrgangsefna úr líkamanum.

 

fisn

 




Til baka
 
Greinar Pistill dagsins Vištöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og įbendingar Vandamįl og śrręši
Skrįning į žjónustu- og mešferšarsķšur

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur įskilinn