Á heimilinuHeimiliðHreinsiefni / Þriftips

Of mikið hreinlæti?

Fimm sinnum fleiri Bandaríkjamenn bera ofnæmisvalda í sér, heldur en áður.

Samkvæmt bandarískri rannsókn, sem fram fór á árunum 1988 til 1994, kemur fram að ríflega 50% Bandaríkjamanna á aldrinum 6 – 59 ára bera ofnæmisvalda í sér og það er allt að fimm sinnum hærri tala en sams konar rannsókn sýndi 10 árum áður.

Barnaofnæmislæknir við Michigan háskóla segir að við séum búin að þróa með okkur of hreinan lífsstíl. Vísbendingar eru nú um að svokölluð hreinlætistilgáta valdi sívaxandi ofnæmistilfellum meðal barna.

Önnur rannsókn sem gerð var árið 2002 leiddi í ljós að börn sem ólust upp, fyrstu ár ævi sinnar, með heimilisdýri eins og hundi eða ketti, voru ekki eins líkleg og önnur börn til að þróa með sér ofnæmi.

Smávegis skammtur af óhreinindum gæti því verið besta lyfið gegn ofnæmi í börnum og við gætum slakað aðeins á með að dauðhreinsa allt umhverfi okkar.

Previous post

Óeðlileg tengsl lækna og lyfjafyrirtækja

Next post

Ólífulauf

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *