EndurvinnslaUmhverfið

Pizzukassar og annar bylgjupappi

Á Íslandi falla til um 4 milljónir af pizzukössum árlega og er áríðandi að koma þessu í endurvinnslu þar sem bylgjupappi getur átt sér allt að sjö framhaldslíf.

Á Íslandi fellur til allt að 20.000 tonn af bylgjupappaumbúðum. Með því að flokka þessar umbúðir frá öðrum úrgangi má draga verulega úr því magni sem fer til urðunar og nýta fyrirtaks hráefni til endurvinnslu.

Á árinu 2006 fóru um 2.640 tonn af bylgjupappa í endurvinnslu til Svíþjóðar og er það um 10% af því sem fellur til á landinu. Við þurfum að gera gott betur en það.

Bylgjupappi er t.d. allir pappakassar og pizzukassar. Bylgjupappa má þekkja af bylgjum sem sjást ef brúnir hans eru skoðaðar.

Sléttan pappa skal ekki setja með bylgjupappanum. Það er t.d. morgunkornspakkar, skókassar, fernur og ýmsar umbúðir undan matvælum. Þennan pappa má setja í grænu grenndargámana eða í gám fyrir sléttan pappa á endurvinnslustöðvum.

Munið að henda afgöngunum af pizzunum áður en pizzukössunum er skilað í endurvinnslu. Matarleifar eða aðrir aðskotahlutir rýra endurvinnslugildi pappans.

 

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Jólapappírinn

Next post

Vangaveltur um endurvinnslu

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *