HeimiliðSamfélagið

Tölvupóstur er tímaþjófur

Oft er tölvupóstur óþarfur og getur hann verið mikill og kostnaðarsamur tímaþjófur hjá fyrirtækjum.

Samkvæmt evrópskri rannsókn sem framkvæmd var af símafyrirtæki, nota stjórnendur fyrirtækja upp í 2 klukkustundir á dag, einvörðungu í tölvupóstsamskipti.

Um 30% af þessum samskiptum voru flokkuð sem ónauðsynleg eða ótengd störfum stjórnendanna.

Önnur niðurstaða könnunarinnar var að einn tölvupóstur kallar alltaf á annan póst og þannig fer snjóbolti af stað.

Ákvarðanataka í gegnum tölvupóst var lýst sem mjög tímafreku ferli og væri gott mótefni við þessum tímaþjófi einfaldlega að taka upp símann og afgreiða málið á mun skemri tíma.

Previous post

Dæmisaga

Next post

Hægfara bati eftir bílslys

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *