GrænmetisréttirUppskriftir

Rauðrófupottréttur

  • 1 msk kaldpressuð olía, t.d. kókos eða ólífu
  • 1 rauðlaukur, smátt saxaður
  • 1 hvítlauksrif, pressað
  • 1 msk fínt saxaður engifer
  • 1 limelauf
  • 1 ½ tsk malað cuminduft
  • 1 tsk karrýduft eða curry paste
  • ½ tsk turmeric
  • ½ – 1 tsk himalayasalt
  • 1/8 tsk cayenne pipar
  • 3 stk meðalstórar rauðrófur
  • 1 stk sæt kartafla
  • ½ – 1 dós kókosmjólk
  • nokkrar kókosflögur*
  • ferskur kóríander

Skerið laukinn í þunnar sneiðar, afhýðið rauðrófur og sætar kartöflur og skerið í litla bita.

Mýkið laukinn í olíu í um 10 mín, en passið að hann brenni ekki.

Kryddið og bætið rauðrófum, sætum kartöflum og kókosmjólk útí og sjóðið í minnst 1 klst.

Mér finnst þessi réttur betri því lengur sem hann fær að sjóða.

Þurristið kókosflögurnar á þurri pönnu, fínsaxið kóríanderinn og stráið þessu yfir réttinn áður en þið berið hann fram.

Rétturinn er frábær með fullt fullt af grænu salati.

 

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Geitaosta pítsa

Next post

Fótboltabollur

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *