Kökur og eftirréttirUppskriftir

Banana pítsa m/súkkulaði

Þegar þið bakið þessa pítsabotna (sjá hér) þá bætið þið útí uppskriftina 1 msk kanilduft og 1-2 msk agavesýróp.

  • 1 forbakaður pítsabotn m/kanil + agave*
  • 4 bananar
  • 1 tsk kanill
  • 1 dl kaldpressuð lífræn kókosolía*
  • 1 dl hreint lífrænt kakóduft*
  • ½ dl agavesýróp*

Skerið bananana í bita og raðið oná pítsubotninn og stráið smá kanil yfir.

Hrærið saman kókosolíu + agave + kakódufti og hellið helmingnum yfir pítsuna.

Bakið við 180°C í 5-7 mín.

Hellið restinni af súkkulaðinu yfir og berið fram t.d. með þeyttum rjóma eða sojarjóma.

*fæst lífrænt frá Himneskri Hollustu

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Rúsínu og vanillu "ostakaka" (tofukaka) - Glúteinlaus

Next post

Mangodesert

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *