Heilsubankinn Mataræði
ForsíðaMataræðiHreyfingHeimiliðUmhverfiðMeðferðir
 

Heilsubankinn er vefur um allt er viðkemur heilsu okkar og lífsháttum. Honum er ætlað að stuðla að aukinni meðvitund um holla lífshætti og um leið er honum ætlað að vera hvatning fyrir fólk til að taka aukna ábyrgð á eigin lífi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamiðill, auk þess sem hann er gagnabanki yfir aðila sem bjóða þjónustu er fellur að áherslum Heilsubankans.

Við hvetjum þig til að skrá þig á póstlista Heilsubankans (hér) og sendum við þér þá fréttabréfið okkar í tölvupósti ca. tvisvar sinnum í mánuði. Þar koma fram punktar yfir það helsta sem hefur birst á síðum Heilsubankans, auk tilboða sem eru í boði fyrir handhafa Heilsukortsins.

Við bjóðum þig velkomin(n) inn á vefinn og hlökkum til að sjá þig hér sem oftast.

B2 vítamín (Ríboflavín) Prenta Rafpóstur

B2 vítamín er nauðsynlegt við myndun rauðra blóðkorna og í myndun mótefna líkamans. Það er mikilvægt fyrir frumuöndun, fyrir frumuvöxt og kemur við sögu þegar líkaminn vinnur orku úr fitu, kolvetnum og próteinum.

B2 vítamínið styrkir sjónina og vinnur gegn ýmsum augnkvillum. Það byggir upp vefina í húð, nöglum og hári, auk þess sem það vinnur gegn flösu. Það stuðlar að heilbrigði munnholsins og ýtir undir upptöku járns og B6 vítamíns (pýridoxíns). B2 vítamín er sérlega mikilvægt konum sem eru á pillunni, með barn á brjósti eða barnshafandi.

 

Skortseinkenni geta verið sár eða sprungur, í munnvikum, á húð eða á kynfærum. Skortur getur valdið augnvandamálum, bólgum í munni eða á tungu, svima, hármissi, slæmri meltingu og svefnleysi. Skortur á B2 vítamíni er frekar algengur á Vesturlöndum.

 

Við fáum B2 vítamín úr osti, eggjarauðum, fiski, belgjurtum, kjöti, mjólk, fuglakjöti, spínati, heilkorni og jógúrt. Einnig fáum við það úr aspas, avokadó, spergilkáli, berjum, sveppum, söli, þara, grænu blaðgrænmeti, hrásykri og hnetum.

Ýmsar jurtir innihalda B2 vítamín, svo sem alfa alfa spírur, blöðruþang, burdock root, kattarmynta, cayenne pipar, kamilla, haugarfi, augnfró, fennel fræ, fenugreek, ginseng, steinselja og piparmynta.

 

Eiturvirkni getur orðið ef tekið er of mikið af vítamíninu, þ.e. yfir 50 mg á dag. Einkenni eitrunar eru augnvandamál og sýking í sjónhimnu.

  Til baka Prenta Senda þetta á vin
 
Greinar Pistill dagsins Viðtöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og ábendingar Vandamál og úrræði
Skráning á þjónustu- og meðferðarsíður

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur áskilinn