Börn og unglingarFjölskyldanHeimilið

Lækkun kynþroskaaldurs hjá stúlkum

Það er sláandi staðreynd að í dag er algengt að stúlkur fari á kynþroskaskeið mun yngri en áður var. Ekki er ljóst hvað veldur en vitað er að breytingar á hormónastarfsemi ráða þar miklu.

Í Bandaríkjunum hefur kynþroskaaldur stúlkna lækkað svo mikið að talað er um að færa “eðlileg mörk” neðar. Þannig yrði “eðlilegt” og óþarfi að skoða frekar ef stúlka færi á kynþroskaskeiðið 8 ára gömul. Þá er jafnvel talað um að færa mörkin niður í 7 ára hjá hvítum stúlkum en 6 ára hjá svörtum stúlkum.

Athyglisvert er að viðbrögð við snemmbærum kynþroska eru að færa staðalinn neðar frekar en að leita orsaka hvað veldur. Stúlkur sem verða kynþroska snemma eru í meiri hættu á að fá brjóstakrabbamein auk þeirra óþæginda sem verða þegar líkaminn þroskast miklu fyrr og hraðar en hugurinn.

Til eru dæmi um að 5 og 6 ára stúlkubörn séu að komast á kynþroskaskeið og í öfgafyllstu tilfellunum fara tveggja ára börn að sýna einkenni kynþroska. Ljóst er að brengluð innkirtlastarfsemi veldur þessum hormónabreytingum, en hvað skyldi valda því að innkirtlastarfsemin breytist?

Ljóst er að ákveðnir þættir geta valdið hormónabreytingum sem þessum. Talsvert er um að mæður neyti hormóna á meðgöngu og þannig fer hormónastarfsemi strax að brenglast hjá fóstrinu. Offeit börn eru með of mikið insúlín og þar með aukna getu til að breyta hormónum í kvenhormónið estrogen. Auk þess gerir insúlín líkamanum mögulegt að geyma eiturefni úr umhverfinu sem sum hver hegða sér eins og hormón.

En hvaða efni eru þetta sem geta truflað og brenglað innkirtlastarfsemina?

  • Nautavaxtarhormón (sem fyrirfinnast í Bandarískum mjólkurvörum)
  • Sojavörur, innihalda efni sem svipar mjög til hormóna
  • Bisphenol, oft notað í plastvörum eins og pelum, matarumbúðum og gosdrykkjaumbúðum
  • Phthalates (þalöt), mikið notað í plastvörum til að mýkja þær
  • Perfluorooctanoic sýra (PFOA), betur þekkt sem teflon
  • Efni sem notuð eru í skordýraeitur eins og PCB og DDE

Fóstur í kviði móður og ung börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir kemískum efnum. Það eru því helst þau sem finna fyrir slæmum áhrifum þessara eiturefna og margt bendir til að nálægð við þessi efni geti verið orsök hins ótímabæra kynþroska.

Vilji fólk draga úr nánd við þessi ákveðnu eiturefni getur verið gagnlegt að:

  • Geyma mat í glerílátum
  • Nota náttúrulegar hreinsivörur á heimilinu
  • Borða lífrænar afurðir eða fullvissa sig um að fæðan hafi ekki komist í snertingu við hormón eða skordýraeitur
  • Forðast unnar matvörur, þá sérstaklega sojavörur
  • Nota náttúrulegar snyrtivörur inni á baðherberginu
Previous post

Kynferðislegar vísanir hafa neikvæð áhrif á ákvarðanatöku hjá karlmönnum

Next post

Lífsstílssjúkdómar

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *