Heilsubankinn Mataræði
ForsíðaMataræðiHreyfingHeimiliðUmhverfiðMeðferðir
 

Heilsubankinn er vefur um allt er viðkemur heilsu okkar og lífsháttum. Honum er ætlað að stuðla að aukinni meðvitund um holla lífshætti og um leið er honum ætlað að vera hvatning fyrir fólk til að taka aukna ábyrgð á eigin lífi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamiðill, auk þess sem hann er gagnabanki yfir aðila sem bjóða þjónustu er fellur að áherslum Heilsubankans.

Við hvetjum þig til að skrá þig á póstlista Heilsubankans (hér) og sendum við þér þá fréttabréfið okkar í tölvupósti ca. tvisvar sinnum í mánuði. Þar koma fram punktar yfir það helsta sem hefur birst á síðum Heilsubankans, auk tilboða sem eru í boði fyrir handhafa Heilsukortsins.

Við bjóðum þig velkomin(n) inn á vefinn og hlökkum til að sjá þig hér sem oftast.

B3 vítamín (Níasín) Prenta Rafpóstur

B3 vítamín er nauðsynlegt blóðrásinni, minnkar kólestról í blóði, er æðavíkkandi og lækkar því blóðþrýsting. Það gerir húðinni gott, eykur þol hennar gegn sól, vinnur gegn sárum í munni og andremmu. Það styður við taugakerfið, kemur að efnaskiptum kolvetna, fitu og próteina, stuðlar að sýruframleiðslu í meltingarkerfinu og hjálpar þannig til við meltinguna.

B3 vítamín er nauðsynlegt við myndun kynhormóna (estrógens, prógesteróns og testósteróns). Það getur reynst vel í meðferð gegn flogaveiki sé það tekið inn með flogaveikilyfjum. B3 vítamín hefur hjálpað þeim sem stríða við geðklofa og önnur geðræn vandamál.

Skortseinkenni geta verið sjúkdómurinn Pellagra (húðangur) ásamt öðrum einkennum svo sem sárum í munni, orkuleysi, þunglyndi, niðurgangi, sljóleika, hausverk, meltingartruflunum, svefnleysi, lystarleysi, húðvandamálum, veikleika í vöðvum, sársauka í útlimum og lágum blóðsykri.

Við fáum B3 vítamín úr nautalifur, ölgeri, brokkólí, gulrótum, osti, kornhveiti, döðlum, eggjum, fiski, mjólk, salthnetum, svínakjöti, kartöflum, tómötum og heilkornavörum.

Jurtir sem innihalda B vítamín eru meðal annars alfa alfa spírur, burdock root, kattarmynta, cayenne, kamilla, haugarfi, augnfró, fennelfræ, lakkrísrót, netlur, hafrastrá, steinselja og piparmynta.

Eiturvirkni er afar sjaldgæf, gæti komið fram eftir 100 mg daglega inntöku.

  Til baka Prenta Senda þetta á vin
 
Greinar Pistill dagsins Viðtöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og ábendingar Vandamál og úrræði
Skráning á þjónustu- og meðferðarsíður

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur áskilinn