Heilsubankinn Mataræði
ForsíðaMataræðiHreyfingHeimiliðUmhverfiðMeðferðir
 

Heilsubankinn er vefur um allt er viðkemur heilsu okkar og lífsháttum. Honum er ætlað að stuðla að aukinni meðvitund um holla lífshætti og um leið er honum ætlað að vera hvatning fyrir fólk til að taka aukna ábyrgð á eigin lífi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamiðill, auk þess sem hann er gagnabanki yfir aðila sem bjóða þjónustu er fellur að áherslum Heilsubankans.

Við hvetjum þig til að skrá þig á póstlista Heilsubankans (hér) og sendum við þér þá fréttabréfið okkar í tölvupósti ca. tvisvar sinnum í mánuði. Þar koma fram punktar yfir það helsta sem hefur birst á síðum Heilsubankans, auk tilboða sem eru í boði fyrir handhafa Heilsukortsins.

Við bjóðum þig velkomin(n) inn á vefinn og hlökkum til að sjá þig hér sem oftast.

Marinerað salat með tamari fræjum Prenta Rafpóstur
1 brokkolíhaus
1 rauð paprika
½ búnt ferskar kryddjurtir, t.d. steinselja eða dill eða basil eða kóríander...
safinn úr 1-2 sítrónum
½ dl kaldpressuð lífræn ólífuolía*
1 msk tamarisósa*
1 poki klettasalat*

Skerið brokkolíið í litla bita, ath að stöngullinn er líka prýðisgóður að nota ef hann er ekki trénaður, og setjið í skál. Skerið paprikuna í 1x1cm bita og setjið útí (það er líka hægt að setja paprikubitana í 10 mín undir grillið..... og síðan útí skálina). Kreistið sítrónuna og hellið yfir skálina, hellið ólífuolíunni útá ásamt tamarisósunni og blandið vel saman. Saxið fersku kryddjurtirnar og setjið útí og blandið öllu vel saman og látið standa í a.m.k. 10 mín. Setjið klettasalatið útí rétt áður en borið er fram. Þetta salat er alveg frábært með kjöt-, fisk- eða grænmetisréttum og mjög gott að setja tamarífræ útá:

Tamarifræ:

2 dl lífræn sólblómafræ*
3-4 msk tamarisósa*
1 msk agavesýróp* ef vill

hitið ofninn í 200°C, setjið sólblómafræin í ofnskúffu og látið bakast í rúmlega 5 mín. Takið þá skúffuna út og hellið yfir tamarísósunni og agavesýrópinu (má sleppa því) og hrærið vel saman og bakið áfram í 3-5 mín. Frábært að gera stóran skammt af þessu og eiga til að strá út á alls konar salöt og mat.

*fæst frá Himneskri hollustu

  Til baka Prenta Senda þetta á vin
 
Greinar Pistill dagsins Viðtöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og ábendingar Vandamál og úrræði
Skráning á þjónustu- og meðferðarsíður

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur áskilinn