Börn og unglingarFjölskyldanHeimilið

Könnun á hegðun grunnskólabarna

Fyrir um tveimur árum birti Lýðheilsustöð niðurstöður könnunar sem gerð var á íslenskum grunnskólabörnum snemma árs 2006. Þrátt fyrir að 2 ár séu liðin frá könnuninni er eflaust margt sem þar kemur fram enn í fullu gildi og ágætt að rifja það upp. Könnunin var unnin af Háskólanum á Akureyri og var hluti af alþjóðlegri könnun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).

Hér verður tæpt á nokkrum niðurstöðum úr könnuninni sem gott er að hafa í huga ef maður er foreldri eða aðstandandi unglings.

  • Í ljós kom að ávaxtaneysla minnkar með aldri, frá 6. bekk upp í 10. bekk.
  • Sælgætisneysla eykst hins vegar talsvert með aldri.
  • Ríflega helmingi stúlkna í 8. og 10. bekk finnst þær þurfi að léttast. Um þriðjungi nemenda í 6. bekk líður eins.
  • 58% drengja og 43% stúlkna í 6., 8. og 10. bekk eyða að meðaltali 4 tímum á dag eða meira fyrir framan tölvu eða sjónvarpsskjá. Drengir spila mun meira tölvuleiki og 16% þeirra sögðust eyða meira en 4 tímum á dag við það.
  • Yngri nemendur virðast frekar verða fyrir einelti en þeir eldri og sögðust 28% nemenda 6. bekkjar hafa orðið fyrir einelti á undanförnum mánuðum, 4% þeirra sögðu eineltið hafa verið vikulega eða oftar.
  • Samkvæmt könnunninni höfðu 32% nemenda 10. bekkjar haft samfarir, tæplega 20% nemenda höfðu þær fyrst við 14 ára aldur, um 6% við 13 ára aldur, 2% við 12 ára aldur og tæplega 1% við 11 ára aldur.

Höfundur: Helga Björt Möller, greinin birtist fyrst á vefnum í apríl 2008

Previous post

Líf án eineltis

Next post

Rödd og réttur foreldra - Að taka upplýsta ákvörðun

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *