Heilsubankinn Hreyfing
ForsíðaMataræðiHreyfingHeimiliðUmhverfiðMeðferðir
 
Meðferðaraðili
Anna Birna Ragnarsdóttir
Hómópati, LCPH.
Póstnúmer: 105
Anna Birna Ragnarsdóttir
 
Meðferðar- og þjónustuaðilar

Heilsubankinn er vefur um allt er viðkemur heilsu okkar og lífsháttum. Honum er ætlað að stuðla að aukinni meðvitund um holla lífshætti og um leið er honum ætlað að vera hvatning fyrir fólk til að taka aukna ábyrgð á eigin lífi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamiðill, auk þess sem hann er gagnabanki yfir aðila sem bjóða þjónustu er fellur að áherslum Heilsubankans.

Við hvetjum þig til að skrá þig á póstlista Heilsubankans (hér) og sendum við þér þá fréttabréfið okkar í tölvupósti ca. tvisvar sinnum í mánuði. Þar koma fram punktar yfir það helsta sem hefur birst á síðum Heilsubankans, auk tilboða sem eru í boði fyrir handhafa Heilsukortsins.

Við bjóðum þig velkomin(n) inn á vefinn og hlökkum til að sjá þig hér sem oftast.

Endorfín - vímuefni líkamans Prenta Rafpóstur

Endorfín er taugaboðefni sem framleitt er í heiladingli og verður til við stífa líkamsþjálfun, þegar við komumst í uppnám og við fullnægingu. Þegar efnið losnar frá heiladinglinum fer það út í blóðrásina og berst til mænunnar og heilans. Það hefur sársaukaslævandi áhrif og veldur vellíðan. Endorfín virkar eins og náttúrulegar "verkjatöflur" og nafngift efnisins vísar til svipaðra áhrifa þess og morfíns.

Stundum er talað um að íþróttafólk komist í vímu, "runners high" vegna endorfíns. Það gerist eftir að strembin líkamsþjálfun hefur verið stunduð í að minnsta kosti hálftíma og þjálfunin er það stíf að hún veldur erfiðleikum við öndun, fólk verður andstutt.

Nokkrar þeirra íþrótta sem algengt er að valdi slíkri endorfín "vímu" eru hlaup, sund, gönguskíði, róður, hjólreiðar, lyftingar, þolfimi og boltaíþróttir ásamt fleirum.

Líkur eru á að skortur á endorfíni í sumum einstaklingum valdi arfgengum tilhneigingum til misnotkunar áfengis og vímuefna. Í slíkum tilfellum upplifa einstaklingarnir meiri sælutilfinningu en aðrir við geðtengda lyfjanotkun.

Það er margt sem er óljóst við endorfín, t.d. hefur vísindamönnum ekki tekist að framkalla endorfínframleiðslu á tilraunastofu, sem gerir rannsóknirnar erfiðari. Einhverjir aðhyllast að hin svokallaða endorfín víma orsakist ekki af endorfíni heldur öðrum efnaskiptum sem verða undir álagi. Hins vegar eru fjölmargar rannsóknir sem styðja áhrif endorfínsins á líkamann og tengsl þess við líkamsþjálfun.

 

Heimildir af Vísindavefnum og Wikipedia

  Til baka Prenta Senda þetta á vin
Fræðsluskjóðan
 
Greinar Pistill dagsins Viðtöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og ábendingar Vandamál og úrræði
Skráning á þjónustu- og meðferðarsíður

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur áskilinn