Heilsubankinn Heilsubankinn
ForsÝ­aMatarŠ­iHreyfingHeimili­Umhverfi­Me­fer­ir
 
Spjallsvæðið
┴ d÷finni

Heilsubankinn er vefur um allt er vi­kemur heilsu okkar og lÝfshßttum. Honum er Štla­ a­ stu­la a­ aukinni me­vitund um holla lÝfshŠtti og um lei­ er honum Štla­ a­ vera hvatning fyrir fˇlk til a­ taka aukna ßbyrg­ ß eigin lÝfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem frÚttami­ill, auk ■ess sem hann er gagnabanki yfir a­ila sem bjˇ­a ■jˇnustu er fellur a­ ßherslum Heilsubankans.

Vi­ hvetjum ■ig til a­ skrß ■ig ß pˇstlista Heilsubankans (hÚr) og sendum vi­ ■Úr ■ß frÚttabrÚfi­ okkar Ý t÷lvupˇsti ca. tvisvar sinnum Ý mßnu­i. Ůar koma fram punktar yfir ■a­ helsta sem hefur birst ß sÝ­um Heilsubankans, auk tilbo­a sem eru Ý bo­i fyrir handhafa Heilsukortsins.

Vi­ bjˇ­um ■ig velkomin(n) inn ß vefinn og hl÷kkum til a­ sjß ■ig hÚr sem oftast.

Vi­tal vi­ Ingu Kristjßnsdˇttur Prenta Rafpˇstur

thumb_ingaInga Kristjánsdóttir útskrifaðist sem næringarþerapisti í vor og hefur verið stöðugt meira áberandi síðustu mánuði. Mér lék forvitni á að vita meira um þessa rösku og flottu konu og náði henni í síma norður í landi þar sem hún var stödd hjá foreldrum sínum. Hún er búin að vera fyrir norðan síðustu daga þar sem hún er búin að vera með fyrirlestra í Heilsuhorninu á Akureyri.

Eftir stutt spjall um veðrið, eins og góðum Íslendingum sæmir, bað ég Ingu um að segja mér hver hún væri og hvaðan hún kæmi.

Ég er fædd og uppalin á Svalbarðsströnd. Ég er einmitt stödd þar núna og sit í borðstofu foreldra minna og horfi yfir undraverða fegurð Eyjafjarðar. En ég er búsett í Reykjavík þar sem ég bý með manni mínum, dóttur og heimiliskettinum. Ég fluttist suður eftir stúdentspróf sem ég tók frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Ég var í fyrsta hópnum sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut. Í VMA lærði ég meðal annars örlítið í næringarfræði sem heillaði mig mjög þar sem ég hef alla tíð haft ómældan áhuga á öllu sem snertir líkamann og líkamlega heilsu. Eftir stúdentinn var ég mjög leitandi. Ég byrjaði bæði í sjúkraþjálfun og sálfræði en fann mig á hvorugum staðnum. Ég fór þá í Ferðaskóla Flugleiða og hafði mjög gaman af. Eftir það varð ég ófrísk og eftir að ég átti dóttur mína byrjaði ég í líkamsrækt. Ætlaði nú að koma mér í form eins og gengur og gerist. Og líkamsræktin gaf mér gríðarlega mikið og það endaði með að ég lærði einkaþjálfun og vann við það í ein 4 -5 ár. Mínir viðskiptavinir voru í meirihluta konur og ég var að ráðleggja þeim samhliða æfingunum um mataræði eins og gengur en það fór að trufla mig að oft virtist sem að konurnar næðu bara ekki nægum árangri. Þær komu oft gagngert til að grenna sig en það virtist oft vera sama hvað þær puðuðu, allt kom fyrir ekki, þær grenntust bara ekki. Ég í raun strandaði þarna með kúnnana mína og kunni engin ráð. Þá fór ég alvarlega að hugsa út í að við hlytum að vera að gera eitthvað rangt varðandi mataræðið.

Hvað var það sem þið voruð að ráðleggja fólki gagnvart mataræði?

Það var þetta klassíska, borða mikið skyr, leggja áherslu á fiturýrt fæði, borða minna og taka inn prótín. Það sem ég veit núna er t.d. að skyr hentar auðvitað alls ekki öllum. Það er gríðarlega algengt að fólk sé með óþol gagnvart mjólkurvörum. Eins þessi ofuráhersla á helst enga fitu! Við þurfum fitu til að líkaminn starfi eðlilega. Við þurfum bara að passa okkur á að fá og nota rétta fitu.

En hvað með þessa ofuráherslu á prótín inntöku

Við þurfum að sjálfsögðu prótín, en það þarf að hafa í huga hvort sé ástæða til að taka það að viðbættu góðu mataræði og eins þurfum við að skoða þá vöru sem við notum. Margir þessir prótíndrykkir sem fólk er að drekka eru fyrir það fyrsta úr lélegu prótíni, uppfullir af gervisykri og jafnvel hvítum sykri og að auki fullir af alls konar kemískum bragð- og aukaefnum. Það er hægt að fá óblandað prótín sem hægt er að blanda út í sína eigin drykki sem við getum útbúið úr góðu og fersku hráefni.

En hvað var það sem leiddi þig í átt að námi í næringarþerapíu?

Ég fór á fyrirlestur hjá Þorbjörgu  Hafsteinsdóttur veturinn 2002-03 sem kveikti mikinn áhuga. Þá strax um vorið sótti ég um í Danmörku og var byrjuð í skólanum þá um haustið. Ég útskrifaðist svo nú í vor frá CET eða Center for Ernæring og Terapi, en skólinn er staðsettur á Nörrebro í Kaupmannahöfn.

Námið gjörbylti mér, bæði mínum viðhorfum og einnig mér sem manneskju. Það er mikil áhersla lögð á fræðihliðina í náminu en ekki hvað síst á eigin vinnu með sjálfan sig. Það hjálpaði mér gríðarlega, bæði að skilja fræðin betur og ekki hvað síst að vinna með skjólstæðingum mínum í dag. Þetta bæði dýpkar skilning manns á manneskjunni og eins dýpkar þetta auðmýkt manns fyrir sögu og reynslu hvers og eins.

En hvað er næringarþerapía nákvæmlega?

Nú er stórt spurt. Næringarþerapía er svo margt en það er kannski hægt að draga það saman með því að segja að næringarþerapía leitast við að einstaklingurinn nái líkamlegu og andlegu jafnvægi og þau verkfæri sem við notum eru næringin og bætiefni. Við þurfum að skoða hvern einstakling heildrænt, einkenni sem einn hefur getur haft aðrar skýringar en sömu einkenni hjá öðrum einstaklingi. Og orsakana er oft að leita annars staðar í líkamanum heldur en einkennin koma fram. Þannig getur höfuðverkur stafað af slæmri meltingu og eins geta líkamleg einkenni komið til af andlegri vanlíðan.

Það sem næringarþerapisti byrjar á er að taka ítarlegt viðtal við manneskjuna og í raun kortleggja hana og hennar líf. Farið er ítarlega í sjúkdómasögu hennar og eins fjölskyldunnar. Einnig er hugað að lífsreynslunni sem hefur mótað hana eins og ýmsa erfiðleika sem manneskjan hefur farið í gegnum og hafa mögulega haft áhrif á hennar líkamlegu heilsu. Sem dæmi má nefna að við áfall getur komið ójafnvægi á briskirtilinn og hann dregur úr framleiðslu sinni á meltingarensímum sem okkur eru nauðsynleg til að vinna úr fæðunni. Ég tek þetta dæmi þar sem það er nærtækast þar sem þetta henti mig. Ég varð fyrir miklu áfalli þegar ég átti dóttur mína þar sem hún fæddist fötluð. Þetta er sem betur fer ekki mikið mál í dag þar sem hún er algerlega frábær og drífandi einstaklingur sem gefur okkur ómælda gleði í lífinu. En hún fæddist svolítið spastísk og var það mér mikið áfall. En ég tókst í raun ekki á við áfallið sjálft heldur hellti ég mér af stað út í lífið af hörku og dugnaði og gaf þessu ekki það pláss sem þurfti í tilfinningalífinu. Þegar ég var í náminu fann ég út að briskirtillinn hjá mér var mjög vanvirkur og framleiddi ekki þessi ensím eins og hann á að gera. En það er einfalt að vinna með þetta þegar maður veit hvað er að. Í dag er hægt að kaupa meltingarensím í öllum heilsubúðum og ólíkt mörgum lyfjum, þá örva þau starfsemi briskirtilsins en letja hann ekki. Einnig eru til jurtir sem geta hjálpað og stutt við kirtilinn.

Lærðir þú einnig um jurtir og jurtalækningar í þínu námi?

Nei, eingöngu að mjög takmörkuðu leyti. Ég vísa hins vegar hiklaust fólki á aðra meðferðaraðila samhliða þeirri meðferð sem ég veiti, því það er sama hvaðan gott kemur, allt telur þegar við erum að leyta eftir að endurvinna heilbrigði okkar. Það er hættulegt þegar meðferðaraðilar og jafnvel læknar telja að þeir hafi öll svörin og séu með hina einu réttu leið fyrir alla. Þess vegna fagna ég því persónulega að vefur eins og Heilsubankinn verður til. Bæði er þetta frábær vettvangur fyrir almenning til að leita sér upplýsinga en ekki hvað síst fyrir okkur meðferðaraðilana. Það er svo mikilvægt fyrir okkur að vita um aðra sem eru að gera góða hluti og við getum vísað á.

En hræðistu þá ekki samkeppni?

Nei alls ekki. Það er mikil vöntun á næringarþerapistum og það er alltaf pláss fyrir góða meðferðaraðila í óhefðbundna geiranum. Verkefnin eru óendanleg sem þarf að vinna og ég get kannski sagt að ,,því miður" bendir ekkert til að ég verði nokkurn tíma atvinnulaus.

Hverjir eru helst þínir viðskiptavinir?

90% eru það konur. Það er eins og það komi fólk í kippum með samskonar vandamál á ákveðnum tímabilum. Á ákveðnum tímum eru það gigtarsjúklingar, á öðrum meltingarfærasjúklingar, svo kemur mikið fólk til mín með sykursýki 2. Mikið er um fólk sem vill léttast en einnig er töluvert um að fólk komi sem þarf að þyngja sig. Og svo er gríðarlega mikill fjöldi sem er að glíma við síþreytu og almennt orkuleysi. Fólk er mjög misjafnlega á vegi statt, sumir eru mjög illa upplýstir um góða næringu en aðrir eru mjög vel upplýstir og vantar bara herslumuninn í að ná góðri líðan.

Hefur þú einhver ráð til almennings sem veit ekki hvar það á að byrja?

Já, það er bara að koma sér af stað og byrja. Það er svo einfalt að byrja á einföldu hlutunum, eins og að skipta út hvítum grjónum fyrir híðishrísgrjón, skipta út hvíta pastanu og fara að borða gróft pasta, draga úr neyslu á geri og byrja að borða góð, gróf súrdeigsbrauð og hætta helst alfarið að borða hvítan sykur og borða frekar hrásykur, hunang eða góð sýróp. Það er svo auðvelt í dag að gera þessar grunnbreytingar þar sem svo auðvelt er orðið að fá þetta hráefni. Og bara þessar grunnbreytingar geta breytt alveg gríðarlega miklu fyrir líðan hjá fólki.

Hverjar eru þínar aðaláherslur?

Niður með sykurneysluna og inn með góðar, kaldpressaðar olíur. Margir eru hreinlega að þorna upp af skorti á fitu.

En ég veit að fólk hefur verið svolítið tínt í þessari umræðu um fitu, hvað sé gott og hvað ekki. Hvernig olíur á fólk að nota?

Það fer allt eftir hvernig fólk ætlar að nota þær. Ef fólk er að nota ólífuolíu þá á það að nota Extra Virgin Ólífuolíu. Hún er að langmestum hluta einómettaðar fitusýrur og ef fólk ætlar að elda úr henni þá er hún hitaþolin upp að vissu marki. Fólk þarf að setja hana á kalda pönnuna og hita hana rólega upp. Annars er best að þurrsteikja og hella henni frekar yfir matinn á eftir. En ef fólk ætlar að brasa eitthvað þá er best að nota kókosolíuna en fólk ætti bara að leyfa sér slíka matreiðslu á tillidögum. Nota frekar ofninn meira og endilega að gufusjóða sem mest. En svo eru fjölómettuðu olíurnar sem eru svo góðar, t.d. í salötin, en þær má alls ekki hita. Þær eru unnar úr fræjum, hnetum og korni. Þar má nefna sólblómaolíu, sesamolíu, hnetuolíu og fleiri og fleiri. En passið ykkur að kaupa eingöngu kaldpressaðar olíur. Og að lokum er nauðsynlegt að taka inn sem bætiefni annað hvort hörfræolíuna eða fiskiolíu sem eru sérstaklega ríkar af omega 3 fitusýrum.

Svona að lokum, hvernig nær fólk sambandi við þig ef það vill fræðast meira eða vill leita sér hjálpar?

Ég er með stofu í Ármúla 44, upp á þriðju hæð og fólk getur hringt í síma: 8995020 til að panta tíma. Einnig getur fólk sent mér tölvupóst á Ůetta netfang er vari­ fyrir ruslrafpˇsti, ■˙ ■arft a­ hafa Javascript virkt til a­ sko­a ■a­ Svo er ég einnig með mikið af fyrirlestrum í gangi þar sem fólk getur komið og fræðst um hvernig er best að byrja. Ég hef til dæmis verið með fyrirlestra í versluninni Yggrasil sem heita ,,Einfalda leiðin" og er næsti á dagskránni 11. október og svo verður hann aftur 8. nóvember. Fyrirlestrarnir eru frá kl: 20.00 til 22.00.

  Til baka Prenta Senda ■etta ß vin
 
Greinar Pistill dagsins Vi­t÷l FrÚttir
Reynslus÷gur Uppskriftir Fyrirspurnir og ßbendingar Vandamßl og ˙rrŠ­i
Skrßning ß ■jˇnustu- og me­fer­arsÝ­ur

© 2006 Heilsubankinn - Allur rÚttur ßskilinn