MataræðiUppskriftirÝmis ráð

Í staðin fyrir sunnudagssteikina

– innblástur úr indverska eldhúsinu – Pistill frá Sollu

“Hvað væri sniðugt fyrir mig að gera í staðin fyrir sunnudagssteikina”
spurði frænka mín mig um daginn.
“Það er svo ótrúlega margt sem þú getur gert”
svaraði ég.
“Sko Solla ég vil fá alveg heila máltíð og uppskriftir en ekki bara einhverjar tillögur”
svaraði frænka.

Maðurinn hennar hafði verið í rannsóknum og fengið fyrirskipun um að breyta mataræðinu sínu. “Hann er svooo ótrúlega jákvæður að ég held að þetta hafi verið það besta sem fyrir hann gat komið. Og núna er hann byrjaður að biðja mig um uppskriftir af öllu sem ég geri.”

Frænka opnaði sig síðan með hvað hún hefði kviðið fyrir þessu því kallinn hefði verið svo ótrúlega fastheldin á alls konar mat sem er hreinlega “að deyja út” eins og tólg, hamsa o.fl í þeim dúr. Hann elskaði meira segja að lauma sviðakjammanum á ofninn til að láta slá soldið í hann. Svo fór hún á trúnó: “Ókei, best ég segji þér alla söguna því hún er soldið fyndin.”: Maðurinn hennar er að vinna hjá fyrirtæki þar sem átti sér stað bæði samruni og endurskipulagning. Á sama tíma fer hann til læknis sem fyrirskipar breytt mataræði.

Frænka hafði kviðið svo rosalega fyrir því. Hún hafði í yfir 20 ár verið að taka sig í gegn og lifði nær eingöngu á jurtaríkinu og hafði aldrei verið betri. Hún hafði með þessu verið eilíf uppspretta af “fyndnum” athugasemdum og skotum frá manninum sínum hvort sem þau voru 2 ein eða fullur salur af fólki. Hann bara þreyttist ekki að segja arfa og njólabrandara um sína heitt elskuðu. Og þegar hún gerði athugasemdir þá kom: “Hvert fór húmorinn? Niður með kálinu?”

Ég hef dáðst að þessari flottu konu hvernig hún gat algjörlega orðið heyrnalaus þegar hann byrjaði. Nema hvað, kallinn kemur heim frá lækninum og hreinlega biður um eitthvað grænt og gott. Frænka mín þurfti næstum því áfallahjálp, svo mikið brá henni. Hún hringdi í mig og sagði að ekki væri allt með felldu, hélt að maðurinn væri kominn með gráa fiðringinn og væri að reyna að ganga í augun á einhverri ungu skvísunni sem kom inn í nýja fyrirtækið.

Í kjölfarið ákveður hún að fara í heimsókn á “nýja” vinnustaðinn og heilsa upp á fólkið. Hún sér enga unga og sæta stúlku en á vegi hennar verður nýji yfirmaður mannsinns hennar, miðaldra huggulegur maður. Þau taka tal saman og hann lýsir ánægju sinni með bónda hennar. “Hann er alveg frábær, hreint út sagt ótrúlegur, hann fylgist svo vel með á öllum sviðum. Ég er búinn að vera í vandræðum með heilsuna og hann er minn helsti ráðgjafi, alltaf að gefa mér uppskriftir og við förum saman í hádeginu til skiptis á Maður Lifandi og Grænan Kost. Hann er búinn að vera þvílíki stuðningurinn.” Frænka mín sagði að hún ætlaði að vanda sig þvílíkt með fyrsta og eina skotið sem hún léti vaða á bóndann og þau yrðu örugglega ekki ein…..
Ég ætla að gefa ykkur uppskriftir af heilli máltíð, hvort sem þið viljið nota hana sem sunnudagsmáltíð eða við eitthvað annað tækifæri. Ef þið viljið er hægt að skipta pottréttinum í tvennt og setja kjúkling í helminginn. Einnig getið þið notað pottréttinn með salati + meðlæti + hrísgrjónum og síðan bollurnar með salati + sósu + meðlæti. Það má setja þetta saman á ýmsa vegu. Notið hugmyndarflugið og njótið stundanna í eldhúsinu.

Gangi ykkur sem allra best.
Solla

Kasjúkarrý m/dahlbollum + salati + kaldri sósu og lífrænum basmathi hrísgrjónum:

Kasjúkarrý f. 4-6

Dahlbollur

Köld sósa með bollunum

Spínat & fennelsalat

Basmathi hrísgrjón

Previous post

Dísætt morgunkorn

Next post

Spergilkál í lið með ónæmiskerfinu

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *