MataræðiVítamín

B6 vítamín (Pýridoxín)

B6 vítamín er það næringarefni sem kemur að fjölbreyttastri líkamsstarfsemi. Það hefur bæði andleg og líkamleg áhrif. Það er sérlega nauðsynlegt vatnsbúskap líkamans og við upptöku fitu og próteina. Það kemur að starfsemi lifrar og myndun tauga- og boðefna. Það styrkir ónæmiskerfið, dregur úr krömpum og getur varnað taugaskemmdum. B6 vítamín kemur að starfsemi heila og vöðva, vinnur gegn húðsjúkdómum og gelgjubólum. Það gagnast við tíðaverkjum og er konum hjálplegt á breytingaskeiðinu. B6 vítamínið er nauðsynlegt til að líkaminn geti tekið upp B12 vítamín.

Skortseinkenni geta verið blóðskortur, höfuðverkur, svimi, flögnun húðar, aum tunga og uppköst. Önnur merki skorts eru bólur, anorexia, liðagigt, augnslímhimnubólga, sár í munnvikum og á vörum, þunglyndi, svimi, sár sem gróa seint, bólgur í munni, námsörðugleikar, minnistap, hármissir, heyrnarvandræði, feit húð og fleira.

Allur matur inniheldur eitthvað af B6 vítamíni. Sú fæða sem ríkust er af því er ölger, gulrætur, kjúklingur, egg, fiskur, kjöt, baunir, spínat, sólblómafræ og valhnetur. Auk þess inniheldur avókadó, bananar, brokkolí, hýðishrísgrjón og önnur heilkorn, kál, kartöflur, sojabaunir og alfa alfa spírur, B6 vítamín.

Eiturvirkni er ekki þekkt. Hins vegar getur of ríflegur skammtur orsakað svefnleysi og of glöggt draumaminni.

Þeir sem eru í þunglyndismeðferð eða konur á pillunni þurfa aukið B6 vítamín. Ef þú manst aldrei hvað þig dreymir gæti þig skort B6 vítamín.

Höfundur: Helga Björt Möller

Previous post

B12 vítamín (Kóbalamín)

Next post

B5 vítamín (Pantótensýra)

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *