Heilsubankinn Mataræði
ForsíðaMataræðiHreyfingHeimiliðUmhverfiðMeðferðir
 

Heilsubankinn er vefur um allt er viðkemur heilsu okkar og lífsháttum. Honum er ætlað að stuðla að aukinni meðvitund um holla lífshætti og um leið er honum ætlað að vera hvatning fyrir fólk til að taka aukna ábyrgð á eigin lífi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamiðill, auk þess sem hann er gagnabanki yfir aðila sem bjóða þjónustu er fellur að áherslum Heilsubankans.

Við hvetjum þig til að skrá þig á póstlista Heilsubankans (hér) og sendum við þér þá fréttabréfið okkar í tölvupósti ca. tvisvar sinnum í mánuði. Þar koma fram punktar yfir það helsta sem hefur birst á síðum Heilsubankans, auk tilboða sem eru í boði fyrir handhafa Heilsukortsins.

Við bjóðum þig velkomin(n) inn á vefinn og hlökkum til að sjá þig hér sem oftast.

B6 vítamín (Pýridoxín) Prenta Rafpóstur

B6 vítamín er það næringarefni sem kemur að fjölbreyttastri líkamsstarfsemi. Það hefur bæði andleg og líkamleg áhrif. Það er sérlega nauðsynlegt vatnsbúskap líkamans og við upptöku fitu og próteina. Það kemur að starfsemi lifrar og myndun tauga- og boðefna. Það styrkir ónæmiskerfið, dregur úr krömpum og getur varnað taugaskemmdum. B6 vítamín kemur að starfsemi heila og vöðva, vinnur gegn húðsjúkdómum og gelgjubólum. Það gagnast við tíðaverkjum og er konum hjálplegt á breytingaskeiðinu. B6 vítamínið er nauðsynlegt til að líkaminn geti tekið upp B12 vítamín.

Skortseinkenni geta verið blóðskortur, höfuðverkur, svimi, flögnun húðar, aum tunga og uppköst. Önnur merki skorts eru bólur, anorexia, liðagigt, augnslímhimnubólga, sár í munnvikum og á vörum, þunglyndi, svimi, sár sem gróa seint, bólgur í munni, námsörðugleikar, minnistap, hármissir, heyrnarvandræði, feit húð og fleira.

 

Allur matur inniheldur eitthvað af B6 vítamíni. Sú fæða sem ríkust er af því er ölger, gulrætur, kjúklingur, egg, fiskur, kjöt, baunir, spínat, sólblómafræ og valhnetur. Auk þess inniheldur avókadó, bananar, brokkolí, hýðishrísgrjón og önnur heilkorn, kál, kartöflur, sojabaunir og alfa alfa spírur, B6 vítamín.

Eiturvirkni er ekki þekkt. Hins vegar getur of ríflegur skammtur orsakað svefnleysi og of glöggt draumaminni.

 

Þeir sem eru í þunglyndismeðferð eða konur á pillunni þurfa aukið B6 vítamín. Ef þú manst aldrei hvað þig dreymir gæti þig skort B6 vítamín. 

  Til baka Prenta Senda þetta á vin
 
Greinar Pistill dagsins Viðtöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og ábendingar Vandamál og úrræði
Skráning á þjónustu- og meðferðarsíður

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur áskilinn