Heilsa

Veikindi eða þorsti?

Það hefur lengi verið deilt um hversu mikið vatn við þurfum að drekka – algengast er að talað sé um tvo lítra á dag, aðrir segja að við fáum allan þann vökva sem við þurfum úr mat og öðrum drykk.

Dr. Fereydoon Batmanghelidj (Dr. B) helgaði líf sitt rannsóknum og skrifum um heilunarmátt vatns og taldi hann að vatnsskortur væri undirstaða flestra sjúkdóma og kvilla sem hrjá okkur í nútímasamfélagi. Meðal þeirra bóka sem hann gaf út eru: Your body´s many cries for water; Water for Health, For Healing, For Life; Water cures, drugs kill og síðasta bókin sem hann gaf út áður en hann lést árið 2004 heitir Obesity, Cancer, Depression.

Dr. B. sagðist hafa uppgötvað fyrir slysni þennan heilunarmátt vatns þegar hann var pólitískur fangi í Íran eftir byltinguna árið 1979 – þar reyndi hann að aðstoða samfanga sína en hann hafði ekkert aðgengi að lyfjum eða öðru slíku. Einn maður leitaði til hans með óbærilega magaverki og ráðlagði Dr. B. honum að drekka glas af vatni. Honum til mikillar furðu losnaði maðurinn við verkina innan 10 mínútna og fyrirskipaði hann manninum að drekka tvö vatnsglös á þriggja klst. fresti. Maðurinn kenndi sér ekki aftur meins.

Dr. B. hóf rannsóknir á áhrifum vatnsdrykkju eftir þetta og prófaði hann vatn sem meðferð á 3000 svipuðum tilfellum og virkaði meðferðin í hvert skipti. Hann komst að því að þorsti getur framkallað magaverki.

Í framhaldinu fór hann að rannsaka hvaða áhrif antihistamín lyf hefðu á líkamann þar sem þau væru meðal annars gefin í tilfellum sem þessum. Dr. B. komst að því að histamín sem antihistamín verkar á, er taugaboðefni í líkömum okkar sem stjórnar vatnsbúskap líkamans og það gefur til kynna þurrk í líkamanum, með verkjum á þeim stað sem vatn skortir.

Lyf sem teljast til antihistamíns eru t.d. þunglyndislyf, verkjalyf og flest önnur lyf eru beint og óbeint antihistamín. Dr. B. var boðið á ráðstefnur til að kynna niðurstöður sínar á þessum rannsóknum, en þær náðu ekki eyrum almennings og taldi hann að ástæðan væri að lyfjafyrirtækin höfðu engan gróða af því að koma þessari vitneskju til skila.

Hann brá því á það ráð að fara að skrifa fyrir almenning. Hann stofnaði jafnframt samtök sem kallast Samtök Heiðarleika í Lyflækningum (National Association for Honesty in Medicine) þar sem hann taldi það mjög alvarlegt þegar fólk væri tekið til meðferðar og gefin sterk lyf, þegar fólk væri einfaldlega þyrst.

Lesa má um störf hans og rannsóknir á http://www.watercure.com/.

Dr. B. telur upp fjölda kvilla og sjúkdóma sem hægt er að lækna og losna við hreinlega með meiri vatnsdrykkju.

Einn af þessum kvillum er of hátt kólesteról. Dr. B. segir að kólesterólið sé í raun jákvæð úrlausn sem líkaminn grípur til þegar á þarf að halda, það sé nokkurs konar plástur líkamans. Þegar líkamanum vantar vökva verður blóðið allt of súrt og þegar það gerist skaðar það æðarnar – það koma rispur og skemmdir á æðaveggina. Kólesterólið gegnir því hlutverki að fylla upp í þessar rifur og fleiður. Það er því í raun að vinna að því að bjarga lífi fólks.

Dr. B. benti á að það þurfi að velta fyrir sér af hverju líkaminn sé að framleiða aukið kólesteról (LDL) – en ekki bara að einbeita sér að því að gefa lyf til að minnka magn þess.

Dr. B. talaði um á að ekkert kæmi í stað vatns, ekki gosdrykkir, kaffi, te, ekki einu sinni ávaxtasafar. Við þurfum vatn til að vinna á aukaefnunum í drykkjum sem innihalda fleira en vatn – þ.a.l. þurfum við að veita líkamanum aðgang að nægu hreinu vatni eða að lágmarki um tvo lítra á dag. Aðrir drykkir kæmu aukalega.

Hann talaði um að við þyrftum að drekka um tvo lítra af hreinu vatni á dag – í raun þyrfti líkaminn um fjóra lítra á dag en helminginn inni hann úr mat og öðrum drykkjum. Gott merki um næga vatnsdrykkju er ef þvagið er glært – þá erum við að drekka nægt vatn. Ef þvagið er gult þá er líkaminn farinn að skorta vatn og ef það er rauðgult þá þjáist líkaminn af ofþornun og einhverjir hlutar hans þjást vegna þessarar ofþornunar.

Dr. B. talaði mikið um lyfjagleði heilbrigðiskerfisins og benti á að flest lyf breiddu í raun yfir þau einkenni og merki sem líkaminn gæfi frá sér um ofþornun í líkamanum og ykju þannig á vandann í stað þess að leysa hann.

Hann sagði að merki líkamans um ofþornun væru til að mynda þreyta á morgnana, skjót skipti á skapi og þunglyndi – þetta væru allt merki líkamans um að heilinn hefði ekki nægan vökva til að vinna úr upplýsingum eða til að starfa eðlilega.

Einnig væri líkaminn með tæki til að bregðast við þurrki og væri þar á meðal ofnæmi, háþrýstingur, sykursýki og sjúkdómar tengdir ónæmiskerfinu.

Hann nefnir astma sem dæmi um slík viðbrögð við ofþornun líkamans – astminn er viðbragð líkamans til að draga úr vökvatapi. Við missum nefnilega um fjórðung vatns með útöndun og ef líkaminn þjáist af ofþurrki þá hjálpar astminn á þann hátt að hann dregur úr loftstreymi og um leið úr vökvatapi.

Fleiri merki um ofþornun væru liðverkir, bakverkir, brjóstsviði, mígreni, ristilkrampi, mæði eða andþurrð og þurr húð svo eitthvað sé nefnt, en í bók sinni Water cures, drugs kill nefnir Dr. B. yfir 90 sjúkdóma sem hann telur eiga rót sína að rekja til vatnsskorts. Hann benti á að þegar við verðum fyrir vökvatapi þá missum við 66% af vökvanum innan úr frumum, 26% úr umhverfi frumnanna og eingöngu 8% úr blóðvökvanum. Frumurnar verða því eins og sveskjur en ekki eins og ferskar plómur.

Og þegar við hyljum yfir merkin um ofþornun líkamans með lyfjum, þá erum við að veikja líkamann í stað þess að veita honum það sem hann þarfnast – VATNS.

Eins og Dr. B talaði um þá er líkaminn allt of súr ef líkaminn er of þurr – við höfum hér á Heilsubankanum skrifað um mikilvægi þess að passa upp á ph-jafnvægi líkamans í nokkrum greinum sem má lesa hér:

Sýrustig líkamans

Súrt og basískt mataræði

Grunnurinn að líkamlegu heilbrigði

Sjá einnig: Vatn eða kók

Previous post

Umferðarhávaði hættulegur heilsunni

Next post

Verkjalyf

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *