Heilsubankinn Mataræði
ForsíðaMataræðiHreyfingHeimiliðUmhverfiðMeðferðir
 

Heilsubankinn er vefur um allt er viðkemur heilsu okkar og lífsháttum. Honum er ætlað að stuðla að aukinni meðvitund um holla lífshætti og um leið er honum ætlað að vera hvatning fyrir fólk til að taka aukna ábyrgð á eigin lífi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamiðill, auk þess sem hann er gagnabanki yfir aðila sem bjóða þjónustu er fellur að áherslum Heilsubankans.

Við hvetjum þig til að skrá þig á póstlista Heilsubankans (hér) og sendum við þér þá fréttabréfið okkar í tölvupósti ca. tvisvar sinnum í mánuði. Þar koma fram punktar yfir það helsta sem hefur birst á síðum Heilsubankans, auk tilboða sem eru í boði fyrir handhafa Heilsukortsins.

Við bjóðum þig velkomin(n) inn á vefinn og hlökkum til að sjá þig hér sem oftast.

A Vítamín Prenta Rafpóstur

A vítamín er fituleysið vítamín.Það geymist í líkamanum og því ekki þörf á daglegri inntöku. Af þessum sökum er hægt að fá eituráhrif vegna ofneyslu á vítamíninu en það þarf mikla ofneyslu til að eituráhrif komi fram.

A vítamín er gott fyrir augun. Það fyrirbyggir náttblindu og sjóndepru og hjálpar við meðferð ýmissa augnsjúkdóma. Vítamínið er gott við ýmsum húðvandamálum, eins og unglingabólum og ígerðum. Styrkir uppbyggingu og viðhald vefja og slímhúðar í líkamanum. A vítamín er mikilvægt við myndun beina og tanna. Það veitir viðnám gegn kvefi og flensum, auk þess sem það vinnur á móti sýkingu í nýrum, þvagblöðru og lungum. A vítamín vinnur sem andoxunarefni og ver því frumur okkar gegn krabbameini og öðrum sjúkdómum. Vítamínið er einnig nauðsynlegt til vaxtar og viðhalds frumna líkamans. Vítamínið vinnur á móti hjartasjúkdómum og minnkar magn slæma kólesterólsins.

Skortseinkenni geta verið þurrt hár og/eða þurr húð, augnþurrkur og náttblinda. Önnur möguleg einkenni eru ígerð í eyrum , svefnleysi, þreyta, sýkingar í húð, sbr. graftarbólur og sýkingar í öndunarvegi sem geta t.d. valdið tíðum kvefpestum.

Við fáum A vítamín m.a. úr dýra- og fiskilifur og úr grænum og gulum ávöxtum og grænmeti. Má þar nefna apríkósur, gulrætur, aspas, spergilkál og spínat.

Eitureinkenni geta komið fram ef teknar eru meira en 100.000 ae (alþjóðlegar einingar) á dag yfir langt tímabil. Ráðlagður dagskammtur er um 2.600 ae fyrir konur og um 3.000 ae fyrir karla. Helstu eitureinkenni væru stækkuð lifur, kviðverkir, stöðvun blæðinga hjá konum, hárlos, ógleði og uppköst, kláði og útbrot, liðverkir, óskýr sjón og höfuðverkur.

  Til baka Prenta Senda þetta á vin
 
Greinar Pistill dagsins Viðtöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og ábendingar Vandamál og úrræði
Skráning á þjónustu- og meðferðarsíður

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur áskilinn